Fjögur af síðustu fimm komið gegn Fylki | Sjáðu sigurmarkið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 12:00 Damir var hinn rólegasti eftir leik þrátt fyrir að hafa tryggt Blikum öll þrjú stigin. Mynd/Stöð 2 Sport Varnarjaxlinn Damir Muminovic tryggði Breiðabliki 1-0 sigur á Fylki í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær er liðin mættust í Lautinni í Árbænum. „Ég skora ekki oft en fyrir mér skiptir engu máli hver skorar, ég vill bara vinna,“ sagði Damir um sigurmark gærkvöldsins. Damir – sem skorar þó eflaust meira en margir – hefur ekki beint farið mikinn fyrir framan mark andstæðinganna síðan hann gekk í raðir Breiðabliks. Damir er meira fyrir að láta verkin tala á eigin vallarhelming þar sem hann hefur verið einn allra besti varnarmaður Pepsi Max deildarinnar undanfarin ár. Frá árinu 2014 hefur miðvörðurinn skorað átta mörk í deild og bikar í samtals 138 leikjum. Það sem gerir mark gærdagsins sérstakt er sú staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hans hafa komið gegn Fylki. Klippa: Sigurmark Blika gegn Fylki Sumarið 2016 skoraði Damir tvö mörk í tuttugu leikjum, bæði gegn Fylki. Í fyrri leik liðanna þá tryggði hann Blikum 2-1 sigur. Fór leikurinn fram í Lautinni í Árbænum og skoraði Damir þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Nær alveg eins og í gær. Í síðari leik liðanna kom hann Blikum yfir þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Emil Ásmundsson jafnaði metin fyrir Fylki skömmu síðar. Síðasta sumar skoraði Damir eitt þriggja marka Blika – aftur í Lautinni – í ótrúlegu 4-3 tapi. Skoraði Damir í upphafi síðari hálfleiks og jafnaði metin í 2-2. Það dugði ekki til að þessu sinni en Blikar fengu á sig tvö mörk áður en Thomas Mikkelsen minnkaði muninn undir lok leiks. Þarna á milli er svo eitt mark í 4-2 sigri Breiðabliks á KA sumarið 2017. Af þeim átta mörkum sem Damir hefur skorað þá hafa sex þeirra tryggt Blikum annað hvort jafntefli eða sigur. Geri aðrir betur. Klippa: Damir í viðtali eftir leik Blaðamaður vissi ekki af þeirri staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hefðu verið gegn Fylki og ef marka má viðtalið þá vissi Damir það ekki heldur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. 21. júní 2020 22:15 Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. 21. júní 2020 21:45 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Varnarjaxlinn Damir Muminovic tryggði Breiðabliki 1-0 sigur á Fylki í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær er liðin mættust í Lautinni í Árbænum. „Ég skora ekki oft en fyrir mér skiptir engu máli hver skorar, ég vill bara vinna,“ sagði Damir um sigurmark gærkvöldsins. Damir – sem skorar þó eflaust meira en margir – hefur ekki beint farið mikinn fyrir framan mark andstæðinganna síðan hann gekk í raðir Breiðabliks. Damir er meira fyrir að láta verkin tala á eigin vallarhelming þar sem hann hefur verið einn allra besti varnarmaður Pepsi Max deildarinnar undanfarin ár. Frá árinu 2014 hefur miðvörðurinn skorað átta mörk í deild og bikar í samtals 138 leikjum. Það sem gerir mark gærdagsins sérstakt er sú staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hans hafa komið gegn Fylki. Klippa: Sigurmark Blika gegn Fylki Sumarið 2016 skoraði Damir tvö mörk í tuttugu leikjum, bæði gegn Fylki. Í fyrri leik liðanna þá tryggði hann Blikum 2-1 sigur. Fór leikurinn fram í Lautinni í Árbænum og skoraði Damir þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Nær alveg eins og í gær. Í síðari leik liðanna kom hann Blikum yfir þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Emil Ásmundsson jafnaði metin fyrir Fylki skömmu síðar. Síðasta sumar skoraði Damir eitt þriggja marka Blika – aftur í Lautinni – í ótrúlegu 4-3 tapi. Skoraði Damir í upphafi síðari hálfleiks og jafnaði metin í 2-2. Það dugði ekki til að þessu sinni en Blikar fengu á sig tvö mörk áður en Thomas Mikkelsen minnkaði muninn undir lok leiks. Þarna á milli er svo eitt mark í 4-2 sigri Breiðabliks á KA sumarið 2017. Af þeim átta mörkum sem Damir hefur skorað þá hafa sex þeirra tryggt Blikum annað hvort jafntefli eða sigur. Geri aðrir betur. Klippa: Damir í viðtali eftir leik Blaðamaður vissi ekki af þeirri staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hefðu verið gegn Fylki og ef marka má viðtalið þá vissi Damir það ekki heldur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. 21. júní 2020 22:15 Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. 21. júní 2020 21:45 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. 21. júní 2020 22:15
Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. 21. júní 2020 21:45