Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. júní 2020 14:00 Hönnuðurnir Arnar Ingi Viðarsson og Steinunn Valdísardóttir við verkið sitt í dag. Vísir/Vilhelm Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. „Þetta er innsetningarverk sem kemur aðallega út frá því hvernig maður upplifir borg sína og hvernig maður gerir bæði fallegt hönnunarverk, eða listaverk, sem er fallegur áningarstaður og líka tákn fyrir eitthvað. Þessi hugmynd kemur frá mörgum áttum, meðal annars á stúdíu á formum en líka hvernig maður myndi gera hlið á nýjan hátt, hlið sem maður hefur aldrei séð áður. Núna er hægt að hugsa þetta sem hlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis,“ segir Arnar Ingi í samtali við Vísi. Speglalistaverkið er sex metrar á hæð, fjórir metrar á lengd og fjórir metrar á breidd. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu. HönnunarMars er formlega settur í dag og því verður verkið afhjúpað á Lækjartorgi klukkan 18:30. „Hugmyndin kemur úr vangaveltum um sjálfsímyndir og borgarahegðun. Hvernig er hægt að stuðla að jákvæðri upplifun og samheldni með útihúsgögnum fyrir almenning? Hvernig nota má áningarstaði í almenningsrýmum til að endurspegla fallegt borgarumhverfið og fólkið sem þar er að finna og á sama tíma hanna verk sem er einstakt í borgarumhverfi sínu?“ Verkið speglar nærumhverfi sitt og þá einstaklinga sem verkið skoða og geta þar af leiðandi á horfendur upplifað sjálfa sig og umhverfið á nýjan hátt frá mismunandi sjónarhornum. „Þannig er verkinu ætlað að opna á samtal um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og einkennis borgara í borg sinni. Pælingin er að áhorfandinn sé stór hluti af verkinu því þetta er allt úr speglastáli,“ segir Arnar Ingi. Verkið er í uppsetningu og verður afhjúpað klukkan 18 í dag á Lækjartorgi.Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Í hönnun verksins er notast við stílhrein, sterk, geometrísk form sem standa á sterkum grunni með endurspeglandi yfirborði. „Verkið er unnið í með það í huga að efniðviður þess sé ríkjandi upplifun verksins, og notast við einföld form þar sem formfesta nýtur sín. Það er því von hönnuða að þannig fái bæði hönnun, form og hráefni að njóta sín eins og best verður á kosið,“ segir um listaverkið. „Við erum bara tveir hönnuðir og erum að fara út fyrir okkar þægindarramma. Við erum að prófa hér eitthvað sem er bæði erfitt og skemmtilegt,“ segir Arnar Ingi að lokum. HönnunarMars Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16 HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33 Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. „Þetta er innsetningarverk sem kemur aðallega út frá því hvernig maður upplifir borg sína og hvernig maður gerir bæði fallegt hönnunarverk, eða listaverk, sem er fallegur áningarstaður og líka tákn fyrir eitthvað. Þessi hugmynd kemur frá mörgum áttum, meðal annars á stúdíu á formum en líka hvernig maður myndi gera hlið á nýjan hátt, hlið sem maður hefur aldrei séð áður. Núna er hægt að hugsa þetta sem hlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis,“ segir Arnar Ingi í samtali við Vísi. Speglalistaverkið er sex metrar á hæð, fjórir metrar á lengd og fjórir metrar á breidd. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu. HönnunarMars er formlega settur í dag og því verður verkið afhjúpað á Lækjartorgi klukkan 18:30. „Hugmyndin kemur úr vangaveltum um sjálfsímyndir og borgarahegðun. Hvernig er hægt að stuðla að jákvæðri upplifun og samheldni með útihúsgögnum fyrir almenning? Hvernig nota má áningarstaði í almenningsrýmum til að endurspegla fallegt borgarumhverfið og fólkið sem þar er að finna og á sama tíma hanna verk sem er einstakt í borgarumhverfi sínu?“ Verkið speglar nærumhverfi sitt og þá einstaklinga sem verkið skoða og geta þar af leiðandi á horfendur upplifað sjálfa sig og umhverfið á nýjan hátt frá mismunandi sjónarhornum. „Þannig er verkinu ætlað að opna á samtal um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og einkennis borgara í borg sinni. Pælingin er að áhorfandinn sé stór hluti af verkinu því þetta er allt úr speglastáli,“ segir Arnar Ingi. Verkið er í uppsetningu og verður afhjúpað klukkan 18 í dag á Lækjartorgi.Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Í hönnun verksins er notast við stílhrein, sterk, geometrísk form sem standa á sterkum grunni með endurspeglandi yfirborði. „Verkið er unnið í með það í huga að efniðviður þess sé ríkjandi upplifun verksins, og notast við einföld form þar sem formfesta nýtur sín. Það er því von hönnuða að þannig fái bæði hönnun, form og hráefni að njóta sín eins og best verður á kosið,“ segir um listaverkið. „Við erum bara tveir hönnuðir og erum að fara út fyrir okkar þægindarramma. Við erum að prófa hér eitthvað sem er bæði erfitt og skemmtilegt,“ segir Arnar Ingi að lokum.
HönnunarMars Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16 HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33 Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16
HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33
Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37