Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 20:22 Hlín Eiríksdóttir á ferðinni gegn Þór/KA í kvöld þar sem hún skoraði þrennu. VÍSIR/VILHELM „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. Hlín hafði skorað fyrstu tvö mörk Vals þegar hálftími var liðinn og bætti svo við þriðja markinu snemma í seinni hálfleik. Þessi tvítugi kantmaður skoraði 16 mörk í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra og virðist í frábæru formi nú í upphafi tímabils. „Hún er tilbúin að æfa endalaust,“ segir Eiður. „Hún æfir tvisvar á dag á hverjum degi, mætir fyrst og fer síðust, og dregur mann fram úr rúminu snemma á morgnana til að taka aukaæfingar áður en maður mætir til vinnu. Hún er ótrúleg. Stundum, þegar maður vaknar klukkan sex á morgnana, er maður kannski ekki alveg til í þetta en þegar maður hittir hana með sitt bros á vör er maður alltaf tilbúinn að leggja sig fram fyrir svona leikmenn.“ Þó að Hlín sé rétt orðin tvítug hefur hún þegar spilað 14 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hafi hún áhuga á því er ljóst að hún mun fara út í atvinnumennsku fyrr eða síðar: „Ég vona innilega að Hlín taki næsta skref. Það yrði frábært fyrir Hlín og frábært fyrir íslenska landsliðið. Þetta er leikmaður sem á heima í fremstu röð og ef hún heldur áfram að bæta sig eins og síðustu tvö ár þá er ekkert að fara að stoppa hana,“ segir Eiður. Töluðum ekkert um Þór/KA Valskonur settu upp sýningu í dag eftir að hafa verið nokkuð frá sínu besta í 2-1 sigri á nýliðum Þróttar R. í síðustu umferð. Í dag mátti glögglega sjá að um meistaralið væri að ræða: „Við fórum vel yfir hlutina eftir leikinn við Þrótt og ákváðum að fókusera frekar á okkur en andstæðinginn fyrir þennan leik. Mér fannst það virka vel. Við vorum ferskar í dag og það voru allar tilbúnar að berjast fyrir hvor aðra. Við töluðum ekkert um Þór/KA fyrir þennan leik en vissum að við vorum að mæta liði sem hafði skorað átta mörk í tveimur leikjum, hörkuliði sem er tilbúið að fleygja sér í allar tæklingar, en við vorum betri á öllum sviðum og nýttum þær glufur sem voru opnar. Við fengum fullt af færum. Þær fengu alveg sína sénsa en þá steig Sandra [Sigurðardóttir, markmaður] inn í og til þess er hún þarna.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 20:05 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
„Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. Hlín hafði skorað fyrstu tvö mörk Vals þegar hálftími var liðinn og bætti svo við þriðja markinu snemma í seinni hálfleik. Þessi tvítugi kantmaður skoraði 16 mörk í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra og virðist í frábæru formi nú í upphafi tímabils. „Hún er tilbúin að æfa endalaust,“ segir Eiður. „Hún æfir tvisvar á dag á hverjum degi, mætir fyrst og fer síðust, og dregur mann fram úr rúminu snemma á morgnana til að taka aukaæfingar áður en maður mætir til vinnu. Hún er ótrúleg. Stundum, þegar maður vaknar klukkan sex á morgnana, er maður kannski ekki alveg til í þetta en þegar maður hittir hana með sitt bros á vör er maður alltaf tilbúinn að leggja sig fram fyrir svona leikmenn.“ Þó að Hlín sé rétt orðin tvítug hefur hún þegar spilað 14 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hafi hún áhuga á því er ljóst að hún mun fara út í atvinnumennsku fyrr eða síðar: „Ég vona innilega að Hlín taki næsta skref. Það yrði frábært fyrir Hlín og frábært fyrir íslenska landsliðið. Þetta er leikmaður sem á heima í fremstu röð og ef hún heldur áfram að bæta sig eins og síðustu tvö ár þá er ekkert að fara að stoppa hana,“ segir Eiður. Töluðum ekkert um Þór/KA Valskonur settu upp sýningu í dag eftir að hafa verið nokkuð frá sínu besta í 2-1 sigri á nýliðum Þróttar R. í síðustu umferð. Í dag mátti glögglega sjá að um meistaralið væri að ræða: „Við fórum vel yfir hlutina eftir leikinn við Þrótt og ákváðum að fókusera frekar á okkur en andstæðinginn fyrir þennan leik. Mér fannst það virka vel. Við vorum ferskar í dag og það voru allar tilbúnar að berjast fyrir hvor aðra. Við töluðum ekkert um Þór/KA fyrir þennan leik en vissum að við vorum að mæta liði sem hafði skorað átta mörk í tveimur leikjum, hörkuliði sem er tilbúið að fleygja sér í allar tæklingar, en við vorum betri á öllum sviðum og nýttum þær glufur sem voru opnar. Við fengum fullt af færum. Þær fengu alveg sína sénsa en þá steig Sandra [Sigurðardóttir, markmaður] inn í og til þess er hún þarna.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 20:05 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 20:05