Lék í 3. flokki frekar en í Pepsi Max-deildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2020 10:30 Bára Kristbjörg skildi ekkert í því af hverju Jakobína Hjörvarsdóttir var ekki í byrjunarliði Þór/KA í gær. vísir/s2s Hlín Eiríksdóttir átti afbragðsleik gegn Þór/KA í Pepsi Max-deildinni á miðvikudagskvöldið en Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max-markanna, skildi ekki af hverju Jakobína Hjörvarsdóttir var ekki í byrjunarliðinu hjá Þór/KA. Hlín hefur byrjað Pepsi Max-deildina af miklu krafti og segja spekingarnir að hún sé í ansi góðu standi. „Hún er eins og jarðýta. Það virðist enginn geta ýtt henni eða stigið hana út,“ sagði Bára Kristbjörg og sagði bakvörð Þór/KA, Huldu Hannesdóttur, vera í miklum vandræðum með landsliðskonuna. „Hún var í miklum vandræðum með hana. Ég er búinn að sjá hana í hinum tveimur leikjunum með Þór/KA og ég tók eftir því að sú er búin að starta hina tvo leikina var ekki í byrjunarliðinu,“ sagði Bára og átti þá við Jakobínu. „Hún var ekki á skýrslunni svo ég fór að grennslast fyrir um þetta. Hún var búin að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum og hún var að spila með 3. flokki daginn áður. Ég var búin að gefa mér það að hún væri meidd en þá fór ég að grennslast nánar.“ Þór/KA hefur sett markmiðið hátt í 3. flokki kvenna og ætla þær sér að verða Íslandsmeistarar en Bára setur spurningarmerki við forgangsröðina. „Það er víst útgefið markmið hjá Þór/KA að þær ætla að verða Íslandsmeistarar svo þjálfarinn lætur hana spila með 3. flokki í stað þess að byrja inn á í Pepsi Max-deildinni. Fyrir mitt leyti sem þjálfara og áhugamanneskju þá skil ég ekki pælinguna að þetta trompi leik á móti Val.“ „Ég velti fyrir mér hvort að þjálfarinn hafi verið búinn að henda inn handklæðinu fyrst hann gerir þetta og fer fljótlega að taka lykilmenn út af. Af hverju fær þessi stelpa ekki bara starta þennan leik á þessum velli á móti þessu liði og sjá hvort að hún geti stígið upp í það. Ef hún er nógu góð til þess að vera í byrjunarliðinu í hinum leikjunum, af hverju er hún þá í 3. flokki í næsta leik?“ spurði Bára. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um byrjunarlið Þór/KA Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Þór Akureyri KA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Hlín Eiríksdóttir átti afbragðsleik gegn Þór/KA í Pepsi Max-deildinni á miðvikudagskvöldið en Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max-markanna, skildi ekki af hverju Jakobína Hjörvarsdóttir var ekki í byrjunarliðinu hjá Þór/KA. Hlín hefur byrjað Pepsi Max-deildina af miklu krafti og segja spekingarnir að hún sé í ansi góðu standi. „Hún er eins og jarðýta. Það virðist enginn geta ýtt henni eða stigið hana út,“ sagði Bára Kristbjörg og sagði bakvörð Þór/KA, Huldu Hannesdóttur, vera í miklum vandræðum með landsliðskonuna. „Hún var í miklum vandræðum með hana. Ég er búinn að sjá hana í hinum tveimur leikjunum með Þór/KA og ég tók eftir því að sú er búin að starta hina tvo leikina var ekki í byrjunarliðinu,“ sagði Bára og átti þá við Jakobínu. „Hún var ekki á skýrslunni svo ég fór að grennslast fyrir um þetta. Hún var búin að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum og hún var að spila með 3. flokki daginn áður. Ég var búin að gefa mér það að hún væri meidd en þá fór ég að grennslast nánar.“ Þór/KA hefur sett markmiðið hátt í 3. flokki kvenna og ætla þær sér að verða Íslandsmeistarar en Bára setur spurningarmerki við forgangsröðina. „Það er víst útgefið markmið hjá Þór/KA að þær ætla að verða Íslandsmeistarar svo þjálfarinn lætur hana spila með 3. flokki í stað þess að byrja inn á í Pepsi Max-deildinni. Fyrir mitt leyti sem þjálfara og áhugamanneskju þá skil ég ekki pælinguna að þetta trompi leik á móti Val.“ „Ég velti fyrir mér hvort að þjálfarinn hafi verið búinn að henda inn handklæðinu fyrst hann gerir þetta og fer fljótlega að taka lykilmenn út af. Af hverju fær þessi stelpa ekki bara starta þennan leik á þessum velli á móti þessu liði og sjá hvort að hún geti stígið upp í það. Ef hún er nógu góð til þess að vera í byrjunarliðinu í hinum leikjunum, af hverju er hún þá í 3. flokki í næsta leik?“ spurði Bára. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um byrjunarlið Þór/KA
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Þór Akureyri KA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira