Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld. Bikarmeistararnir í Víkingi Reykjavík fá Stjörnuna í heimsókn. Fram og Fylkir mætast í Reykjavíkurslag, ÍBV fer til Akureyrar og mætir KA, Óskar Hrafn og lærisveinar mæta gömlu lærisveinum Óskars í Gróttu og Valur fær ÍA í heimsókn. Að neðan má sjá dráttinn í heild sinni.
Leikir í 16-liða úrslitum
Fram – Fylkir
HK – Afturelding
FH – Þór
Breiðablik – Grótta
KA – ÍBV
Víkingur R. – Stjarnan
KR – Fjölnir
Valur – ÍA