Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 19:48 Andrzej Duda er sitjandi forseti Póllands. Hann er efstur í forsetakjöri þar í landi, ef marka má útgönguspár. Petr David Josek/AP Útgönguspár pólsku forsetakosninganna sem fram fara í dag benda til þess að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, verði atkvæðamestur eftir fyrri umferð kosningana. Spárnar benda þó til þess að Duda komi ekki til með að ná hreinum meirihluta í fyrstu umferð. Verði raunin sú þarf að kjósa á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna í annarri umferð. Þetta kemur fram á vef AP-fréttastofunnar. Útgönguspár benda þá til þess að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár fyrir hönd Borgaraflokksins, verði annar í kosningunum. Eins og sakir standa er Duda áætlað 41,8% fylgi, en Trzaskowski 30,4%. Fyrir fram voru þessir tveir taldir líklegastir til að hljóta brautargengi hjá kjósendum í Póllandi. Gert er ráð fyrir að lokatölur kosninganna muni liggja fyrir á miðvikudagskvöld. Ef kemur til seinni umferðar kosninganna er talið líklegt að valið muni standa á milli þessa manns, Rafal Trzaskowski, og Duda forseta.Petr David Josek/AP Frambjóðandinn sem er þriðji samkvæmt útgönguspám er sjónvarpsmaðurinn og blaðamaðurinn Szymon Holownia, með 13,3%. Hann er óflokksbundinn, en kannanir benda til þess að meirihluti stuðningsmanna hans myndi styðja Trzaskowski, kæmi til seinni umferðar milli hans og Duda. Forsetakosningarnar í Póllandi áttu að fara fram 10. maí síðastliðinn, en var frestað sökum kórónuveirufaraldursins. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, lagðist harðlega gegn því að kosningunum yrði frestað. Í apríl, skömmu áður en kosningarnar áttu upphaflega að fara fram, naut Duda yfirgnæfandi stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum, og var hann talinn líklegur til þess að vinna kosningarnar með hreinan meirihluta í fyrstu umferð. Pólland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Útgönguspár pólsku forsetakosninganna sem fram fara í dag benda til þess að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, verði atkvæðamestur eftir fyrri umferð kosningana. Spárnar benda þó til þess að Duda komi ekki til með að ná hreinum meirihluta í fyrstu umferð. Verði raunin sú þarf að kjósa á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna í annarri umferð. Þetta kemur fram á vef AP-fréttastofunnar. Útgönguspár benda þá til þess að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár fyrir hönd Borgaraflokksins, verði annar í kosningunum. Eins og sakir standa er Duda áætlað 41,8% fylgi, en Trzaskowski 30,4%. Fyrir fram voru þessir tveir taldir líklegastir til að hljóta brautargengi hjá kjósendum í Póllandi. Gert er ráð fyrir að lokatölur kosninganna muni liggja fyrir á miðvikudagskvöld. Ef kemur til seinni umferðar kosninganna er talið líklegt að valið muni standa á milli þessa manns, Rafal Trzaskowski, og Duda forseta.Petr David Josek/AP Frambjóðandinn sem er þriðji samkvæmt útgönguspám er sjónvarpsmaðurinn og blaðamaðurinn Szymon Holownia, með 13,3%. Hann er óflokksbundinn, en kannanir benda til þess að meirihluti stuðningsmanna hans myndi styðja Trzaskowski, kæmi til seinni umferðar milli hans og Duda. Forsetakosningarnar í Póllandi áttu að fara fram 10. maí síðastliðinn, en var frestað sökum kórónuveirufaraldursins. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, lagðist harðlega gegn því að kosningunum yrði frestað. Í apríl, skömmu áður en kosningarnar áttu upphaflega að fara fram, naut Duda yfirgnæfandi stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum, og var hann talinn líklegur til þess að vinna kosningarnar með hreinan meirihluta í fyrstu umferð.
Pólland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira