Blómaskeið lífrænnar matjurtaræktar Ragnheiður I. Þórarinsdóttir skrifar 29. júní 2020 15:00 Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir næsta skólaár, bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. Í mörgum af námsbrautum skólans voru met slegin í umsóknum og það er mikið gleðiefni að sjá hversu mikinn áhuga ungt fólk sýnir námi í Landbúnaðarháskóla Íslands og hversu dreifing umsókna er mikil. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá góða aðsókn í garðyrkjunám á Reykjum þar sem 136 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið jafnmargar í sögu skólans. Flestir sækja um í lífræna ræktun matjurta en þar sóttu 45 nemendur um nám. Aðsókn er einnig góð í ylrækt með 26 umsóknir og 10 í garð- og skógarplöntuframleiðslu. Aðeins er tekið inn á garðyrkjubrautir á tveggja ára fresti en aukning frá 2018 er um 45%. Greinilegt er af fjölda umsókna í garðyrkjunámið, en einnig í nám við náttúru- og umhverfisfræðabraut að mikill áhugi er á sjálfbærri þróun og jafnvægi verndunar og nýtingar. Áherslur ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum falla einnig mjög vel að þessum aukna áhuga á lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt. Uppfærð aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar var nýlega birt og er að finna í henni metnaðarfull markmið um aukna grænmetisframleiðslu hér á landi með áherslu á kolefnishlutleysi hennar. Nánar tiltekið á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% á næstu þremur árum, leggja aukið fjármagn í lífræna framleiðslu og vinna að því markmiði að íslensk garðyrkja verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040. Metnaðarfull markmið af þessu tagi kalla ekki aðeins á að fjármagni sé veitt til verksins, heldur að byggt sé á þekkingu sem orðið hefur til innan greinarinnar og í menntastofnunum á borð við Landbúnaðarháskólann og að bætt sé við þessa þekkingu með rannsóknum. Greinilegt er að stjórnvöld hafa skilning á þessu því í aðgerðaáætluninni er talað um að byggja þurfi upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, en einnig að auka þekkingu bænda með því að auka aðgang þeirra að beinni ráðgjöf og fræðslu. Þessar áherslur stjórnvalda og mikill áhugi nemenda á umhverfisvænni, innlendri matvælaframleiðslu ríma vel við þá þróun sem merkja má í greininni almennt. Nýjar aðferðir og ný tækni eru nýtt í auknum mæli til að auka afköst og minnka kostnað - fjárhagslegan sem umhverfislegan - af ræktuninni. Ef rétt er haldið á spilunum gæti mikið blómaskeið íslenskrar matjurtaræktunar verið framundan. Landbúnaðarháskólinn hefur mikilvægur hlutverki að gegna í þessari þróun. Í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi er hjarta garðyrkjumenntunar og garðræktar á Íslandi. Fjölgun útskrifaðra nemenda og frekari uppbygging á náminu þar mun styðja vel við markmið stjórnvalda um aukningu í lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt á Íslandi. Það er verkefni sem við í Landbúnaðarháskólanum hlökkum til að takast á við. Höfundur er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir næsta skólaár, bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. Í mörgum af námsbrautum skólans voru met slegin í umsóknum og það er mikið gleðiefni að sjá hversu mikinn áhuga ungt fólk sýnir námi í Landbúnaðarháskóla Íslands og hversu dreifing umsókna er mikil. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá góða aðsókn í garðyrkjunám á Reykjum þar sem 136 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið jafnmargar í sögu skólans. Flestir sækja um í lífræna ræktun matjurta en þar sóttu 45 nemendur um nám. Aðsókn er einnig góð í ylrækt með 26 umsóknir og 10 í garð- og skógarplöntuframleiðslu. Aðeins er tekið inn á garðyrkjubrautir á tveggja ára fresti en aukning frá 2018 er um 45%. Greinilegt er af fjölda umsókna í garðyrkjunámið, en einnig í nám við náttúru- og umhverfisfræðabraut að mikill áhugi er á sjálfbærri þróun og jafnvægi verndunar og nýtingar. Áherslur ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum falla einnig mjög vel að þessum aukna áhuga á lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt. Uppfærð aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar var nýlega birt og er að finna í henni metnaðarfull markmið um aukna grænmetisframleiðslu hér á landi með áherslu á kolefnishlutleysi hennar. Nánar tiltekið á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% á næstu þremur árum, leggja aukið fjármagn í lífræna framleiðslu og vinna að því markmiði að íslensk garðyrkja verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040. Metnaðarfull markmið af þessu tagi kalla ekki aðeins á að fjármagni sé veitt til verksins, heldur að byggt sé á þekkingu sem orðið hefur til innan greinarinnar og í menntastofnunum á borð við Landbúnaðarháskólann og að bætt sé við þessa þekkingu með rannsóknum. Greinilegt er að stjórnvöld hafa skilning á þessu því í aðgerðaáætluninni er talað um að byggja þurfi upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, en einnig að auka þekkingu bænda með því að auka aðgang þeirra að beinni ráðgjöf og fræðslu. Þessar áherslur stjórnvalda og mikill áhugi nemenda á umhverfisvænni, innlendri matvælaframleiðslu ríma vel við þá þróun sem merkja má í greininni almennt. Nýjar aðferðir og ný tækni eru nýtt í auknum mæli til að auka afköst og minnka kostnað - fjárhagslegan sem umhverfislegan - af ræktuninni. Ef rétt er haldið á spilunum gæti mikið blómaskeið íslenskrar matjurtaræktunar verið framundan. Landbúnaðarháskólinn hefur mikilvægur hlutverki að gegna í þessari þróun. Í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi er hjarta garðyrkjumenntunar og garðræktar á Íslandi. Fjölgun útskrifaðra nemenda og frekari uppbygging á náminu þar mun styðja vel við markmið stjórnvalda um aukningu í lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt á Íslandi. Það er verkefni sem við í Landbúnaðarháskólanum hlökkum til að takast á við. Höfundur er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar