Átta starfsmönnum hugbúnaðarþróunardeildar Símans var sagt upp störfum nú fyrir helgi og deildin lögð niður. Þetta staðfestir Guðmundur Jóhannsson samskiptafulltrúi Símans í samtali við Vísi en Mbl greindi fyrst frá.
Hugbúnaðarþróun Símans hefur verið útvistað til Deloitte á Íslandi og í Portúgal. Fjórtán þeirra 24 starfsmanna sem voru starfandi í deildinni fá starf hjá Deloitte, tveir halda áfram störfum hjá Símanum en átta missa vinnunna.