Gerðu húsleit á heimili hjóna sem miðuðu byssum á mótmælendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 23:15 Mark og Patricia McCloskey taka á móti mótmælendum fyrir utan heimili þeirra í St. Louis þann 28. júní síðastliðinn. Vísir/AP Lögregla í borginni St. Louis í Missouri gerði í gærkvöldi húsleit á heimili hjóna sem brugðu byssum á mótmælendur í júní. Myndbönd af atvikinu vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum. Lögreglumenn fóru inn á heimili hjónanna á föstudagskvöld og gerðu þar upptækan hálfsjálfvirkan riffil. Svo virðist sem þar sé um að ræða riffilinn sem lögfræðingurinn Mark McCloskey hélt á er hann tók á móti mótmælendum í St. Louis þann 28. júní. Hópurinn var þá á leið að nærliggjandi heimili borgarstjóra St. Louis til að mótmæla ofbeldi lögreglu í garð svartra Bandaríkjamanna. Patricia McCloskey, eiginkona Marks og einnig lögfræðingur, miðaði skammbyssu sinni á mótmælendur. McCloskey-hjónin, sem bæði eru hvít, segjast hafa óttast um líf sitt umræddan dag og þess vegna hafi þau gripið til vopna. Í myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum sjást þau hrópa á mótmælendurna og segja þeim að yfirgefa svæðið. Nokkrir úr hópnum heyrast hrópa á móti að enginn ætli sér að gera þeim hjónum nokkurt mein. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá samskipti hjónanna við mótmælendur. Þar má einnig sjá Mark McCloskey lýsa því í viðtali að hann hafi óttast að mótmælendurnir myrtu þau hjónin „á örskotsstundu“. Þegar myndbönd af atvikinu hófu að vekja athygli á samfélagsmiðlum sagði Kimberly Gardner, aðalsaksóknari St. Louis-borgar, að málið yrði rannsakað. Hún kvaðst jafnframt uggandi yfir myndböndunum og sagði að kannað yrði hvort hjónin hefðu brotið á rétti borgara til friðsamlegra mótmæla. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd MLS-deildin í fótbolta fór aftur af stað í gær. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælum fyrir leik Orlando City og Inter Miami. 9. júlí 2020 11:30 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Lögregla í borginni St. Louis í Missouri gerði í gærkvöldi húsleit á heimili hjóna sem brugðu byssum á mótmælendur í júní. Myndbönd af atvikinu vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum. Lögreglumenn fóru inn á heimili hjónanna á föstudagskvöld og gerðu þar upptækan hálfsjálfvirkan riffil. Svo virðist sem þar sé um að ræða riffilinn sem lögfræðingurinn Mark McCloskey hélt á er hann tók á móti mótmælendum í St. Louis þann 28. júní. Hópurinn var þá á leið að nærliggjandi heimili borgarstjóra St. Louis til að mótmæla ofbeldi lögreglu í garð svartra Bandaríkjamanna. Patricia McCloskey, eiginkona Marks og einnig lögfræðingur, miðaði skammbyssu sinni á mótmælendur. McCloskey-hjónin, sem bæði eru hvít, segjast hafa óttast um líf sitt umræddan dag og þess vegna hafi þau gripið til vopna. Í myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum sjást þau hrópa á mótmælendurna og segja þeim að yfirgefa svæðið. Nokkrir úr hópnum heyrast hrópa á móti að enginn ætli sér að gera þeim hjónum nokkurt mein. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá samskipti hjónanna við mótmælendur. Þar má einnig sjá Mark McCloskey lýsa því í viðtali að hann hafi óttast að mótmælendurnir myrtu þau hjónin „á örskotsstundu“. Þegar myndbönd af atvikinu hófu að vekja athygli á samfélagsmiðlum sagði Kimberly Gardner, aðalsaksóknari St. Louis-borgar, að málið yrði rannsakað. Hún kvaðst jafnframt uggandi yfir myndböndunum og sagði að kannað yrði hvort hjónin hefðu brotið á rétti borgara til friðsamlegra mótmæla.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd MLS-deildin í fótbolta fór aftur af stað í gær. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælum fyrir leik Orlando City og Inter Miami. 9. júlí 2020 11:30 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd MLS-deildin í fótbolta fór aftur af stað í gær. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælum fyrir leik Orlando City og Inter Miami. 9. júlí 2020 11:30
„Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27