Andy Robertson enn harður á því að Jóhann Berg hafi brotið á honum og gagnrýnir VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 10:00 Andy Robertson fellur hér eftir tæklinguna frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og kallar strax eftir víti. Getty/Phil Noble Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Burnley. Fram að leiknum var Liverpool liðið búið að vinna alla sautján deildarleikina á Anfield á leiktíðinni. Bakvörðurinn Andy Robertson kom mikið við sögu í leiknum því hann kom Liverpool í 1-0 í fyrri hálfleik með laglegu skallamarki og vild síðan fá víti á íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson í þeim síðari. Robertson segist enn vera á klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti en skoski landsliðsfyrirliðinn segir þetta langt frá því að vera það eina sem Varsjáin hefur klikkað á að undanförnu. Andrew Robertson was left seething after Burnley draw... https://t.co/F3NYsFDP0C— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 14, 2020 „Bara í síðustu viku hafa verið fjórar eða fimm ákvarðanir sem áttu að fara öðruvísi og ég held að margir fótboltaáhugamenn séu sammála mér um það,“ sagði Andy Robertson. „Ég held að dómararnir treysti orðið á VAR en þegar Varsjáin er ekki að breyta neinum ákvörðunum þá erum við í fastir í limbói. Ég væri meira til í því að sleppa því og leyfa dómurunum bara að dæma. Ef dómarinn dæmir þá segir þú: Allt í lagi hann sá þetta öðruvísi,“ sagði Andy Robertson og bætti við. „Staðreyndin er að við erum með 40 myndavélar og 40 mismunandi sjónarhorn. Þessar ákvarðanir eiga því að vera réttar,“ sagði Andy Robertson. „Ég er enn harður á því að þetta var röng ákvörðun. Ég hef auðvitað séð myndbandið og ég átti aldrei að segja það sem ég sagði. Þetta var hins vegar pressuleikur og tilfinningarnar voru miklar,“ sagði Robertson. „Ég ræddi við dómarana í leikmannagöngunum eftir leikinn og hann útskýrði fyrir mér hvað hann sá. Ég ber virðingu fyrir því enda bjóða ekki allir dómarar upp á það. Það breytir þó ekki því að ég tel ennþá að hann hafi haft rangt fyrir sér og að þetta hafi verið víti,“ sagði Robertson. „Að mínu mati fengið við VAR inn til að taka á svona hlutum. Ég klóra mér enn í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti,“ sagði Robertson. Jóhann Berg Guðmundsson tæklaði Andy Robertson þarna innan teigs en margir hafa bent á það að íslenski landsliðsmaðurinn fór fyrst í boltann. Hvort það sé nóg til að komast upp með að taka síðan manninn er allt önnur saga og Andy Robertson er ekki á því. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Burnley. Fram að leiknum var Liverpool liðið búið að vinna alla sautján deildarleikina á Anfield á leiktíðinni. Bakvörðurinn Andy Robertson kom mikið við sögu í leiknum því hann kom Liverpool í 1-0 í fyrri hálfleik með laglegu skallamarki og vild síðan fá víti á íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson í þeim síðari. Robertson segist enn vera á klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti en skoski landsliðsfyrirliðinn segir þetta langt frá því að vera það eina sem Varsjáin hefur klikkað á að undanförnu. Andrew Robertson was left seething after Burnley draw... https://t.co/F3NYsFDP0C— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 14, 2020 „Bara í síðustu viku hafa verið fjórar eða fimm ákvarðanir sem áttu að fara öðruvísi og ég held að margir fótboltaáhugamenn séu sammála mér um það,“ sagði Andy Robertson. „Ég held að dómararnir treysti orðið á VAR en þegar Varsjáin er ekki að breyta neinum ákvörðunum þá erum við í fastir í limbói. Ég væri meira til í því að sleppa því og leyfa dómurunum bara að dæma. Ef dómarinn dæmir þá segir þú: Allt í lagi hann sá þetta öðruvísi,“ sagði Andy Robertson og bætti við. „Staðreyndin er að við erum með 40 myndavélar og 40 mismunandi sjónarhorn. Þessar ákvarðanir eiga því að vera réttar,“ sagði Andy Robertson. „Ég er enn harður á því að þetta var röng ákvörðun. Ég hef auðvitað séð myndbandið og ég átti aldrei að segja það sem ég sagði. Þetta var hins vegar pressuleikur og tilfinningarnar voru miklar,“ sagði Robertson. „Ég ræddi við dómarana í leikmannagöngunum eftir leikinn og hann útskýrði fyrir mér hvað hann sá. Ég ber virðingu fyrir því enda bjóða ekki allir dómarar upp á það. Það breytir þó ekki því að ég tel ennþá að hann hafi haft rangt fyrir sér og að þetta hafi verið víti,“ sagði Robertson. „Að mínu mati fengið við VAR inn til að taka á svona hlutum. Ég klóra mér enn í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti,“ sagði Robertson. Jóhann Berg Guðmundsson tæklaði Andy Robertson þarna innan teigs en margir hafa bent á það að íslenski landsliðsmaðurinn fór fyrst í boltann. Hvort það sé nóg til að komast upp með að taka síðan manninn er allt önnur saga og Andy Robertson er ekki á því.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira