Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 16:56 Hopewell Chino'ono ræðir við fjölmiðla árið 2018. Hann streymdi beint frá því lögreglumenn komu til að handtaka hann á samfélagsmiðlum. AP/Tsvangirayi Mukwazhi Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. Hopewell Chin'ono, þekktur blaðamaður í Simbabve, er sakaður um að „hvetja til þátttöku í ofbeldi á almannafæri“, að sögn talsmanns lögreglunnar. Sömu sakir eru bornar á Jacob Ngarivhume, leiðtoga lítils stjórnarandstöðuflokks. Þeir eru sagðir verða dregnir fyrir dómara fljótlega. Mannréttindasamtök og stjórnarandstaðan saka yfirvöld um að misnota réttarkerfið til þess að ofsækja blaðamenn og aðgerðasinna. Handtökunum á tvímenningunum sé ætlað að ógna fólki. Chin'ono greindi frá svikum embættismanna í heilbrigðisráðuneytinu sem leiddu til þess að Obadiah Moyo heilbrigðisráðherra var rekinn fyrir misferli í starfi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Harare lýst áhyggjum af handtökunum. Í tísti sendiráðsins sagði að pólitískar ógnanir í garð fjölmiðla liðust ekki í lýðræðisríkjum. Hollenska sendiráðið tók í svipaðan streng og lýsti áhyggjum af stöðu tjáningarfrelsis í landinu. Hundruð blaðamanna, lögfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga hafa verið handtekin í mótmælum, verkfallsaðgerðum eða við vinnu sína undanfarna mánuði. Miklar efnahagsþrengingar dynja nú á Simbabve og í ofanálag hafa ráðamenn verið sakaðir um meiriháttar fjársvik í tengslum við innkaup á hlífðarbúnaði og lyfjum í kórónuveirufaraldrinum. Talsmaður stjórnarflokksins ZANU-PF sakaði Chin‘ono um að reyna að koma óorði á Emmerson Mnangagwa forseta með því að bendla fjölskyldu hans við meinta spillingu sem tengdist samningum vegna búnaðar í faraldrinum í júní. Sagðist Chin‘ono þá óttast um líf sitt, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. Hopewell Chin'ono, þekktur blaðamaður í Simbabve, er sakaður um að „hvetja til þátttöku í ofbeldi á almannafæri“, að sögn talsmanns lögreglunnar. Sömu sakir eru bornar á Jacob Ngarivhume, leiðtoga lítils stjórnarandstöðuflokks. Þeir eru sagðir verða dregnir fyrir dómara fljótlega. Mannréttindasamtök og stjórnarandstaðan saka yfirvöld um að misnota réttarkerfið til þess að ofsækja blaðamenn og aðgerðasinna. Handtökunum á tvímenningunum sé ætlað að ógna fólki. Chin'ono greindi frá svikum embættismanna í heilbrigðisráðuneytinu sem leiddu til þess að Obadiah Moyo heilbrigðisráðherra var rekinn fyrir misferli í starfi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Harare lýst áhyggjum af handtökunum. Í tísti sendiráðsins sagði að pólitískar ógnanir í garð fjölmiðla liðust ekki í lýðræðisríkjum. Hollenska sendiráðið tók í svipaðan streng og lýsti áhyggjum af stöðu tjáningarfrelsis í landinu. Hundruð blaðamanna, lögfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga hafa verið handtekin í mótmælum, verkfallsaðgerðum eða við vinnu sína undanfarna mánuði. Miklar efnahagsþrengingar dynja nú á Simbabve og í ofanálag hafa ráðamenn verið sakaðir um meiriháttar fjársvik í tengslum við innkaup á hlífðarbúnaði og lyfjum í kórónuveirufaraldrinum. Talsmaður stjórnarflokksins ZANU-PF sakaði Chin‘ono um að reyna að koma óorði á Emmerson Mnangagwa forseta með því að bendla fjölskyldu hans við meinta spillingu sem tengdist samningum vegna búnaðar í faraldrinum í júní. Sagðist Chin‘ono þá óttast um líf sitt, að því er AP-fréttastofan greinir frá.
Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira