Braust inn í apótek og stal lyfjum að verðmæti 300 þúsund Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 11:05 Maðurinn stal ofvirkni-, geð- og verkjalyfjum. Vísir/egill Maður var í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan júlí dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, m.a. þjófnað á lyfjum að andvirði 300 þúsund króna. Tvö mál gegn manninum í alls sex ákæruliðum voru sameinuð. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa kannabisefni og amfetamín í fórum sínum og að hafa brotið spegil á salerni með því að kasta í hann ruslatunnu. Þá var hann ákærður fyrir þjófnað á ofvirkni-, geð- og verkjalyfjum úr apóteki í tvígang árið 2019. Maðurinn hafi fyrst spennt upp glugga apóteksins og haft á brott með sér 54 lyfjapakkningum að verðmæti 245 þúsund króna. Þremur dögum síðar hafi hann brotið rúðu í anddyri apóteks og stolið 17 lyfjapakkningum að verðmæti 53 þúsund króna. Þá var maðurinn ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa kastað útihúsgögnum með þeim afleiðingum að borðplötur að verðmæti 55 þúsund króna eyðilögðust. Maðurinn játaði sök samkvæmt ákærum. Maðurinn á samkvæmt dómi nokkuð langan sakaferil að baki og var dæmdur til fangelsisvistar árið 2018 og einnig árið eftir. Um var að ræða þjófnað, umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða þóknun verjanda síns, alls um 442 þúsund krónur. Þá þótti dómnum ekki tilefni til að gera upptæka skó sem ákæruvaldið krafðist að gerðir yrðu upptækir úr vörslu mannsins. Að öðru leyti voru upptökukröfur ákæruvaldsins teknar til greina. Þannig voru gerð upptæk North pike íþróttataska, Versace parfum íþróttataska, hamar, bláir vinnuhanskar, grá derhúfa, LED-ennisljós og 1,41 gramm af amfetamíni. Dómsmál Fíkn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Maður var í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan júlí dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, m.a. þjófnað á lyfjum að andvirði 300 þúsund króna. Tvö mál gegn manninum í alls sex ákæruliðum voru sameinuð. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa kannabisefni og amfetamín í fórum sínum og að hafa brotið spegil á salerni með því að kasta í hann ruslatunnu. Þá var hann ákærður fyrir þjófnað á ofvirkni-, geð- og verkjalyfjum úr apóteki í tvígang árið 2019. Maðurinn hafi fyrst spennt upp glugga apóteksins og haft á brott með sér 54 lyfjapakkningum að verðmæti 245 þúsund króna. Þremur dögum síðar hafi hann brotið rúðu í anddyri apóteks og stolið 17 lyfjapakkningum að verðmæti 53 þúsund króna. Þá var maðurinn ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa kastað útihúsgögnum með þeim afleiðingum að borðplötur að verðmæti 55 þúsund króna eyðilögðust. Maðurinn játaði sök samkvæmt ákærum. Maðurinn á samkvæmt dómi nokkuð langan sakaferil að baki og var dæmdur til fangelsisvistar árið 2018 og einnig árið eftir. Um var að ræða þjófnað, umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða þóknun verjanda síns, alls um 442 þúsund krónur. Þá þótti dómnum ekki tilefni til að gera upptæka skó sem ákæruvaldið krafðist að gerðir yrðu upptækir úr vörslu mannsins. Að öðru leyti voru upptökukröfur ákæruvaldsins teknar til greina. Þannig voru gerð upptæk North pike íþróttataska, Versace parfum íþróttataska, hamar, bláir vinnuhanskar, grá derhúfa, LED-ennisljós og 1,41 gramm af amfetamíni.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira