Opinberaði Sané óvart kaup Chelsea á Havertz? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 17:45 Sané skrifaði opinberlega undir í dag. Svo ákvað hann að missa verst geymda leyndarmál fótboltaheimsins út úr sér í kjölfarið. Handout/Getty Images Leroy Sané opinberaði óvart félagaskipti Kai Havertz frá Bayer Leverkusen til Chelsea. Hinn 24 ára gamli vængmaður Leroy Sané var í dag tilkynntur sem leikmaður Bayern München. Kemur hann til Þýskalandsmeistara Bayern frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City þar sem hann hefur leikið listir sínar frá árinu 2016. Bayern greiðir City 40 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn þýska sem hefur verið frá vegna meiðsla frá því í ágúst síðastliðnum. Kaupverðið gæti þó hækkað í 55 milljónir punda ef allt gengur að óskum hjá Sané í Þýskalandi. Þó Sané sé að fara frá Englandi til Þýskalands eru ensk félög á eftir ungstirnum í Þýskalandi - of öfugt reyndar. Sané var spurður út í af hverju ensk félög hefðu svona mikinn áhuga á þýskum leikmönnum en Chelsea staðfesti nýverið komu Timo Werner til félagsins frá RB Leipzig. Það virðist sem Sané hafi talað af sér en hann svo gott sem staðfesti kaup Chelsea á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen í leiðinni. „Þjóðverjar hafa í gegnum tíðina átt mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Menn eru óhræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í Þýskalandi, líkt og í tilfellum Werner og Havertz. Er Chelsea að gera mjög góð kaup þar, “ sagði Sané í viðtali við þýska fjölmiðla í dag. Það virðist því sem Chelsea sé að kaupa enn einn framlínu manninn en þeir Pedro Rodriguez og Willian eru á förum frá félaginu í sumar. Hér að neðan má sjá klippu af viðtalinu hjá Sané. Leroy Sané - It s good for Chelsea that they ve signed two top German talents in Timo Werner and Kai Havertz. It s happening. pic.twitter.com/ryYPnSJKju— LDN (@LDNFootbalI) July 23, 2020 Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir „Væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea“ Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu. 5. júlí 2020 16:30 Lampard vill stokka upp í leikmannahópi Chelsea Það virðist sem Frank Lampard fái leyfi Roman Abramovich til að stokka upp í leikmannahópi Chelsea í sumar. 2. júní 2020 23:00 Chelsea staðfestir komu Werner sem kemur í júlí Chelsea staðfesti í morgun að félagið hafi keypt framherjann Timo Werner en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi. Lengi var talið að Werner myndi ganga í raðir Liverpool en nú hefur hann samið við Lundúnarliðið. 18. júní 2020 09:09 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Leroy Sané opinberaði óvart félagaskipti Kai Havertz frá Bayer Leverkusen til Chelsea. Hinn 24 ára gamli vængmaður Leroy Sané var í dag tilkynntur sem leikmaður Bayern München. Kemur hann til Þýskalandsmeistara Bayern frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City þar sem hann hefur leikið listir sínar frá árinu 2016. Bayern greiðir City 40 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn þýska sem hefur verið frá vegna meiðsla frá því í ágúst síðastliðnum. Kaupverðið gæti þó hækkað í 55 milljónir punda ef allt gengur að óskum hjá Sané í Þýskalandi. Þó Sané sé að fara frá Englandi til Þýskalands eru ensk félög á eftir ungstirnum í Þýskalandi - of öfugt reyndar. Sané var spurður út í af hverju ensk félög hefðu svona mikinn áhuga á þýskum leikmönnum en Chelsea staðfesti nýverið komu Timo Werner til félagsins frá RB Leipzig. Það virðist sem Sané hafi talað af sér en hann svo gott sem staðfesti kaup Chelsea á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen í leiðinni. „Þjóðverjar hafa í gegnum tíðina átt mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Menn eru óhræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í Þýskalandi, líkt og í tilfellum Werner og Havertz. Er Chelsea að gera mjög góð kaup þar, “ sagði Sané í viðtali við þýska fjölmiðla í dag. Það virðist því sem Chelsea sé að kaupa enn einn framlínu manninn en þeir Pedro Rodriguez og Willian eru á förum frá félaginu í sumar. Hér að neðan má sjá klippu af viðtalinu hjá Sané. Leroy Sané - It s good for Chelsea that they ve signed two top German talents in Timo Werner and Kai Havertz. It s happening. pic.twitter.com/ryYPnSJKju— LDN (@LDNFootbalI) July 23, 2020
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir „Væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea“ Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu. 5. júlí 2020 16:30 Lampard vill stokka upp í leikmannahópi Chelsea Það virðist sem Frank Lampard fái leyfi Roman Abramovich til að stokka upp í leikmannahópi Chelsea í sumar. 2. júní 2020 23:00 Chelsea staðfestir komu Werner sem kemur í júlí Chelsea staðfesti í morgun að félagið hafi keypt framherjann Timo Werner en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi. Lengi var talið að Werner myndi ganga í raðir Liverpool en nú hefur hann samið við Lundúnarliðið. 18. júní 2020 09:09 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
„Væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea“ Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu. 5. júlí 2020 16:30
Lampard vill stokka upp í leikmannahópi Chelsea Það virðist sem Frank Lampard fái leyfi Roman Abramovich til að stokka upp í leikmannahópi Chelsea í sumar. 2. júní 2020 23:00
Chelsea staðfestir komu Werner sem kemur í júlí Chelsea staðfesti í morgun að félagið hafi keypt framherjann Timo Werner en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi. Lengi var talið að Werner myndi ganga í raðir Liverpool en nú hefur hann samið við Lundúnarliðið. 18. júní 2020 09:09