Ágúst: Eins og enginn vilji koma í Gróttu Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júlí 2020 22:01 Ágúst reynir og reynir að fá menn í Gróttu en það gengur ekkert. vísir/daníel Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu fannst hans lið eiga meira skilið úr leiknum gegn FH í dag en Hafnfirðingar fóru þar með 2-1 sigur af hólmi. Hér að neðan má sjá bút úr viðtalinu við Ágúst úr Pepsi Max Tilþrifunum. „Þetta er sennilega besta frammistaða okkar í deildinni í sumar. Þetta er besti völlurinn á landinu, gaman að koma hingað og sýna úr hverju við erum gerðir. Svekkelsið er að þegar þú sýnir góða frammistöðu að fá ekki neitt út úr henni. Ég var brjálaður inni í klefa, menn voru sáttir með frammistöðuna en ég er ósáttur að fá ekkert út úr þessu.“ Grótta setti FH-inga oft undir ansi mikla pressu og undir lokin var einstefna að marki heimamanna. „Við getum skoðað þennan leik og tekið ansi margt út úr honum fyrir framhaldið. En stigasöfnunin var núll stig í dag, því miður. Með svona frammistöðu eigum við að taka þrjá punkta og ekkert annað og það er það sem svíður og er svekkjandi.“ „Við erum í leit að stigum og það er það sem telur í þessu. Við þurfum að koma okkur upp töfluna en ég tek það ekki af strákunum að þetta var frábær frammistaða og frábær stuðningur. Það var eins og við værum á heimavelli,“ sagði Ágúst en gestirnir höfðu yfirburði hvað varðar stuðning í stúkunni í kvöld. Eftir að Grótta jafnaði metin í síðari hálfleik tók það heimamenn aðeins tvær mínútur að komast yfir á nýjan leik. „Smá einbeitingarleysi og mistök sem gerir það að verkum að þeir setja okkur fljótt aftur niður á jörðina. Markið sem við skorum var óheppilegt fyrir FH-inga en að mínu viti sanngjarnt. Eftir að þeir komast í 2-1 lágum við á þeim en náðum ekki að jafna.“ Aðspurður hvort Grótta stefndi á að styrka liðið í félagaskiptaglugganum kom Ágúst með ansi áhugavert svar um hversu erfitt það væri að fá leikmenn á Seltjarnarnesið. „Ég er ánægður með hópinn og við erum að gera þetta vel með góðan liðsanda og slíkt. En það er eins og enginn vilji koma í Gróttu. Það er okkar hausverkur og við erum með okkar stráka í þessu og byggjum á því.“ Hafið þið verið að reyna að fá menn? „Já, við höfum reynt ýmislegt síðan í janúar og fengið einn eða tvo leikmenn eftir það. Það er eins og Grótta sé eitthvað að fæla frá. Það er frábær aðstoða, gott þjálfarateymi og aðstaðan gríðarlega flott. Ég skil ekki alveg þessa hræðslu að koma í Gróttu,“ sagði Ágúst að lokum. Klippa: Eins og enginn vilji koma til Gróttu Fréttin hefur verið uppfærð. Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Leik lokið: FH - Grótta 2-1 | FH marði nýliðana FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu fannst hans lið eiga meira skilið úr leiknum gegn FH í dag en Hafnfirðingar fóru þar með 2-1 sigur af hólmi. Hér að neðan má sjá bút úr viðtalinu við Ágúst úr Pepsi Max Tilþrifunum. „Þetta er sennilega besta frammistaða okkar í deildinni í sumar. Þetta er besti völlurinn á landinu, gaman að koma hingað og sýna úr hverju við erum gerðir. Svekkelsið er að þegar þú sýnir góða frammistöðu að fá ekki neitt út úr henni. Ég var brjálaður inni í klefa, menn voru sáttir með frammistöðuna en ég er ósáttur að fá ekkert út úr þessu.“ Grótta setti FH-inga oft undir ansi mikla pressu og undir lokin var einstefna að marki heimamanna. „Við getum skoðað þennan leik og tekið ansi margt út úr honum fyrir framhaldið. En stigasöfnunin var núll stig í dag, því miður. Með svona frammistöðu eigum við að taka þrjá punkta og ekkert annað og það er það sem svíður og er svekkjandi.“ „Við erum í leit að stigum og það er það sem telur í þessu. Við þurfum að koma okkur upp töfluna en ég tek það ekki af strákunum að þetta var frábær frammistaða og frábær stuðningur. Það var eins og við værum á heimavelli,“ sagði Ágúst en gestirnir höfðu yfirburði hvað varðar stuðning í stúkunni í kvöld. Eftir að Grótta jafnaði metin í síðari hálfleik tók það heimamenn aðeins tvær mínútur að komast yfir á nýjan leik. „Smá einbeitingarleysi og mistök sem gerir það að verkum að þeir setja okkur fljótt aftur niður á jörðina. Markið sem við skorum var óheppilegt fyrir FH-inga en að mínu viti sanngjarnt. Eftir að þeir komast í 2-1 lágum við á þeim en náðum ekki að jafna.“ Aðspurður hvort Grótta stefndi á að styrka liðið í félagaskiptaglugganum kom Ágúst með ansi áhugavert svar um hversu erfitt það væri að fá leikmenn á Seltjarnarnesið. „Ég er ánægður með hópinn og við erum að gera þetta vel með góðan liðsanda og slíkt. En það er eins og enginn vilji koma í Gróttu. Það er okkar hausverkur og við erum með okkar stráka í þessu og byggjum á því.“ Hafið þið verið að reyna að fá menn? „Já, við höfum reynt ýmislegt síðan í janúar og fengið einn eða tvo leikmenn eftir það. Það er eins og Grótta sé eitthvað að fæla frá. Það er frábær aðstoða, gott þjálfarateymi og aðstaðan gríðarlega flott. Ég skil ekki alveg þessa hræðslu að koma í Gróttu,“ sagði Ágúst að lokum. Klippa: Eins og enginn vilji koma til Gróttu Fréttin hefur verið uppfærð.
Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Leik lokið: FH - Grótta 2-1 | FH marði nýliðana FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46
Leik lokið: FH - Grótta 2-1 | FH marði nýliðana FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10