Kyrie setti á fót sjóð til að aðstoða körfuboltakonur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 12:00 Irving með boltann í leik gegn Los Angeles Lakers í janúar á þessu ári. Jim McIsaac/Getty Images Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets og ein helsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur ákveðið að leggja hönd á plóg og hjálpa körfuboltakonum sem spila í WNBA-deildinni. Kyrie mun gefa rúmar 200 milljónir króna í gegnum KAI Empowerment-frumkvæðið en það er sjóður sem Kyrie hefur sett á laggirnar. Kyrie Andrew Irving er fullt nafn leikmannsins og því er nafn sjóðsins byggt á skammstöfun hans. Sjóðnum er ætlað að hjálpa þeim leikmönnum sem munu ekki taka þátt á næsta tímabili. Skiptir engu hvort ástæðan sé áhyggjur vegna kórónufaraldursins eða að leikmenn vilji berjast fyrir samfélagslegum breytingum í Bandaríkjunum. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Kyrie að í samtali við Natöshu Cloud og Jewell Loyd, leik-menn WNBA-deildarinnar, þá hafi hann komist að þeim erfiðleikum sem margir leikmenn deildarinnar glíma við ef þær taka þá ákvörðun að spila ekki. Kyrie vill þar með tryggja fjárhagslegt öryggi leikmanna og hefur ákveðið að leggja rúmar 200 milljónir í málstaðinn. „Sama hvort leikmaður ákveði að berjast fyrir samfélagslegum breytingum, spila körfubolta, einbeita sér að líkamlegri eða andlegri heilsu þá mun frumkvæðið vonandi styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim að taka ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu sem Irving gaf frá sér. Til að hljóta styrk þurfa leikmenn samt sem áður að sýna fram á að þær séu ekki að fá greidd laun frá félögum sínum og útskýra af hverju þær ákváðu að taka ekki þátt. WNBA-deildin fer líkt og NBA-deildin fram fyrir luktum dyrum en þær leika í IMG-Akademíunni sem er staðsett í Flórída. Deildin hófst nú 25. júlí og mun ljúka í október næstkomandi. Irving mun ekki leika með Brooklyn Nets er NBA-deildin fer aftur af stað í Disney World. Hann er enn að jafna sig af axlarmeiðslum og mun ekki gefa kost á sér að svo stöddu. Þá hefur hann talað opinskátt um mikilvægi samfélagsbreytinga í Bandaríkjunum. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30 NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00 Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00 Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30 NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00 Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets og ein helsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur ákveðið að leggja hönd á plóg og hjálpa körfuboltakonum sem spila í WNBA-deildinni. Kyrie mun gefa rúmar 200 milljónir króna í gegnum KAI Empowerment-frumkvæðið en það er sjóður sem Kyrie hefur sett á laggirnar. Kyrie Andrew Irving er fullt nafn leikmannsins og því er nafn sjóðsins byggt á skammstöfun hans. Sjóðnum er ætlað að hjálpa þeim leikmönnum sem munu ekki taka þátt á næsta tímabili. Skiptir engu hvort ástæðan sé áhyggjur vegna kórónufaraldursins eða að leikmenn vilji berjast fyrir samfélagslegum breytingum í Bandaríkjunum. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Kyrie að í samtali við Natöshu Cloud og Jewell Loyd, leik-menn WNBA-deildarinnar, þá hafi hann komist að þeim erfiðleikum sem margir leikmenn deildarinnar glíma við ef þær taka þá ákvörðun að spila ekki. Kyrie vill þar með tryggja fjárhagslegt öryggi leikmanna og hefur ákveðið að leggja rúmar 200 milljónir í málstaðinn. „Sama hvort leikmaður ákveði að berjast fyrir samfélagslegum breytingum, spila körfubolta, einbeita sér að líkamlegri eða andlegri heilsu þá mun frumkvæðið vonandi styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim að taka ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu sem Irving gaf frá sér. Til að hljóta styrk þurfa leikmenn samt sem áður að sýna fram á að þær séu ekki að fá greidd laun frá félögum sínum og útskýra af hverju þær ákváðu að taka ekki þátt. WNBA-deildin fer líkt og NBA-deildin fram fyrir luktum dyrum en þær leika í IMG-Akademíunni sem er staðsett í Flórída. Deildin hófst nú 25. júlí og mun ljúka í október næstkomandi. Irving mun ekki leika með Brooklyn Nets er NBA-deildin fer aftur af stað í Disney World. Hann er enn að jafna sig af axlarmeiðslum og mun ekki gefa kost á sér að svo stöddu. Þá hefur hann talað opinskátt um mikilvægi samfélagsbreytinga í Bandaríkjunum.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30 NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00 Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00 Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30 NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00 Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30
NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30
Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00
Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00
Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30
NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00
Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30