Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 06:59 Frá mótmælum hinsegin fólks í Varsjá gegn Duda forseta. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Piotr Lapinski/Getty Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. Fólkið er ákært fyrir að vanhelga minnismerki og að móðga trúarlega sannfæringu fólks. Fólkið hengdi fánana upp í mótmælaskyni við stefnumál Andrzej Duda, forseta Póllands. Hann er afar mótfallinn samkynhneigðum og hinsegin fólki. Fánarnir voru hengdir á styttu af hafmeyju, Jesú Kristi og stjörnufræðingnum Nikulási Kópernikus. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna og sagt að stytturnar standi fyrir gildi sem mikilvæg séu milljónum Pólverja. Mótmælendur hafa hins vegar sagt að með athæfinu hafi þeir verið að mótmæla hugmyndafræði stjórnvalda, sem byggi á fordómum í garð hinsegin fólks. Saksóknarar hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir láti reyna á málið fyrir dómi en við því að móðga trúarlega sannfæringu í Póllandi getur legið allt að tveggja ára fangelsisrefsins. Duda forseti verður settur í embætti öðru sinni í dag en hann vann í síðasta mánuði nauman sigur á mótframbjóðanda sínum, Rafal Trzaskowski. Sá síðarnefndi er borgarstjóri Varsjár. Í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi vilja innleiða bann við hjónaböndum og rétti samkynhneigðra til að ættleiða í stjórnarskrá Póllands. Hann hefur að sama skapi sagt að „hugmyndafræði hinsegin fólks“ væri „verri en kommúnismi.“ Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennt í Pólland í dag. Þá er samkynja pörum, samkvæmt lögum, ekki leyfilegt að ættleiða börn. Pólland Hinsegin Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. Fólkið er ákært fyrir að vanhelga minnismerki og að móðga trúarlega sannfæringu fólks. Fólkið hengdi fánana upp í mótmælaskyni við stefnumál Andrzej Duda, forseta Póllands. Hann er afar mótfallinn samkynhneigðum og hinsegin fólki. Fánarnir voru hengdir á styttu af hafmeyju, Jesú Kristi og stjörnufræðingnum Nikulási Kópernikus. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna og sagt að stytturnar standi fyrir gildi sem mikilvæg séu milljónum Pólverja. Mótmælendur hafa hins vegar sagt að með athæfinu hafi þeir verið að mótmæla hugmyndafræði stjórnvalda, sem byggi á fordómum í garð hinsegin fólks. Saksóknarar hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir láti reyna á málið fyrir dómi en við því að móðga trúarlega sannfæringu í Póllandi getur legið allt að tveggja ára fangelsisrefsins. Duda forseti verður settur í embætti öðru sinni í dag en hann vann í síðasta mánuði nauman sigur á mótframbjóðanda sínum, Rafal Trzaskowski. Sá síðarnefndi er borgarstjóri Varsjár. Í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi vilja innleiða bann við hjónaböndum og rétti samkynhneigðra til að ættleiða í stjórnarskrá Póllands. Hann hefur að sama skapi sagt að „hugmyndafræði hinsegin fólks“ væri „verri en kommúnismi.“ Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennt í Pólland í dag. Þá er samkynja pörum, samkvæmt lögum, ekki leyfilegt að ættleiða börn.
Pólland Hinsegin Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira