Kínverjar hvattir til að klára af disknum sínum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 13:31 Xi Jingping, forseti Kína, vill setja fæðuöryggi á oddinn. AP/Bikash Dware Kínversk stjórnvöld hafa sagt matarsóun stríð á hendur, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins og flóða á matvælaframleiðslu landsins. Xi Jinping forseti segir matarmagnið sem fer forgörðum „yfirgengi- og tilfinnanlegt.“ Þannig er talið að um 17 til 18 milljón tonn af mat hafi endað í ruslinu í Kína árið 2015. Til að stemma stigu við matarsóun hefur „Hrein diska-herferðinni“ verið ýtt úr vör í Kína. Eins og nafnið gefur til kynna er herferðinni ætlað að fá Kínverja til að klára af diskunum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sambærileg herferð er kynnt til leiks. Það var jafnframt gert árið 2013 en þá var áherslan lögð á að fækka óhóflegum opinberum móttökum og öðrum viðburðum á vegum stjórnvalda. Nú eru það ekki síst almennir borgarar, allar 1400 milljónirnar, sem eru í forgrunni. Xi segir kórónuveirufaraldurinn hafi vakið fólk til meðvitundar um mikilvægi fæðuöryggis, sem Kínverjar ættu að setja á oddinn. Ekki bætir úr skák að flóð síðustu vikna í suðurhluta landsins hafa komið illa við matvælaframleiðendur á svæðinu. Hópur mínus einn Eftir yfirlýsingar Xi forseta hvöttu Veitingaþjónustusamtök Wuhan matsölustaði til að takmarka fjölda rétta sem viðskiptavinir geta keypt. Að sögn breska ríkisútvarpsins gengur fyrirkomulagið undir heitinu „N-1“ - heildarfjöldi rétta þyrfti því að vera einum lægri en stærð hópsins. Sem dæmi má nefna að 10 manna hópur mætti því aðeins kaupa 9 rétti. Fyrirkomulagið hefur mætt nokkur andspyrnu með íbúa borgarinnar sem segja það of strangt. „Hvað með einstakling sem fer út að borða? Hvað má hann panta marga rétti? Ekki neinn?“ er haft eftir einum notenda samfélagsmiðilsins Weibo. Mörgum þætti þannig eðlilegra að leggja áhersluna áfram á yfirgengilegar veislur hins opinbera, eins og gert var árið 2013. Kínverska ríkissjónvarpið beindi spjótum sínum jafnframt að netverjum sem tekið hafa upp á því að borða óhóflegt magn í beinni útsendingu á netinu. Uppátækið er að jafnaði kallað Mubang og er vinsælt sjónvarpsefni víða í Asíu, ekki síst í Kína. Ríkissjónvarpið kínverska segir að margir matgráðugir netverjar eigi það jafnvel til að kasta upp eftir útsendinguna, þeir eigi í mestu erfiðleikum með að melta allt matarmagnið sem þeir innbyrða fyrir áhorfendur. Kína Landbúnaður Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa sagt matarsóun stríð á hendur, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins og flóða á matvælaframleiðslu landsins. Xi Jinping forseti segir matarmagnið sem fer forgörðum „yfirgengi- og tilfinnanlegt.“ Þannig er talið að um 17 til 18 milljón tonn af mat hafi endað í ruslinu í Kína árið 2015. Til að stemma stigu við matarsóun hefur „Hrein diska-herferðinni“ verið ýtt úr vör í Kína. Eins og nafnið gefur til kynna er herferðinni ætlað að fá Kínverja til að klára af diskunum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sambærileg herferð er kynnt til leiks. Það var jafnframt gert árið 2013 en þá var áherslan lögð á að fækka óhóflegum opinberum móttökum og öðrum viðburðum á vegum stjórnvalda. Nú eru það ekki síst almennir borgarar, allar 1400 milljónirnar, sem eru í forgrunni. Xi segir kórónuveirufaraldurinn hafi vakið fólk til meðvitundar um mikilvægi fæðuöryggis, sem Kínverjar ættu að setja á oddinn. Ekki bætir úr skák að flóð síðustu vikna í suðurhluta landsins hafa komið illa við matvælaframleiðendur á svæðinu. Hópur mínus einn Eftir yfirlýsingar Xi forseta hvöttu Veitingaþjónustusamtök Wuhan matsölustaði til að takmarka fjölda rétta sem viðskiptavinir geta keypt. Að sögn breska ríkisútvarpsins gengur fyrirkomulagið undir heitinu „N-1“ - heildarfjöldi rétta þyrfti því að vera einum lægri en stærð hópsins. Sem dæmi má nefna að 10 manna hópur mætti því aðeins kaupa 9 rétti. Fyrirkomulagið hefur mætt nokkur andspyrnu með íbúa borgarinnar sem segja það of strangt. „Hvað með einstakling sem fer út að borða? Hvað má hann panta marga rétti? Ekki neinn?“ er haft eftir einum notenda samfélagsmiðilsins Weibo. Mörgum þætti þannig eðlilegra að leggja áhersluna áfram á yfirgengilegar veislur hins opinbera, eins og gert var árið 2013. Kínverska ríkissjónvarpið beindi spjótum sínum jafnframt að netverjum sem tekið hafa upp á því að borða óhóflegt magn í beinni útsendingu á netinu. Uppátækið er að jafnaði kallað Mubang og er vinsælt sjónvarpsefni víða í Asíu, ekki síst í Kína. Ríkissjónvarpið kínverska segir að margir matgráðugir netverjar eigi það jafnvel til að kasta upp eftir útsendinguna, þeir eigi í mestu erfiðleikum með að melta allt matarmagnið sem þeir innbyrða fyrir áhorfendur.
Kína Landbúnaður Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira