Jón Halldór: Ég er bara orðlaus Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 8. janúar 2020 21:47 Jonni hefur gert það sem gott spekingur í Dominos Körfuboltakvöldi. vísir/skjáskot Jón Halldór Eðvaldsson var alveg gáttaður eftir að kvennalið Keflavíkur skíttapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum eftir jólafríið. Þær voru alveg hrikalegar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 69-47 fyrir KR. Jonni, eins og hann er jafnan kallaður, vissi varla hvað hann ætti að segja um seinni hálfleikinn hjá sínum stelpum. „Maður lendir ekki oft í þessu að liðið manns verður gjörsamlega gjaldþrota sóknarlega. Það gerðist í dag. Það er alveg sama hvað við gerðum í seinni hálfleik eða reyndum að gera þá gekk ekki neitt og KR-ingar bara nýttu sér það, spiluðu flotta vörn og ýttu okkur út úr því sem að við vorum að gera,“ sagði hann um frammistöðu Keflavíkur seinni tuttugu mínútur leiksins. „Ég er bara orðlaus, það gerist ekki oft,“ sagði Jonni, enda hefur hann yfirleitt eitthvað til málanna að leggja, verandi sérfræðingur hjá Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Skotnýting Keflavíkur var ömurleg í leiknum en sérstaklega slök í seinni hálfleik þar sem þær settu aðeins 5% skota sinna niður. Jonni kenndi flæði sóknarinnar um frekar en skotunum sjálfum. „ Ég er nokkuð viss um að þetta snúist allt um það að allt sem við gerum er úr flæði hjá okkur, hvort sem það er okkur að kenna eða KR að þakka,“ sagði hann um skorþurrðina hjá sínum stelpum. „Við eigum að gera betur en það að skora 2 stig á fyrstu átta mínútum fjórða leikhlutans. Endum á að skora 12 stig í seinni hálfleik og ég man ekki eftir að hafa unnið körfuboltaleik nema í minnibolta þar sem að liðið skoraði 12 stig í einum hálfleik.“ Jonni kvaðst hafa skilning á að Keflavíkurstúlkur væru stirðar eftir langt frí en vildi þó ekki afsaka þennan leik með einhverju slíku. Það var þó ekki fullkomlega þungt yfir þjálfara Keflavíkur og hann reyndi að finna ljós punkta í leiknum. „69 stig hjá KR er ekkert rosalega mikið. Þannig lagað erum við að gera ágætlega, hefðum kannski getað spilað betri vörn en sóknarlega vorum við ekki mætt. Andlega fjarverandi síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði hann en vildi ekki svekkja sig of mikið á þessum leik. „Erum með rosalega ungt og flott lið. Ég hef engar áhyggjur af þessu, þetta er bara körfubolti og stundum gerist þetta,“ sagði Jonni og bætti við að lokum: „Ég er ekki að fara heim að gráta, ætla heim í pottinn og fæ mér einn bjór, mæti svo í vinnuna bara á morgun!“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45 Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson var alveg gáttaður eftir að kvennalið Keflavíkur skíttapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum eftir jólafríið. Þær voru alveg hrikalegar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 69-47 fyrir KR. Jonni, eins og hann er jafnan kallaður, vissi varla hvað hann ætti að segja um seinni hálfleikinn hjá sínum stelpum. „Maður lendir ekki oft í þessu að liðið manns verður gjörsamlega gjaldþrota sóknarlega. Það gerðist í dag. Það er alveg sama hvað við gerðum í seinni hálfleik eða reyndum að gera þá gekk ekki neitt og KR-ingar bara nýttu sér það, spiluðu flotta vörn og ýttu okkur út úr því sem að við vorum að gera,“ sagði hann um frammistöðu Keflavíkur seinni tuttugu mínútur leiksins. „Ég er bara orðlaus, það gerist ekki oft,“ sagði Jonni, enda hefur hann yfirleitt eitthvað til málanna að leggja, verandi sérfræðingur hjá Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Skotnýting Keflavíkur var ömurleg í leiknum en sérstaklega slök í seinni hálfleik þar sem þær settu aðeins 5% skota sinna niður. Jonni kenndi flæði sóknarinnar um frekar en skotunum sjálfum. „ Ég er nokkuð viss um að þetta snúist allt um það að allt sem við gerum er úr flæði hjá okkur, hvort sem það er okkur að kenna eða KR að þakka,“ sagði hann um skorþurrðina hjá sínum stelpum. „Við eigum að gera betur en það að skora 2 stig á fyrstu átta mínútum fjórða leikhlutans. Endum á að skora 12 stig í seinni hálfleik og ég man ekki eftir að hafa unnið körfuboltaleik nema í minnibolta þar sem að liðið skoraði 12 stig í einum hálfleik.“ Jonni kvaðst hafa skilning á að Keflavíkurstúlkur væru stirðar eftir langt frí en vildi þó ekki afsaka þennan leik með einhverju slíku. Það var þó ekki fullkomlega þungt yfir þjálfara Keflavíkur og hann reyndi að finna ljós punkta í leiknum. „69 stig hjá KR er ekkert rosalega mikið. Þannig lagað erum við að gera ágætlega, hefðum kannski getað spilað betri vörn en sóknarlega vorum við ekki mætt. Andlega fjarverandi síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði hann en vildi ekki svekkja sig of mikið á þessum leik. „Erum með rosalega ungt og flott lið. Ég hef engar áhyggjur af þessu, þetta er bara körfubolti og stundum gerist þetta,“ sagði Jonni og bætti við að lokum: „Ég er ekki að fara heim að gráta, ætla heim í pottinn og fæ mér einn bjór, mæti svo í vinnuna bara á morgun!“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45 Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45