Fjölmiðlamaðurinn Joe Rogan heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi heims en það gengur undir nafninu Joe Rogan Experience en í gær fór hann ítarlega yfir upphafsræðu Ricky Gervais á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór á sunnudagskvöldið í Los Angeles.
Rogan var vægast sagt hrifinn af ræðunni og talar um að Gervais hafi hitt naglann á höfuðið í umdeildum bröndurum sem beindust að Apple, stjörnunum í salnum, James Corden, Judi Dench og margt fleira.
Hér að neðan má sjá yfirferð Joe Rogan um upphafsatriðið.
