Benjamin Mendy var í eldlínunni með Manchester City í gærkvöldi er liðið vann 3-1 sigur á grönnum sínum í United er liðin mættust í enska deildarbikarnum.
Otro er fjölmiðlarisi sem hefur undanfarið komið sterkt inn á markaðinn og gert skemmtileg myndbönd að undanförnu. Nýjasta myndbandið er heimsókn til Benjamin Mendy.
Hann keypti húsið í Cheshire árið 2018 af krikket goðsögninni Freddie Flintoff en það kostar litlar 4,8 milljónir punda. Það eru tæplega 780 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi.
Þessi 25 ára gamli leikmaður fer með fjölmiðlafólkinu í gegnum húsið hjá sér. Hann er meðal annars með lítinn fótboltavöll í húsinu sem og margt annað skemmtilegt.
Á bikaraveggnum er svo hringur frá Paul Pogba en hann gaf öllum leikmönnum liðsins hring eftir sigurinn á HM sumarið 2018.
Sjón er sögur ríkari en það er ljóst að ekki væsir um Mendy.