Hólmfríður, Ragna og nú Baldur til Mannlífs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2020 14:35 Hólmfríður, Baldur og Ragna standa vaktina hjá Mannlífi. Aðsend Baldur Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa á ritstjórn Mannlífs og mun meðal annars skrifa fréttaskýringar og almennar fréttir í blaðið og á mannlif.is. Baldur er reynslumikill fjölmiðlamaður og hefur starfað hjá Fréttablaðinu, mbl.is og DV nær óslitið frá árinu 2007. Þá var Hólmfríður Gísladóttir nýlega ráðinn fréttastjóri Mannlífs og vefstjóri mannlif.is og Ragna Gestsdóttir sem blaðamaður. Mannlíf er fríblað sem kemur út alla föstudaga og er dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Kristmannsson útgefandi Mannlífs segir ánægjulegt að fá Hólmfríði, Baldur og Rögnu til liðs við ritstjórnina en þau búa öll yfir víðtækri reynslu úr fjölmiðlum. „Sérstaða Mannlífs verður áfram á umfjöllun um lífstílstengt efni í samstarfi við Hús og hýbíli, Vikuna, Gestgjafan og Séð og heyrt, vandaðar og beittar fréttaskýringar og viðtöl við áhugavert fólk. Mannlíf hefur á stuttum tíma fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins og staða okkar styrkist nú enn frekar með nýjum liðsmönnum,“ segir Halldór. Dalurinn ehf. keypti árið 2017 Birting sem gefur út Mannlíf. Dalurinn var þá í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar sem áttu fimmtungshlut hvor. Halldór hefur hins vegar verið eini eigandi Dalsins frá árinu 2018. Hólmfríður býr yfir mikilli reynslu úr fjölmiðlum og verður í lykilhlutverki við útgáfu Mannlífs en hún starfaði áður á mbl.is til margra ára, á Morgunblaðinu og RÚV. Hólmfríður nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Áhugamál hennar eru m.a. borðspil og kórsöngur. Hún er gift og á eitt barn. Baldur er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann er eiginmaður og tveggja barna faðir, sinnir veiði af mikilli ástríðu og skraflar í frístundum. Hann hefur samhliða blaðamannastarfinu sinnt veiðileiðsögn og þangskurði á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Ragna er er menntuð sem lögfræðingur og kemur með góða reynslu úr fjölmiðlum, en hún hefur starfað sem blaðamaður í nokkur ár, áður á DV og Birtingi. Ragna situr í stjórn Blaðamannafélags Íslands og nefnd um slysavarnamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þar sem hún er félagi. Ragna á eitt barn. Helstu áhugamál hennar auk vinnunnar og félagsstarfa eru tónleikar, tónlist og kvikmyndir. Roald Eyvindsson er útgáfustjóri Mannlífs og hefur leitt útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína í nóvember 2017. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Baldur Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa á ritstjórn Mannlífs og mun meðal annars skrifa fréttaskýringar og almennar fréttir í blaðið og á mannlif.is. Baldur er reynslumikill fjölmiðlamaður og hefur starfað hjá Fréttablaðinu, mbl.is og DV nær óslitið frá árinu 2007. Þá var Hólmfríður Gísladóttir nýlega ráðinn fréttastjóri Mannlífs og vefstjóri mannlif.is og Ragna Gestsdóttir sem blaðamaður. Mannlíf er fríblað sem kemur út alla föstudaga og er dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Kristmannsson útgefandi Mannlífs segir ánægjulegt að fá Hólmfríði, Baldur og Rögnu til liðs við ritstjórnina en þau búa öll yfir víðtækri reynslu úr fjölmiðlum. „Sérstaða Mannlífs verður áfram á umfjöllun um lífstílstengt efni í samstarfi við Hús og hýbíli, Vikuna, Gestgjafan og Séð og heyrt, vandaðar og beittar fréttaskýringar og viðtöl við áhugavert fólk. Mannlíf hefur á stuttum tíma fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins og staða okkar styrkist nú enn frekar með nýjum liðsmönnum,“ segir Halldór. Dalurinn ehf. keypti árið 2017 Birting sem gefur út Mannlíf. Dalurinn var þá í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar sem áttu fimmtungshlut hvor. Halldór hefur hins vegar verið eini eigandi Dalsins frá árinu 2018. Hólmfríður býr yfir mikilli reynslu úr fjölmiðlum og verður í lykilhlutverki við útgáfu Mannlífs en hún starfaði áður á mbl.is til margra ára, á Morgunblaðinu og RÚV. Hólmfríður nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Áhugamál hennar eru m.a. borðspil og kórsöngur. Hún er gift og á eitt barn. Baldur er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann er eiginmaður og tveggja barna faðir, sinnir veiði af mikilli ástríðu og skraflar í frístundum. Hann hefur samhliða blaðamannastarfinu sinnt veiðileiðsögn og þangskurði á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Ragna er er menntuð sem lögfræðingur og kemur með góða reynslu úr fjölmiðlum, en hún hefur starfað sem blaðamaður í nokkur ár, áður á DV og Birtingi. Ragna situr í stjórn Blaðamannafélags Íslands og nefnd um slysavarnamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þar sem hún er félagi. Ragna á eitt barn. Helstu áhugamál hennar auk vinnunnar og félagsstarfa eru tónleikar, tónlist og kvikmyndir. Roald Eyvindsson er útgáfustjóri Mannlífs og hefur leitt útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína í nóvember 2017.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30