Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 5. janúar 2020 19:38 Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móður segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. Maðurinn var um miðjan október dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn barni sínu, sem nú er fullorðið, þegar það var á aldrinum 4 til 11 ára. Hann bíður nú afplánunar - sem gæti dregist í marga mánuði þar sem maðurinn hefur áfrýjað dómnum. Kona sem á þrjú önnur börn með manninum óttast nú mjög um þrettán ára barn sitt sem býr hjá manninum og hann fer með forsjá yfir. Hin tvö eru lögráða. „Fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp fékk barnaverndarnefnd fjölmargar tilkynningar þar sem við vorum að vekja athygli nefndarinnar á svívirðilegu kynferðisbroti forsjáraðilar og við vorum að hafa uppi þá kröfu að nefndin myndi beita sínum heimildum til að taka drenginn af heimilinu,“ segir Kristinn Svansson, lögfræðingur móðurinnar. Það hafi gengið illa. Kristinn og móðirin áttu fund með barnaverndarnefnd Reykjavíkur í lok desember þar sem þeim var tjáð að til stæði að loka málinu. „Þar sem það var ekki leitt í ljós á þessu stigi að drengurinn væri í hættu á neinni misnotkun af hálfu forsjáraðilans,“ segir Kristinn. Það skjóti skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. „Ég hugsa að flestir myndu taka undir það að um leið og þú gerist sekur um jafn alvarlegt brot og þetta að þá er einfaldlega þín forsjárhæfni runnin út í sandinn og þetta er sú barátta sem við höfum verið í við nefndina sem telur sig ekki hafa lagaheimildir í málinu.“ Því sé hann ósammála en hann telur barnaverndarnefndir hafa heimild til að aðhafast í slíkum málum. Kristinn segir að móðirin, sem hefur sótt um forsjá en ekki fengið hana, sé mjög áhyggjufull. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað hún er að ganga í gegn um vitandi af syni sínum í umsjá þessa manns og hún veit ekkert hvað fer fram þar. Það sem móðirin vill fyrst og fremst er að barninu verði komið í öruggt skjól,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að hafi barnaverndarnefndir ekki lagaheimild til að bregðast við, sé nauðsynlegt að breyta lögunum. „Og það sem allra fyrst því það verða að vera fyrir hendi heimildir til að bregðast við málum af þessum toga.“ Barnavernd Dómsmál Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móður segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. Maðurinn var um miðjan október dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn barni sínu, sem nú er fullorðið, þegar það var á aldrinum 4 til 11 ára. Hann bíður nú afplánunar - sem gæti dregist í marga mánuði þar sem maðurinn hefur áfrýjað dómnum. Kona sem á þrjú önnur börn með manninum óttast nú mjög um þrettán ára barn sitt sem býr hjá manninum og hann fer með forsjá yfir. Hin tvö eru lögráða. „Fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp fékk barnaverndarnefnd fjölmargar tilkynningar þar sem við vorum að vekja athygli nefndarinnar á svívirðilegu kynferðisbroti forsjáraðilar og við vorum að hafa uppi þá kröfu að nefndin myndi beita sínum heimildum til að taka drenginn af heimilinu,“ segir Kristinn Svansson, lögfræðingur móðurinnar. Það hafi gengið illa. Kristinn og móðirin áttu fund með barnaverndarnefnd Reykjavíkur í lok desember þar sem þeim var tjáð að til stæði að loka málinu. „Þar sem það var ekki leitt í ljós á þessu stigi að drengurinn væri í hættu á neinni misnotkun af hálfu forsjáraðilans,“ segir Kristinn. Það skjóti skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. „Ég hugsa að flestir myndu taka undir það að um leið og þú gerist sekur um jafn alvarlegt brot og þetta að þá er einfaldlega þín forsjárhæfni runnin út í sandinn og þetta er sú barátta sem við höfum verið í við nefndina sem telur sig ekki hafa lagaheimildir í málinu.“ Því sé hann ósammála en hann telur barnaverndarnefndir hafa heimild til að aðhafast í slíkum málum. Kristinn segir að móðirin, sem hefur sótt um forsjá en ekki fengið hana, sé mjög áhyggjufull. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað hún er að ganga í gegn um vitandi af syni sínum í umsjá þessa manns og hún veit ekkert hvað fer fram þar. Það sem móðirin vill fyrst og fremst er að barninu verði komið í öruggt skjól,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að hafi barnaverndarnefndir ekki lagaheimild til að bregðast við, sé nauðsynlegt að breyta lögunum. „Og það sem allra fyrst því það verða að vera fyrir hendi heimildir til að bregðast við málum af þessum toga.“
Barnavernd Dómsmál Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira