Sportpakkinn: Haukakonur eru nú búnar að vinna öll lið deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 16:15 Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 21 stig á móti Keflavík og hefur skorað yfir tuttugu stig að meðaltali á móti Keflavíku í þremur leikjum í vetur. Vísir/Bára Haukar, Valur, KR og Skallagrímur fögnuðu öll sigri í sextándu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór fram í gær. Arnar Björnsson skoðaði leikina í gær og þar á meðal sigur Hauka á Keflavík. Haukakonur unnu eins og áður sagði Keflavík, Valur vann léttan heimasigur á Snæfelli, KR vann öruggan útisigur á Breiðabliki og Skallagrímur vann heimasigur á Grindavík í mjög spennandi leik. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fara yfir leikina fjóra og þar má einnig finna viðtöl eftir stórleik Hauka og Keflavíkur í Ólafssal. Klippa: Sportpakkinn: Sextánda umferðin í Domino´s deild kvenna Valur skoraði fjögur fyrstu stigin gegn Snæfelli í gærkvöldi og hafði forystu allan tímann. Snæfell skoraði aðeins 5 stig í 1. leikhlutanum í Origo-höllinni gegn 29 stigum Vals. Mestur varð munurinn 45 stig, í mjög öruggum sigri 93-54. Sylvía Rún Hálfdanardóttir blómstraði í Valsliðinu, skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og stal boltanum 6 sinnum. Hún var stigahæst hjá þreföldum meisturum síðasta árs. Kiana Johnson skoraði 23 stig, tók 11 fráköst á þeim rúmlega 24 mínútum sem hún spilaði. Rebekka Rán Karlsdóttir var stigahæst í liði Snæfells, skoraði 11 stig. Valur hefur unnið 14 leiki og tapað tveimur og er í efsta sæti með 28 stig, fjórum stigum á undan KR. KR átti ekki í neinum vandræðum gegn Breiðabliki og vann 79-60. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir setti niður þriggja stiga skot í byrjun og Breiðablik komst í 3-0. Þetta var í eina skiptið sem Breiðablik hafði forystuna, KR náði mest 22ja stiga forystu. Danielle Rodriguez skoraði 31 stig fyrir KR, Hildur Björg Kjartansdóttir kom næst með 15 stig og 11 fráköst. Danni Williams skoraði rúman helming stiga Breiðabliks, 34 stig og tók 15 fráköst. Athyglisverðasti leikurinn í umferðinni var rimma Hauka og Keflavíkur í Ólafssal í gærkvöldi. Keflavík vann leik liðanna í Keflavík í lok október með 8 stiga mun. Frá þeim leik höfðu liðin aðeins tapað einu sinni, Haukar unnið 5 leiki en Keflavík 6. Keflavík vann um helgina sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Leikurinn var jafn framan af en góður lokasprettur tryggði Keflavík 5 stiga forystu eftir 1. leikhluta, 23-18. Keflavík byrjaði annan leikhlutann vel, Anna Ingunn Svansdóttir kom Keflavík í 26-18. Átta stiga munur, mesta forysta Keflavíkur í leiknum. Um miðjan annan leikhlutann skoruðu Haukar 11 stig í röð, eftir þriggja stiga körfu Jannetje Guijt var staðan 40-35 Haukum í vil. Haukar gáfu forystuna ekki eftir og sigruðu 80-73. Lovísa Björt Henningsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 21 stig og tók 9 fráköst. Jannetje Guijt skoraði 18 stig en hún hitti úr öllum þriggja stiga skotum sínum. Þóra Kristín Jónsdóttir og Randi Brown skoruðu 14 stig og sú síðarnefnda tók 10 fráköst. Emelía Ósk Gunnarsdóttir lék vel hjá Keflavík, var stigahæst og skoraði 20 stig. Hún hitti úr öllum 8 vítaskotum sínum. Daniela Morillo fann ekki taktinn í sókninni, skoraði 10 stig en tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík er í þriðja sætinu með 22 stig, 6 stigum frá Val sem er á toppnum. Haukar og Skallagrímur berjast um fjórða sætið, liðin eru einum sigri á eftir Keflavík. Skallagrímur fékk mikla mótspyrnu á heimavelli gegn neðsta liðinu, Grindavík. Skallagrímur byrjaði betur og náði 8 stiga forystu í byrjun annars leikhluta en Grindavík skoraði 12 stig í röð, náði undirtökunum og var með fjögurra stiga forystu í hálfleik. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta sem Skallagrímur vann 8-7. Þegar 4 mínútur voru eftir var staðan jöfn en Skallagrímur hafði betur í lokin og sigraði 58-53 í spennandi leik. Keira Breeanne Robinson skoraði 22 stig og tók 11 fráköst fyrir Skallagrím. Hrund Skúladóttir og Jordan Reynolds voru stigahæstar hjá Grindavík með 14 stig, Reynolds tók 14 fráköst. Grindavík er enn í neðsta sæti, með einn sigur í 16 leikjum. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Haukar, Valur, KR og Skallagrímur fögnuðu öll sigri í sextándu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór fram í gær. Arnar Björnsson skoðaði leikina í gær og þar á meðal sigur Hauka á Keflavík. Haukakonur unnu eins og áður sagði Keflavík, Valur vann léttan heimasigur á Snæfelli, KR vann öruggan útisigur á Breiðabliki og Skallagrímur vann heimasigur á Grindavík í mjög spennandi leik. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fara yfir leikina fjóra og þar má einnig finna viðtöl eftir stórleik Hauka og Keflavíkur í Ólafssal. Klippa: Sportpakkinn: Sextánda umferðin í Domino´s deild kvenna Valur skoraði fjögur fyrstu stigin gegn Snæfelli í gærkvöldi og hafði forystu allan tímann. Snæfell skoraði aðeins 5 stig í 1. leikhlutanum í Origo-höllinni gegn 29 stigum Vals. Mestur varð munurinn 45 stig, í mjög öruggum sigri 93-54. Sylvía Rún Hálfdanardóttir blómstraði í Valsliðinu, skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og stal boltanum 6 sinnum. Hún var stigahæst hjá þreföldum meisturum síðasta árs. Kiana Johnson skoraði 23 stig, tók 11 fráköst á þeim rúmlega 24 mínútum sem hún spilaði. Rebekka Rán Karlsdóttir var stigahæst í liði Snæfells, skoraði 11 stig. Valur hefur unnið 14 leiki og tapað tveimur og er í efsta sæti með 28 stig, fjórum stigum á undan KR. KR átti ekki í neinum vandræðum gegn Breiðabliki og vann 79-60. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir setti niður þriggja stiga skot í byrjun og Breiðablik komst í 3-0. Þetta var í eina skiptið sem Breiðablik hafði forystuna, KR náði mest 22ja stiga forystu. Danielle Rodriguez skoraði 31 stig fyrir KR, Hildur Björg Kjartansdóttir kom næst með 15 stig og 11 fráköst. Danni Williams skoraði rúman helming stiga Breiðabliks, 34 stig og tók 15 fráköst. Athyglisverðasti leikurinn í umferðinni var rimma Hauka og Keflavíkur í Ólafssal í gærkvöldi. Keflavík vann leik liðanna í Keflavík í lok október með 8 stiga mun. Frá þeim leik höfðu liðin aðeins tapað einu sinni, Haukar unnið 5 leiki en Keflavík 6. Keflavík vann um helgina sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Leikurinn var jafn framan af en góður lokasprettur tryggði Keflavík 5 stiga forystu eftir 1. leikhluta, 23-18. Keflavík byrjaði annan leikhlutann vel, Anna Ingunn Svansdóttir kom Keflavík í 26-18. Átta stiga munur, mesta forysta Keflavíkur í leiknum. Um miðjan annan leikhlutann skoruðu Haukar 11 stig í röð, eftir þriggja stiga körfu Jannetje Guijt var staðan 40-35 Haukum í vil. Haukar gáfu forystuna ekki eftir og sigruðu 80-73. Lovísa Björt Henningsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 21 stig og tók 9 fráköst. Jannetje Guijt skoraði 18 stig en hún hitti úr öllum þriggja stiga skotum sínum. Þóra Kristín Jónsdóttir og Randi Brown skoruðu 14 stig og sú síðarnefnda tók 10 fráköst. Emelía Ósk Gunnarsdóttir lék vel hjá Keflavík, var stigahæst og skoraði 20 stig. Hún hitti úr öllum 8 vítaskotum sínum. Daniela Morillo fann ekki taktinn í sókninni, skoraði 10 stig en tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík er í þriðja sætinu með 22 stig, 6 stigum frá Val sem er á toppnum. Haukar og Skallagrímur berjast um fjórða sætið, liðin eru einum sigri á eftir Keflavík. Skallagrímur fékk mikla mótspyrnu á heimavelli gegn neðsta liðinu, Grindavík. Skallagrímur byrjaði betur og náði 8 stiga forystu í byrjun annars leikhluta en Grindavík skoraði 12 stig í röð, náði undirtökunum og var með fjögurra stiga forystu í hálfleik. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta sem Skallagrímur vann 8-7. Þegar 4 mínútur voru eftir var staðan jöfn en Skallagrímur hafði betur í lokin og sigraði 58-53 í spennandi leik. Keira Breeanne Robinson skoraði 22 stig og tók 11 fráköst fyrir Skallagrím. Hrund Skúladóttir og Jordan Reynolds voru stigahæstar hjá Grindavík með 14 stig, Reynolds tók 14 fráköst. Grindavík er enn í neðsta sæti, með einn sigur í 16 leikjum.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira