Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 12. janúar 2020 23:15 Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Uppfært 23:15 Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. Mikil ófærð er nú á svæðinu og festust fjölmargir bílar. Enn sem komið er er ómögulegt að segja hve margir þurfa að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir ástandið ekki gott. Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Þar að auki eru fjölmargir farþegar fastir í tíu flugvélum á Keflavíkurflugvelli og í flugstöðinni sjálfri. Landgangar á flugstöðinni hafa verið teknir í notkun aftur og er verið að byrja á að koma flugvélunum upp að þeim. Mikið hefur snjóað á svæðinu og þarf að hreinsa snjóinn. Átta flugvélum frá Icelandair var lent í kvöld með um 1.200 farþegum. Þau munu þó líklega verja nóttinni í flugstöðinni þar sem vegurinn frá henni er lokaður vegna ófærðar og fastra bíla. Icelandair felldi niður allt flug frá Keflavík í kvöld en tveimur flugvélum var lent á Egilsstöðum. Farþegar Icelandair verða þar í nótt. Hin flugvélin var frá Easy Jet og ekki liggur fyrir hvar farþegar hennar munu verja nóttinni. Skildu bílana eftir og gengu Ekki var örtröðin minni á jörðu niðri. Gífurleg umferð var við flugvöllinn og gekk hún einkar hægt vegna veðurs. Lögreglan sagði frá því í kvöld að einhverjir hefðu talið sig vera að missa af flugi og tóku því upp á því að ganga til flugstöðvarinnar. Af því skapaðist mikil hætta og var fólkinu komið í var í bílum sem sitja fastir á Reykjanesbraut. Vegagerðin hefur lokað veginum frá Þjóðbraut að Leifsstöð vegna ófærðar og fastra bíla. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði fyrr í kvöld að stærsta verkefni björgunarsveitarfólks væri að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. segir að búið sé að kalla út allar björgunarsveitir Suðurnesja. Nóg sé af verkefnum vegna veðursins en það stærsta sé að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir ómögulegt að segja til um hve margir þurfi í fjöldahjálparstöðina sem verið sé að opna. Auk farþega á Keflavíkurflugvelli sé einnig um að ræða farþega fjölda bíla og enn sem komið er sé ekki hægt að vita hve margir eru í hverjum bíl. „Við erum að gera allt til að greiða úr þessum vanda og koma fólki í hús,“ segir Ólafur. Ástandið ekki gott Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir í samtali við fréttastofu að ástandið á Reykjanesbraut sé ekki gott. Björgunarsveitir og lögregla vinni að því að koma fólki út bílum, sem eru fastir á brautinni, í fjöldahjálparstöð sem hefur verið opnuð í íþóttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Kjartan segir að þegar hafi björgunarsveitir og lögregla komið með tvö hundruð manns þangað. Enn sé óljóst hversu margir munu koma því ekki sé vitað hversu margir séu í bílunum sem séu fastir. Kjartan gerir þó ráð fyrir því að þeir verði fleiri. Í fjöldahjálparstöðinni eru það sjálfboðaliðar Rauða krossins og björgunarsveitarmenn sem taka á móti fólkinu en að auki eru starfsmenn Icelandair á staðnum. Kjartan segir alveg óljóst hversu lengi þetta ástand muni vara. Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Samgöngur Veður Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Uppfært 23:15 Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. Mikil ófærð er nú á svæðinu og festust fjölmargir bílar. Enn sem komið er er ómögulegt að segja hve margir þurfa að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir ástandið ekki gott. Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Þar að auki eru fjölmargir farþegar fastir í tíu flugvélum á Keflavíkurflugvelli og í flugstöðinni sjálfri. Landgangar á flugstöðinni hafa verið teknir í notkun aftur og er verið að byrja á að koma flugvélunum upp að þeim. Mikið hefur snjóað á svæðinu og þarf að hreinsa snjóinn. Átta flugvélum frá Icelandair var lent í kvöld með um 1.200 farþegum. Þau munu þó líklega verja nóttinni í flugstöðinni þar sem vegurinn frá henni er lokaður vegna ófærðar og fastra bíla. Icelandair felldi niður allt flug frá Keflavík í kvöld en tveimur flugvélum var lent á Egilsstöðum. Farþegar Icelandair verða þar í nótt. Hin flugvélin var frá Easy Jet og ekki liggur fyrir hvar farþegar hennar munu verja nóttinni. Skildu bílana eftir og gengu Ekki var örtröðin minni á jörðu niðri. Gífurleg umferð var við flugvöllinn og gekk hún einkar hægt vegna veðurs. Lögreglan sagði frá því í kvöld að einhverjir hefðu talið sig vera að missa af flugi og tóku því upp á því að ganga til flugstöðvarinnar. Af því skapaðist mikil hætta og var fólkinu komið í var í bílum sem sitja fastir á Reykjanesbraut. Vegagerðin hefur lokað veginum frá Þjóðbraut að Leifsstöð vegna ófærðar og fastra bíla. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði fyrr í kvöld að stærsta verkefni björgunarsveitarfólks væri að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. segir að búið sé að kalla út allar björgunarsveitir Suðurnesja. Nóg sé af verkefnum vegna veðursins en það stærsta sé að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir ómögulegt að segja til um hve margir þurfi í fjöldahjálparstöðina sem verið sé að opna. Auk farþega á Keflavíkurflugvelli sé einnig um að ræða farþega fjölda bíla og enn sem komið er sé ekki hægt að vita hve margir eru í hverjum bíl. „Við erum að gera allt til að greiða úr þessum vanda og koma fólki í hús,“ segir Ólafur. Ástandið ekki gott Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir í samtali við fréttastofu að ástandið á Reykjanesbraut sé ekki gott. Björgunarsveitir og lögregla vinni að því að koma fólki út bílum, sem eru fastir á brautinni, í fjöldahjálparstöð sem hefur verið opnuð í íþóttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Kjartan segir að þegar hafi björgunarsveitir og lögregla komið með tvö hundruð manns þangað. Enn sé óljóst hversu margir munu koma því ekki sé vitað hversu margir séu í bílunum sem séu fastir. Kjartan gerir þó ráð fyrir því að þeir verði fleiri. Í fjöldahjálparstöðinni eru það sjálfboðaliðar Rauða krossins og björgunarsveitarmenn sem taka á móti fólkinu en að auki eru starfsmenn Icelandair á staðnum. Kjartan segir alveg óljóst hversu lengi þetta ástand muni vara.
Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Samgöngur Veður Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira