Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 17:41 Tsai Ing-wen, sitjandi forseti Taívan, vann yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi í dag. AP/Chiang Ying-ying Tsai Ing-wen, sitjandi forseti Taívan, vann yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi í dag. Forsetakosningarnar einkenndust af umræðum um samband Taívan og Kína en Tsai er sjálfstæðissinni og andstæðingur hennar vildi nánari tengsl á milli ríkjanna. Stjórnmálaflokkur Tsai vann einnig meirihluta á þingi. Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og samkvæmt BBC þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. Kínverjar gera tilkall til Taívan og hafa gert frá 1949. Yfirvöld þar hafa ítrekað sagt nauðsynlegt að sameina ríkin tvö, með valdi ef til þarf. Á meðan á kosningabaráttunni stóð sigldu Kínverjar nýju flugmóðurskipi þeirra tvisvar sinnum í gegnum Taívansund. Yfirvöld Taílands fordæmdu siglingarnar og sögðu þær hótanir. Sjá einnig: Forseti Kína hótar Taívönum „Við vonum að yfirvöld Kína skilji að lýðræðisríkið Taívan, með ríkisstjórn sem kjörinn er af fólkinu, muni ekki gefa eftir vegna ógnanna og hótana,“ sagði Tsai við blaðamenn í dag. Ítrekaði hún að það væri vilji íbúa Taívan að ákveða eigin framtíð og sagði að eina leiðin að friði væri að Kínverjar hættu ógnunum sínum í garð Taívan. Sjá einnig: Tsai og Han berjast um forsetastól Taívan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendir frá sér yfirlýsingu í dag og hrósaði Tsai fyrir sigurinn. Hann sagði Taívan vera afl til góðs í heiminum í dag. Sérfræðingar segja líklegt að aðgerðir Kína gagnvart Taívan að undanförnu og mótmælin í Hong Kong hafi ýtt undir sigur Tsai í kosningunum. Þegar hún var spurð af blaðamanni í dag hvort hún gæti þakkað Xi Jinping, forseta Kína, fyrir sigurinn, brosti hún en svaraði ekki. Kína Taívan Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Tsai Ing-wen, sitjandi forseti Taívan, vann yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi í dag. Forsetakosningarnar einkenndust af umræðum um samband Taívan og Kína en Tsai er sjálfstæðissinni og andstæðingur hennar vildi nánari tengsl á milli ríkjanna. Stjórnmálaflokkur Tsai vann einnig meirihluta á þingi. Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og samkvæmt BBC þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. Kínverjar gera tilkall til Taívan og hafa gert frá 1949. Yfirvöld þar hafa ítrekað sagt nauðsynlegt að sameina ríkin tvö, með valdi ef til þarf. Á meðan á kosningabaráttunni stóð sigldu Kínverjar nýju flugmóðurskipi þeirra tvisvar sinnum í gegnum Taívansund. Yfirvöld Taílands fordæmdu siglingarnar og sögðu þær hótanir. Sjá einnig: Forseti Kína hótar Taívönum „Við vonum að yfirvöld Kína skilji að lýðræðisríkið Taívan, með ríkisstjórn sem kjörinn er af fólkinu, muni ekki gefa eftir vegna ógnanna og hótana,“ sagði Tsai við blaðamenn í dag. Ítrekaði hún að það væri vilji íbúa Taívan að ákveða eigin framtíð og sagði að eina leiðin að friði væri að Kínverjar hættu ógnunum sínum í garð Taívan. Sjá einnig: Tsai og Han berjast um forsetastól Taívan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendir frá sér yfirlýsingu í dag og hrósaði Tsai fyrir sigurinn. Hann sagði Taívan vera afl til góðs í heiminum í dag. Sérfræðingar segja líklegt að aðgerðir Kína gagnvart Taívan að undanförnu og mótmælin í Hong Kong hafi ýtt undir sigur Tsai í kosningunum. Þegar hún var spurð af blaðamanni í dag hvort hún gæti þakkað Xi Jinping, forseta Kína, fyrir sigurinn, brosti hún en svaraði ekki.
Kína Taívan Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira