Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 17:41 Tsai Ing-wen, sitjandi forseti Taívan, vann yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi í dag. AP/Chiang Ying-ying Tsai Ing-wen, sitjandi forseti Taívan, vann yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi í dag. Forsetakosningarnar einkenndust af umræðum um samband Taívan og Kína en Tsai er sjálfstæðissinni og andstæðingur hennar vildi nánari tengsl á milli ríkjanna. Stjórnmálaflokkur Tsai vann einnig meirihluta á þingi. Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og samkvæmt BBC þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. Kínverjar gera tilkall til Taívan og hafa gert frá 1949. Yfirvöld þar hafa ítrekað sagt nauðsynlegt að sameina ríkin tvö, með valdi ef til þarf. Á meðan á kosningabaráttunni stóð sigldu Kínverjar nýju flugmóðurskipi þeirra tvisvar sinnum í gegnum Taívansund. Yfirvöld Taílands fordæmdu siglingarnar og sögðu þær hótanir. Sjá einnig: Forseti Kína hótar Taívönum „Við vonum að yfirvöld Kína skilji að lýðræðisríkið Taívan, með ríkisstjórn sem kjörinn er af fólkinu, muni ekki gefa eftir vegna ógnanna og hótana,“ sagði Tsai við blaðamenn í dag. Ítrekaði hún að það væri vilji íbúa Taívan að ákveða eigin framtíð og sagði að eina leiðin að friði væri að Kínverjar hættu ógnunum sínum í garð Taívan. Sjá einnig: Tsai og Han berjast um forsetastól Taívan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendir frá sér yfirlýsingu í dag og hrósaði Tsai fyrir sigurinn. Hann sagði Taívan vera afl til góðs í heiminum í dag. Sérfræðingar segja líklegt að aðgerðir Kína gagnvart Taívan að undanförnu og mótmælin í Hong Kong hafi ýtt undir sigur Tsai í kosningunum. Þegar hún var spurð af blaðamanni í dag hvort hún gæti þakkað Xi Jinping, forseta Kína, fyrir sigurinn, brosti hún en svaraði ekki. Kína Taívan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Tsai Ing-wen, sitjandi forseti Taívan, vann yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi í dag. Forsetakosningarnar einkenndust af umræðum um samband Taívan og Kína en Tsai er sjálfstæðissinni og andstæðingur hennar vildi nánari tengsl á milli ríkjanna. Stjórnmálaflokkur Tsai vann einnig meirihluta á þingi. Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og samkvæmt BBC þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. Kínverjar gera tilkall til Taívan og hafa gert frá 1949. Yfirvöld þar hafa ítrekað sagt nauðsynlegt að sameina ríkin tvö, með valdi ef til þarf. Á meðan á kosningabaráttunni stóð sigldu Kínverjar nýju flugmóðurskipi þeirra tvisvar sinnum í gegnum Taívansund. Yfirvöld Taílands fordæmdu siglingarnar og sögðu þær hótanir. Sjá einnig: Forseti Kína hótar Taívönum „Við vonum að yfirvöld Kína skilji að lýðræðisríkið Taívan, með ríkisstjórn sem kjörinn er af fólkinu, muni ekki gefa eftir vegna ógnanna og hótana,“ sagði Tsai við blaðamenn í dag. Ítrekaði hún að það væri vilji íbúa Taívan að ákveða eigin framtíð og sagði að eina leiðin að friði væri að Kínverjar hættu ógnunum sínum í garð Taívan. Sjá einnig: Tsai og Han berjast um forsetastól Taívan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendir frá sér yfirlýsingu í dag og hrósaði Tsai fyrir sigurinn. Hann sagði Taívan vera afl til góðs í heiminum í dag. Sérfræðingar segja líklegt að aðgerðir Kína gagnvart Taívan að undanförnu og mótmælin í Hong Kong hafi ýtt undir sigur Tsai í kosningunum. Þegar hún var spurð af blaðamanni í dag hvort hún gæti þakkað Xi Jinping, forseta Kína, fyrir sigurinn, brosti hún en svaraði ekki.
Kína Taívan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira