Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Drífa Snædal skrifar 24. janúar 2020 14:30 Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. Það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um hvort eigi að fara í verkfall og það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um samningana þegar þeir liggja fyrir. Þetta kerfi getur verið þungt í vöfum og erfitt en það virkar vel og ég tel kostina fleiri en gallana. Stéttarfélögin þurfa að kynna vel áherslur sínar áður en til atkvæðagreiðslu kemur um boðun verkfalls og sama má segja þegar kynna þarf nýjan samning. Þetta þarf að gerast á þeim tungumálum sem fólk í félaginu skilur og þannig leggur þetta ríkar skyldur á herðar stéttarfélaganna að miðla upplýsingum og fá skýr skilaboð frá sínu baklandi. Ef farið er í átök á vinnumarkaði er það líka alveg ljóst að félagsmenn eru tilbúnir í þau átök, enda hafa þeir kosið það. Viðsemjendur geta því ekki efast um umboð og slagkraft krafna við samningaborðið. Um þessar mundir fer fram fjöldi atkvæðagreiðslna um kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum og ein atkvæðagreiðsla um verkföll Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg. Eins og í svo mörgu öðru eigum við einhvers konar met í fjölda kjarasamninga miðað við höfðatölu og eru tæplega 200 samningar gerðir á landinu. Um alla þessa samninga eru greidd atkvæði enda falla þeir úr gildi ef meira en helmingur þeirra sem greiða atkvæði eru á móti samningnum. Samninganefndir undirrita því ekki samninga nema vera nokkuð vissar um að þeir standi og það krefst samtals við og þekkingu á vilja félagsmanna. Ég brýni félaga í aðildarfélögum ASÍ til að fylgjast vel með kjaraviðræðum og taka þátt í atkvæðagreiðslu, hvort sem er um verkföll eða kjarasamninga. Valdið er í ykkar höndum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. Það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um hvort eigi að fara í verkfall og það er í höndum félagsmanna að greiða atkvæði um samningana þegar þeir liggja fyrir. Þetta kerfi getur verið þungt í vöfum og erfitt en það virkar vel og ég tel kostina fleiri en gallana. Stéttarfélögin þurfa að kynna vel áherslur sínar áður en til atkvæðagreiðslu kemur um boðun verkfalls og sama má segja þegar kynna þarf nýjan samning. Þetta þarf að gerast á þeim tungumálum sem fólk í félaginu skilur og þannig leggur þetta ríkar skyldur á herðar stéttarfélaganna að miðla upplýsingum og fá skýr skilaboð frá sínu baklandi. Ef farið er í átök á vinnumarkaði er það líka alveg ljóst að félagsmenn eru tilbúnir í þau átök, enda hafa þeir kosið það. Viðsemjendur geta því ekki efast um umboð og slagkraft krafna við samningaborðið. Um þessar mundir fer fram fjöldi atkvæðagreiðslna um kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum og ein atkvæðagreiðsla um verkföll Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg. Eins og í svo mörgu öðru eigum við einhvers konar met í fjölda kjarasamninga miðað við höfðatölu og eru tæplega 200 samningar gerðir á landinu. Um alla þessa samninga eru greidd atkvæði enda falla þeir úr gildi ef meira en helmingur þeirra sem greiða atkvæði eru á móti samningnum. Samninganefndir undirrita því ekki samninga nema vera nokkuð vissar um að þeir standi og það krefst samtals við og þekkingu á vilja félagsmanna. Ég brýni félaga í aðildarfélögum ASÍ til að fylgjast vel með kjaraviðræðum og taka þátt í atkvæðagreiðslu, hvort sem er um verkföll eða kjarasamninga. Valdið er í ykkar höndum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun