Hver sat við lyklaborðið? Yngvi Óttarsson skrifar 22. janúar 2020 10:15 Á síðasta ári samþykkti Alþingi uppfærð lög um fiskeldi. Í þeim lögum framseldi Alþingi illu heilli veigamiklar ákvarðanir um fyrirkomulag sjókvíaeldis til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem átti að útfæra nánar í reglugerð. Í núgildandi reglugerð um fiskeldi er kveðið á um lágmarksfjarlægð sjókvíaeldis frá ósum laxveiðiáa. Þar er lagt bann við sjókvíaeldi innan 5 km frá laxveiðiá þar sem að jafnaði veiðast fleiri en 100 laxar og innan 15 km ef veiðin er meiri en 500 laxar. Í fyrirliggjandi drögum að nýrri reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu er lagt til að fella þessi fjarlægðarmörk niður og þar með megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa til dæmis í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska. Í skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins frá 2014 segir meðal annars um bann við laxeldi í opnum sjókvíum í námunda við laxveiðiár: „Með því að heimila eldi laxfiska ekki á ákveðnum svæðum í ákveðinni fjarlægð frá stærstu laxveiðiám er verið að draga úr líkum á því að eldisfiskur gangi upp í verðmætustu árnar“. Laxalús er einnig líkleg til að strádrepa sjógönguseiði sem ganga út nærri opnum sjókvíum. Hvernig stendur á að ráðuneytið snýr nú við blaðinu og telur ekki lengur þörf á að halda sjókvíaeldi í lágmarksfjarlægð frá ósum laxveiðiáa. Hvað hefur breyst? Jú, það vill svo til að tveir nýir starfsmenn hafa í millitíðinni verið ráðnir til ráðuneytisins til að sjá um fiskeldismál. Það er annars vegar „sérfræðingur“ sem kom beint úr starfi hjá fyrirtæki Kjartans Ólafssonar stjórnarformanns Arnarlax, og hins vegar tengdadóttir Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Landssambands fiskeldisstöðva frá 2016. Skyldu þau hafa setið við lyklaborðið þegar hin nýju reglugerðardrög voru samin? Það er því ekki bara að Alþingi Íslendinga hafi framselt ákvörðunarvaldið til ráðherra, heldur hefur útfærslan væntanlega verið í höndum aðila tengdum sjókvíaeldisiðnaðinum. Er nema von að spurt sé hvort Íslands sé orðið að Namibíu norðursins.Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári samþykkti Alþingi uppfærð lög um fiskeldi. Í þeim lögum framseldi Alþingi illu heilli veigamiklar ákvarðanir um fyrirkomulag sjókvíaeldis til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem átti að útfæra nánar í reglugerð. Í núgildandi reglugerð um fiskeldi er kveðið á um lágmarksfjarlægð sjókvíaeldis frá ósum laxveiðiáa. Þar er lagt bann við sjókvíaeldi innan 5 km frá laxveiðiá þar sem að jafnaði veiðast fleiri en 100 laxar og innan 15 km ef veiðin er meiri en 500 laxar. Í fyrirliggjandi drögum að nýrri reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu er lagt til að fella þessi fjarlægðarmörk niður og þar með megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa til dæmis í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska. Í skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins frá 2014 segir meðal annars um bann við laxeldi í opnum sjókvíum í námunda við laxveiðiár: „Með því að heimila eldi laxfiska ekki á ákveðnum svæðum í ákveðinni fjarlægð frá stærstu laxveiðiám er verið að draga úr líkum á því að eldisfiskur gangi upp í verðmætustu árnar“. Laxalús er einnig líkleg til að strádrepa sjógönguseiði sem ganga út nærri opnum sjókvíum. Hvernig stendur á að ráðuneytið snýr nú við blaðinu og telur ekki lengur þörf á að halda sjókvíaeldi í lágmarksfjarlægð frá ósum laxveiðiáa. Hvað hefur breyst? Jú, það vill svo til að tveir nýir starfsmenn hafa í millitíðinni verið ráðnir til ráðuneytisins til að sjá um fiskeldismál. Það er annars vegar „sérfræðingur“ sem kom beint úr starfi hjá fyrirtæki Kjartans Ólafssonar stjórnarformanns Arnarlax, og hins vegar tengdadóttir Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Landssambands fiskeldisstöðva frá 2016. Skyldu þau hafa setið við lyklaborðið þegar hin nýju reglugerðardrög voru samin? Það er því ekki bara að Alþingi Íslendinga hafi framselt ákvörðunarvaldið til ráðherra, heldur hefur útfærslan væntanlega verið í höndum aðila tengdum sjókvíaeldisiðnaðinum. Er nema von að spurt sé hvort Íslands sé orðið að Namibíu norðursins.Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar