Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 06:17 Í tilkynningu frá Icelandair segir að áhrif á flugáætlun félagsins verði óveruleg. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Icelandair gera ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing Max flugvélar félagsins næsta sumar. Það sé í ljósi nýrra frétta frá Boeing og af því ferli sem stendur nú yfir í samvinnu við alþjóða flugmálayfirvöld við að tryggja öryggi Boeing-737 MAX flugvélanna. Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt. Í tilkynningu frá Icelandair segir að áhrif á flugáætlun félagsins verði óveruleg. Það ku vera vegna ráðstafana sem félagið hefur þegar gripið til. Búið var að setja upp flugáætlun félagsins með það að leiðarljósi að takmarka áhrif frekari tafa á afléttingu kyrrsetningar flugvélanna. Þá hafi þrjár Boeing 737-800 flugvélar verið leigðar og ákveðnum fjölda Boeing 757 flugvéla verður haldið lengur í flota félagsins en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Ljóst er að fjárhagsleg áhrif áframhaldandi kyrrsetningar verða mun minni á árinu 2020 en þau voru árið 2019. Skýrist það af ofangreindum þáttum auk þess sem gengið hefur verið frá leigu viðbótar véla með meiri fyrirvara nú en árið 2019 og leigukjör því mun hagstæðari. Áhafnir Icelandair munu jafnframt fljúga leiguvélunum en ekki áhafnir leiguflugfélaga sem leigðar voru inn með skömmum fyrirvara árið 2019. Félagið hefur þannig haft tækifæri til að skipuleggja rekstur sinn með þessa sviðsmynd í huga,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að áhersla Icelandair á þessu ári verði ferðamannamarkaðinn til Íslands, eins og síðasta ár. Gert er ráð fyrir því að Icelandair flytja í það minnst jafnmarga farþega til Íslands á þessu ári og gert var á því síðasta. Icelandair og Boeing hafa tvisvar sinnum gert bráðabirgðasamkomulag um skaðabætur vegna kyrrsetningarinnar og standa nú yfir viðræður um frekari bætur. Boeing Icelandair Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Forsvarsmenn Icelandair gera ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing Max flugvélar félagsins næsta sumar. Það sé í ljósi nýrra frétta frá Boeing og af því ferli sem stendur nú yfir í samvinnu við alþjóða flugmálayfirvöld við að tryggja öryggi Boeing-737 MAX flugvélanna. Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt. Í tilkynningu frá Icelandair segir að áhrif á flugáætlun félagsins verði óveruleg. Það ku vera vegna ráðstafana sem félagið hefur þegar gripið til. Búið var að setja upp flugáætlun félagsins með það að leiðarljósi að takmarka áhrif frekari tafa á afléttingu kyrrsetningar flugvélanna. Þá hafi þrjár Boeing 737-800 flugvélar verið leigðar og ákveðnum fjölda Boeing 757 flugvéla verður haldið lengur í flota félagsins en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Ljóst er að fjárhagsleg áhrif áframhaldandi kyrrsetningar verða mun minni á árinu 2020 en þau voru árið 2019. Skýrist það af ofangreindum þáttum auk þess sem gengið hefur verið frá leigu viðbótar véla með meiri fyrirvara nú en árið 2019 og leigukjör því mun hagstæðari. Áhafnir Icelandair munu jafnframt fljúga leiguvélunum en ekki áhafnir leiguflugfélaga sem leigðar voru inn með skömmum fyrirvara árið 2019. Félagið hefur þannig haft tækifæri til að skipuleggja rekstur sinn með þessa sviðsmynd í huga,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að áhersla Icelandair á þessu ári verði ferðamannamarkaðinn til Íslands, eins og síðasta ár. Gert er ráð fyrir því að Icelandair flytja í það minnst jafnmarga farþega til Íslands á þessu ári og gert var á því síðasta. Icelandair og Boeing hafa tvisvar sinnum gert bráðabirgðasamkomulag um skaðabætur vegna kyrrsetningarinnar og standa nú yfir viðræður um frekari bætur.
Boeing Icelandair Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira