Segja líkindi með ellefu ára gömlu flugslysi og MAX-flugslysunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2020 14:00 Frá vettvangi flugslyssins árið 2009. Vísir/EPA Rannsókn New York Times á gögnum og skýrslum í tengslum við flugslys sem varð í febrúar 2009 er sögð í frétt blaðsins leiða í ljós ýmis líkindi með flugslysinu og flugslysunum sem urðu til þess að flugbann var sett á Boeing 737 MAX vélarnar á síðasta ári. Flugslysið sem um ræðir varð rétt fyrir utan Amsterdam fyrir ellefu árum síðan. Boeing 737 NG flugvél Turkish Airlines brotlenti í aðflugi að Schiphol-flugvellinum með þeim afleiðingum að níu létust, þar af allir þrír flugmennirnir.Í frétt New York Times segir að rannsókn hollensku flugöryggisnefndarinnar hafi að mestu skellt sökinni á flugmennina fyrir að hafa ekki brugðist rétt við þegar sjálfvirkt kerfi í flugvélinni greip inn í. Var það til þess að flugvélin missti hraða og brotlenti að lokum. Töldu að flugmenn ættu að geta brugðist við Blaðamenn New York Times hafa hins vegar legið yfir gögnum málsins, ásamt sérfræðingum í flugöryggi. Í frétt blaðsins er því haldið fram að þrýstingur frá bandaríska teyminu, sem innihélt fulltrúa Boeing og bandarískra flugmálayfirvalda, sem kom að rannsókn flugslyssins á hollensku flugöryggisnefndina hafi gert það að verkum að gagnrýni á Boeing og hönnun flugvélarinnar vegna slyssins hafi verið sleppt úr lokaskýrsluna eða minna hafi verið gert úr henni. Þess í stað hafi meiri áhersla verið lögð á þátt flugmannanna í flugslysinu Í grein New York Times segir að líkindin á milli flugslysanna árið 2009 annars vegar og 2018 og 2019 hins vegar megi rekja til þess að í öll skipti hafi galli í einum nema, þó ekki þeim sama, hrundið af stað sjálfvirku ferli sem flugmennirnir réðu ekki við. Það hafi að lokum endað með ósköpum. Er það dregið fram að árið 2009, líkt og nú, hafi Boeing talið að ef nemarnir myndu bila gætu flugmenn brugðist við. Þá er einnig nefnt að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafi krafið Boeing um hugbúnaðaruppfærslu til að laga vandamálið, líkt og nú. Boeing segir grundvallarmun á orsökum flugslysanna Sérfræðingur í flugöryggi sem ræðir við New York Times segir að bilunin í nemanum sem hrundið hafi að stað atburðarrásinni árið 2009 hafi átt að hvetja Boeing til að tryggja það í framtíðinni að einn bilaður nemi gæti ekki hrundið sjálfvirku ferli af stað sem gæti reynst erfitt fyrir flugmenn að átta sig á. Þar sem bandaríska teyminu hafi tekist að draga úr því að vandamálið væri ofarlega á blaði í lokaskýrslu hollensku flugöryggisnefndarinnar hafi það ekki hlotið nægjanlega athygli. Í raun hafi því verið grafið yfir vandamálið í hönnun flugvélarinnar. Í yfirlýsingu frá Boeing vegna fréttarinnar segir að grundvallarmunur sé á orsökum flugslysanna. Þá segir formaður bandaríska teymisins sem kom að rannsókn flugslyssins 2009 að ekkert óeðlilegt sé við það að teymið hafi farið fram á að gerðar hafi verið breytingar á lokaskýrslunni. Formaðurinn, sem nú fer fyrir rannsókn samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna á MAX-vélunum, viðurkennir þó að bilun í einum nema hafi átt sinn þátt í flugslysunum þremur. Hann varaði þó við því að lesa of mikið í það.Ítarlega frétt New York Times um málið má lesa hér. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Boeing rekinn Stjórn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hefur ákveðið að skipta um forstjóra. 23. desember 2019 14:55 Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39 Dauðsföllum í flugslysum í farþegaflugi fækkaði um helming Á síðasta ári létust 257 í flugslysum stórra farþegavéla samanborið við 534 árið 2018. 2. janúar 2020 07:41 737 MAX: „Hönnuð af trúðum undir stjórn apa“ Starfsmenn Boeing voru ekki ánægðir með hönnun 737 MAX flugvélanna og börðust gegn því að flugmenn yrðu skilyrtir í sérstaka flughermaþjálfun vegna flugvélanna. 10. janúar 2020 08:56 Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. 17. desember 2019 22:18 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Rannsókn New York Times á gögnum og skýrslum í tengslum við flugslys sem varð í febrúar 2009 er sögð í frétt blaðsins leiða í ljós ýmis líkindi með flugslysinu og flugslysunum sem urðu til þess að flugbann var sett á Boeing 737 MAX vélarnar á síðasta ári. Flugslysið sem um ræðir varð rétt fyrir utan Amsterdam fyrir ellefu árum síðan. Boeing 737 NG flugvél Turkish Airlines brotlenti í aðflugi að Schiphol-flugvellinum með þeim afleiðingum að níu létust, þar af allir þrír flugmennirnir.Í frétt New York Times segir að rannsókn hollensku flugöryggisnefndarinnar hafi að mestu skellt sökinni á flugmennina fyrir að hafa ekki brugðist rétt við þegar sjálfvirkt kerfi í flugvélinni greip inn í. Var það til þess að flugvélin missti hraða og brotlenti að lokum. Töldu að flugmenn ættu að geta brugðist við Blaðamenn New York Times hafa hins vegar legið yfir gögnum málsins, ásamt sérfræðingum í flugöryggi. Í frétt blaðsins er því haldið fram að þrýstingur frá bandaríska teyminu, sem innihélt fulltrúa Boeing og bandarískra flugmálayfirvalda, sem kom að rannsókn flugslyssins á hollensku flugöryggisnefndina hafi gert það að verkum að gagnrýni á Boeing og hönnun flugvélarinnar vegna slyssins hafi verið sleppt úr lokaskýrsluna eða minna hafi verið gert úr henni. Þess í stað hafi meiri áhersla verið lögð á þátt flugmannanna í flugslysinu Í grein New York Times segir að líkindin á milli flugslysanna árið 2009 annars vegar og 2018 og 2019 hins vegar megi rekja til þess að í öll skipti hafi galli í einum nema, þó ekki þeim sama, hrundið af stað sjálfvirku ferli sem flugmennirnir réðu ekki við. Það hafi að lokum endað með ósköpum. Er það dregið fram að árið 2009, líkt og nú, hafi Boeing talið að ef nemarnir myndu bila gætu flugmenn brugðist við. Þá er einnig nefnt að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafi krafið Boeing um hugbúnaðaruppfærslu til að laga vandamálið, líkt og nú. Boeing segir grundvallarmun á orsökum flugslysanna Sérfræðingur í flugöryggi sem ræðir við New York Times segir að bilunin í nemanum sem hrundið hafi að stað atburðarrásinni árið 2009 hafi átt að hvetja Boeing til að tryggja það í framtíðinni að einn bilaður nemi gæti ekki hrundið sjálfvirku ferli af stað sem gæti reynst erfitt fyrir flugmenn að átta sig á. Þar sem bandaríska teyminu hafi tekist að draga úr því að vandamálið væri ofarlega á blaði í lokaskýrslu hollensku flugöryggisnefndarinnar hafi það ekki hlotið nægjanlega athygli. Í raun hafi því verið grafið yfir vandamálið í hönnun flugvélarinnar. Í yfirlýsingu frá Boeing vegna fréttarinnar segir að grundvallarmunur sé á orsökum flugslysanna. Þá segir formaður bandaríska teymisins sem kom að rannsókn flugslyssins 2009 að ekkert óeðlilegt sé við það að teymið hafi farið fram á að gerðar hafi verið breytingar á lokaskýrslunni. Formaðurinn, sem nú fer fyrir rannsókn samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna á MAX-vélunum, viðurkennir þó að bilun í einum nema hafi átt sinn þátt í flugslysunum þremur. Hann varaði þó við því að lesa of mikið í það.Ítarlega frétt New York Times um málið má lesa hér.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Boeing rekinn Stjórn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hefur ákveðið að skipta um forstjóra. 23. desember 2019 14:55 Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39 Dauðsföllum í flugslysum í farþegaflugi fækkaði um helming Á síðasta ári létust 257 í flugslysum stórra farþegavéla samanborið við 534 árið 2018. 2. janúar 2020 07:41 737 MAX: „Hönnuð af trúðum undir stjórn apa“ Starfsmenn Boeing voru ekki ánægðir með hönnun 737 MAX flugvélanna og börðust gegn því að flugmenn yrðu skilyrtir í sérstaka flughermaþjálfun vegna flugvélanna. 10. janúar 2020 08:56 Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. 17. desember 2019 22:18 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forstjóri Boeing rekinn Stjórn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hefur ákveðið að skipta um forstjóra. 23. desember 2019 14:55
Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39
Dauðsföllum í flugslysum í farþegaflugi fækkaði um helming Á síðasta ári létust 257 í flugslysum stórra farþegavéla samanborið við 534 árið 2018. 2. janúar 2020 07:41
737 MAX: „Hönnuð af trúðum undir stjórn apa“ Starfsmenn Boeing voru ekki ánægðir með hönnun 737 MAX flugvélanna og börðust gegn því að flugmenn yrðu skilyrtir í sérstaka flughermaþjálfun vegna flugvélanna. 10. janúar 2020 08:56
Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. 17. desember 2019 22:18