Wuhan-veiran komin til Taívan og sex dánir Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2020 11:37 Öryggisvörður kannar hitastig konu sem er á leið í flug á alþjóðaflugvellinum í Wuhan. AP/Dake Kang Yfirvöld Taívan hafa staðfest að taívönsk kona hefur smitast af kórónaveirunni sem dreifst hefur um Kína síðustu daga. Veiran hefur verið kennd við borgina Wuhan í Kína þar sem fyrstu tilfellin litu dagsins ljós en konan frá Taívan er nýkomin heim úr vinnuferð til Wuhan. Vitað er að tæplega 300 manns hafa smitast og hefur verið staðfest að veiran geti borist á milli manna. Minnst sex eru nú látnir vegna veirunnar. Einnig hefur fólk frá Taílandi, Japan og Suður-Kóreu smitast af veirunni. Öll þeirra höfðu nýverið ferðast til Wuhan. Þá hefur ástralskur maður verið settur í einangrun á meðan rannsóknir fyrir fram. Samkvæmt frétt BBC er talið mögulegt að veiran tengist sjávarmarkaði í borginni, þar sem lifandi dýr eru einnig seld. Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar munu koma saman á morgun og ræða hvort lýsa eigi fyrir alþjóðlegu neyðarástandi. Það yrði þá til marks um að þörf væri á umfangsmiklum og samræmdum aðgerðum. Yfirvöld margra ríkja í nálægð við Kína hafa tilkynnt hertara eftirlit með kínverskum ferðalöngum. Þó er óttast að útbreiðsla veirunnar muni aukast á næstu dögum þar sem margir Kínverjar munu leggja land undir fót vegna nýárshátíðar þar í landi. Ríkisstjórn Kína hefur varið héraðsstjórar og borgarstjórnir gegn því að halda upplýsingum um smit leyndum og segja að það gæti gert ástandið mun verra. Nauðsynlegt sé að halda íbúum og öðrum upplýstum. Útbreiðsla veirunnar minnir að mörgu leyti á fuglaflensuna, sem 774 dóu vegna á fyrrihluta fyrsta áratugar aldarinnar. Báðar veirurnar eru kórónaveirur og þykja náskyldar. Kína Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00 Staðfesta smit manna á milli Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. 21. janúar 2020 07:01 Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Yfirvöld Taívan hafa staðfest að taívönsk kona hefur smitast af kórónaveirunni sem dreifst hefur um Kína síðustu daga. Veiran hefur verið kennd við borgina Wuhan í Kína þar sem fyrstu tilfellin litu dagsins ljós en konan frá Taívan er nýkomin heim úr vinnuferð til Wuhan. Vitað er að tæplega 300 manns hafa smitast og hefur verið staðfest að veiran geti borist á milli manna. Minnst sex eru nú látnir vegna veirunnar. Einnig hefur fólk frá Taílandi, Japan og Suður-Kóreu smitast af veirunni. Öll þeirra höfðu nýverið ferðast til Wuhan. Þá hefur ástralskur maður verið settur í einangrun á meðan rannsóknir fyrir fram. Samkvæmt frétt BBC er talið mögulegt að veiran tengist sjávarmarkaði í borginni, þar sem lifandi dýr eru einnig seld. Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar munu koma saman á morgun og ræða hvort lýsa eigi fyrir alþjóðlegu neyðarástandi. Það yrði þá til marks um að þörf væri á umfangsmiklum og samræmdum aðgerðum. Yfirvöld margra ríkja í nálægð við Kína hafa tilkynnt hertara eftirlit með kínverskum ferðalöngum. Þó er óttast að útbreiðsla veirunnar muni aukast á næstu dögum þar sem margir Kínverjar munu leggja land undir fót vegna nýárshátíðar þar í landi. Ríkisstjórn Kína hefur varið héraðsstjórar og borgarstjórnir gegn því að halda upplýsingum um smit leyndum og segja að það gæti gert ástandið mun verra. Nauðsynlegt sé að halda íbúum og öðrum upplýstum. Útbreiðsla veirunnar minnir að mörgu leyti á fuglaflensuna, sem 774 dóu vegna á fyrrihluta fyrsta áratugar aldarinnar. Báðar veirurnar eru kórónaveirur og þykja náskyldar.
Kína Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00 Staðfesta smit manna á milli Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. 21. janúar 2020 07:01 Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00
Staðfesta smit manna á milli Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. 21. janúar 2020 07:01
Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09