Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2020 11:30 KR-ingar fljúga til Glasgow á eftir og mæta stórliði Celtic annað kvöld. VÍSIR/BÁRA KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. KR-ingar þurfa ekki frekar en aðrir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til Glasgow í dag. Þangað ferðast þeir með leiguflugi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld og samkvæmt flugáætlun verða Íslandsmeistararnir ekki komnir heim fyrr en eftir miðnætti annað kvöld, þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi á Íslandi. Þeir eiga stórleik við Val á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætti er nú verið að skoða hvort knattspyrnuliðum verði veitt sérstök undanþága frá nýju sóttkvíarreglunum. Leikmenn Víkings R. og Breiðabliks verða í sömu sporum og KR-ingar síðar í þessum mánuði, FH fær lið Dunajská Streda í heimsókn frá Slóvakíu, og landsleikur Íslands og Englands er á Laugardalsvelli 5. september, svo dæmi séu nefnd. Vonast til að strangar reglur UEFA hjálpi Í öllum þessum leikjum er farið eftir sérstöku regluverki UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna kórónuveirufaraldursins. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar standa vonir til þess að hið stranga regluverk UEFA muni hjálpa til við að fá undanþágu fyrir knattspyrnuliðin. Regluverk UEFA felur meðal annars í sér að leikmenn KR og Celtic verða allir að fara í próf fyrir veirunni. KR-ingar ferðast í sótthreinsaðri rútu frá flugvellinum ytra og beint á hótel sitt þar sem þeir hafa eina hæð og matsal út af fyrir sig. Einu ferðir manna af hótelinu verða með rútu á leikvang Celtic til æfingar í dag, og vegna leiksins á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum. Stórleikur við Val handan við hornið og Kristinn klár í slaginn Í samtali við Vísi sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, ekki koma til greina að hætta við að spila leikinn vegna nýju reglanna um sóttkví. Hann, eins og aðrir KR-ingar, vonast til að undanþága fáist á næsta sólarhring. Næsti leikur KR eftir Skotlandsferðina er stórleikurinn við topplið Vals sem áætlað er að fari fram næsta laugardag. Kristinn Jónsson, einn lykilmanna KR, er í leikmannahópnum sem fer til Skotlands og æfði með liðinu í gær eftir að hafa farið meiddur af velli í leiknum við FH á föstudag. KR KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. KR-ingar þurfa ekki frekar en aðrir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til Glasgow í dag. Þangað ferðast þeir með leiguflugi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld og samkvæmt flugáætlun verða Íslandsmeistararnir ekki komnir heim fyrr en eftir miðnætti annað kvöld, þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi á Íslandi. Þeir eiga stórleik við Val á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætti er nú verið að skoða hvort knattspyrnuliðum verði veitt sérstök undanþága frá nýju sóttkvíarreglunum. Leikmenn Víkings R. og Breiðabliks verða í sömu sporum og KR-ingar síðar í þessum mánuði, FH fær lið Dunajská Streda í heimsókn frá Slóvakíu, og landsleikur Íslands og Englands er á Laugardalsvelli 5. september, svo dæmi séu nefnd. Vonast til að strangar reglur UEFA hjálpi Í öllum þessum leikjum er farið eftir sérstöku regluverki UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna kórónuveirufaraldursins. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar standa vonir til þess að hið stranga regluverk UEFA muni hjálpa til við að fá undanþágu fyrir knattspyrnuliðin. Regluverk UEFA felur meðal annars í sér að leikmenn KR og Celtic verða allir að fara í próf fyrir veirunni. KR-ingar ferðast í sótthreinsaðri rútu frá flugvellinum ytra og beint á hótel sitt þar sem þeir hafa eina hæð og matsal út af fyrir sig. Einu ferðir manna af hótelinu verða með rútu á leikvang Celtic til æfingar í dag, og vegna leiksins á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum. Stórleikur við Val handan við hornið og Kristinn klár í slaginn Í samtali við Vísi sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, ekki koma til greina að hætta við að spila leikinn vegna nýju reglanna um sóttkví. Hann, eins og aðrir KR-ingar, vonast til að undanþága fáist á næsta sólarhring. Næsti leikur KR eftir Skotlandsferðina er stórleikurinn við topplið Vals sem áætlað er að fari fram næsta laugardag. Kristinn Jónsson, einn lykilmanna KR, er í leikmannahópnum sem fer til Skotlands og æfði með liðinu í gær eftir að hafa farið meiddur af velli í leiknum við FH á föstudag.
KR KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30
Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30