Menningarveturinn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 14:15 Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa. Að því loknu tekur önnur skimun við áður en fólk er frjálst ferða sinna um landið. Þessi ákvörðun - sem ég efast ekki um að hefur verið umdeild innan ríkisstjórnarinnar og öllum mjög erfið - er enn eitt rothöggið fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Á endanum líka, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, fyrir allt samfélagið. Það munu fáir, ef einhverjir, „venjulegir“ ferðamenn, sem dvelja að meðaltali 7-8 nætur á landinu, koma til landsins til að dúsa innilokaðir megnið af ferðinni. Það er hreinn barnaskapur að halda að svo verði. Í raun hefði það ekki skipt nokkru máli fyrir ferðaþjónustuna ef gengið hefði verið alla leið og allir skikkaðir í 14 daga sóttkví - sem hlýtur að vera besta vörnin, ef markmiðið er að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sem þó er af þeim sem best þekkja til, talið vonlaust. Grafalvarleg staða Vinnubrögð okkar Íslendinga hvað sóttvarnir snertir, hafa verið til eftirbreytni hingað til og fullkomið traust ríkt á milli borgaranna og yfirvalda. En að sjálfsögðu þurftu stjórnvöld á einhverjum tímapunkti að stíga inn og taka ábyrgð á ástandinu. Þá er allt í einu ekki lengur hægt „að lifa með veirunni“ og taka persónulega ábyrgð á eigin smitvörnum, eins og fólk var farið að búa sig undir, heldur gripið til róttækustu sóttvarnaraðgerða í Evrópu. Kostnaðar- og ábatamat vafasamt og umdeilt. Þrýstingur úr mörgum áttum. Kosningar framundan. Og með einu handtaki skrúfað fyrir stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina í leiðinni. Líkt og veiðar á íslenskum fiskimiðum hefðu verið stöðvaðar. Nú tekur við annað tímabil afbókana og endurgreiðslna, aukin óvissa um framtíðina, og síðast en ekki síst algert uppnám hvað varðar endurráðningar starfsfólks í greininni - sem er fyrir þá sem ekki vita, er flest að vinna á uppsagnarfresti. Tugir þúsunda starfsmanna um allt land við það að hengja sig á húninn hjá Vinnumálastofnun. Fjöldagjaldþrot nú enn raunhæfari möguleiki en fyrir nokkrum dögum. Afleiðingarnar á afkomu, líkamlega og andlega heilsu þeirra sem fyrir verða, fyrirsjáanlegar, þeim sem vilja sjá. Nær að tala um frostavetur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skrifaði merkilegan pistil í Morgunblaðið, laugardaginn 15. ágúst. Sá bar heitið „Virkni mikilvægust“. Þar fjallar Lilja um menningarþjóðina sem getur ekki látið sóttvarnartakmarkanir stöðva sig í því að njóta menningar og lista og boðar lausnir og tilslakanir til að auka „menningarvirkni“. Hún segir að þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður sé staðan almennt góð. Atvinnustig sé betra en óttast var og kaupmáttur og einkaneysla meiri. Tilvalið sé að fylgja íslenska (niðurgreidda) ferðasumrinu eftir með íslenskum menningarvetri. Ég er hjartanlega sammála Lilju um að listir og menning gefa lífinu gildi og eru mikilvægar í samfélaginu. Menning og listir eru líkt og ferðaþjónusta samofnar samfélaginu. Ég er líka sammála Lilju í því að virkni er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Hins vegar er það deginum ljósara að svikalogn sumarsins er nú að renna sitt skeið á enda. Það stöðvaðist endanlega við nýjustu tíðindin af stjórnarheimilinu. Að óbreyttu mun atvinnustigið innan skamms verða miklu verra en óttast var. Kaupmáttur mun minnka og einkaneysla óhjákvæmilega dragast saman, samhliða lægri ráðstöfunartekjum stórs hluta starfsmanna á almennum markaði. Eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vörum og þjónustu mun stöðvast. Virkni mun almennt líklega minnka. Vandamál sem sumir telja að einskorðist við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki verða almenn. Hvort menningarveturinn hennar Lilju Alfreðsdóttur nái að vega þar upp á móti, leyfi ég mer að stórefast um. Kannski væri nær að byrja að búa sig undir frostavetur. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa. Að því loknu tekur önnur skimun við áður en fólk er frjálst ferða sinna um landið. Þessi ákvörðun - sem ég efast ekki um að hefur verið umdeild innan ríkisstjórnarinnar og öllum mjög erfið - er enn eitt rothöggið fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Á endanum líka, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, fyrir allt samfélagið. Það munu fáir, ef einhverjir, „venjulegir“ ferðamenn, sem dvelja að meðaltali 7-8 nætur á landinu, koma til landsins til að dúsa innilokaðir megnið af ferðinni. Það er hreinn barnaskapur að halda að svo verði. Í raun hefði það ekki skipt nokkru máli fyrir ferðaþjónustuna ef gengið hefði verið alla leið og allir skikkaðir í 14 daga sóttkví - sem hlýtur að vera besta vörnin, ef markmiðið er að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sem þó er af þeim sem best þekkja til, talið vonlaust. Grafalvarleg staða Vinnubrögð okkar Íslendinga hvað sóttvarnir snertir, hafa verið til eftirbreytni hingað til og fullkomið traust ríkt á milli borgaranna og yfirvalda. En að sjálfsögðu þurftu stjórnvöld á einhverjum tímapunkti að stíga inn og taka ábyrgð á ástandinu. Þá er allt í einu ekki lengur hægt „að lifa með veirunni“ og taka persónulega ábyrgð á eigin smitvörnum, eins og fólk var farið að búa sig undir, heldur gripið til róttækustu sóttvarnaraðgerða í Evrópu. Kostnaðar- og ábatamat vafasamt og umdeilt. Þrýstingur úr mörgum áttum. Kosningar framundan. Og með einu handtaki skrúfað fyrir stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina í leiðinni. Líkt og veiðar á íslenskum fiskimiðum hefðu verið stöðvaðar. Nú tekur við annað tímabil afbókana og endurgreiðslna, aukin óvissa um framtíðina, og síðast en ekki síst algert uppnám hvað varðar endurráðningar starfsfólks í greininni - sem er fyrir þá sem ekki vita, er flest að vinna á uppsagnarfresti. Tugir þúsunda starfsmanna um allt land við það að hengja sig á húninn hjá Vinnumálastofnun. Fjöldagjaldþrot nú enn raunhæfari möguleiki en fyrir nokkrum dögum. Afleiðingarnar á afkomu, líkamlega og andlega heilsu þeirra sem fyrir verða, fyrirsjáanlegar, þeim sem vilja sjá. Nær að tala um frostavetur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skrifaði merkilegan pistil í Morgunblaðið, laugardaginn 15. ágúst. Sá bar heitið „Virkni mikilvægust“. Þar fjallar Lilja um menningarþjóðina sem getur ekki látið sóttvarnartakmarkanir stöðva sig í því að njóta menningar og lista og boðar lausnir og tilslakanir til að auka „menningarvirkni“. Hún segir að þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður sé staðan almennt góð. Atvinnustig sé betra en óttast var og kaupmáttur og einkaneysla meiri. Tilvalið sé að fylgja íslenska (niðurgreidda) ferðasumrinu eftir með íslenskum menningarvetri. Ég er hjartanlega sammála Lilju um að listir og menning gefa lífinu gildi og eru mikilvægar í samfélaginu. Menning og listir eru líkt og ferðaþjónusta samofnar samfélaginu. Ég er líka sammála Lilju í því að virkni er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Hins vegar er það deginum ljósara að svikalogn sumarsins er nú að renna sitt skeið á enda. Það stöðvaðist endanlega við nýjustu tíðindin af stjórnarheimilinu. Að óbreyttu mun atvinnustigið innan skamms verða miklu verra en óttast var. Kaupmáttur mun minnka og einkaneysla óhjákvæmilega dragast saman, samhliða lægri ráðstöfunartekjum stórs hluta starfsmanna á almennum markaði. Eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vörum og þjónustu mun stöðvast. Virkni mun almennt líklega minnka. Vandamál sem sumir telja að einskorðist við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki verða almenn. Hvort menningarveturinn hennar Lilju Alfreðsdóttur nái að vega þar upp á móti, leyfi ég mer að stórefast um. Kannski væri nær að byrja að búa sig undir frostavetur. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun