LeBron og Giannis búnir að kjósa í liðin sín og annað liðið er talsvert sterkara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 15:30 Giannis Antetokounmpo og LeBron James eru fyrirliðar liðanna eins og í fyrra. Getty/Andrew D. Bernstein Giannis Antetokounmpo og LeBron James kusu í nótt í liðin sín í Stjörnuleik NBA deildarinnar í körfubolta en þeir fengu flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuliðin í ár og eru fyrirliðar liðanna í ár. LeBron James fékk flest atkvæði og byrjaði því að velja. Hann valdi fyrstan Anthony Davis, liðsfélaga sinn hjá Los Angeles Lakers. Giannis Antetokounmpo valdi Joel Embiid fyrstan í sitt lið en LeBron James tók síðan manninn sem vildi ekki koma til hans í sumar, nefnilega Kawhi Leonard. Leonard fór frekar í Los Angeles Clippers en í Lakers. LeBron James makes his Lakers teammate, Anthony Davis, the first pick in the All-Star draft. https://t.co/nKZoqtw2c5pic.twitter.com/UNApbgPMiE— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 7, 2020 Luka Doncic, James Harden, Damian Lillard og Nikola Jokic eru líka í liði LeBron James sem virðist nú vera nokkuð sterkara á pappírnum. Giannis valdi Pascal Siakam númer tvö og Kemba Walker númer þrjú en tók síðan nýliðann Trae Young í fórðu umferð. Báðir sögðust þeir vera ánægðir með liðin sín en flestir geta verið sammála um það að það verði erfitt fyrir lið Giannis Antetokounmpo að stoppa stjörnuprýtt lið LeBron James í þessum leik. A look at Team LeBron vs. Team Giannis on paper #NBAAllStarpic.twitter.com/pwzMKE28Zu— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Lið LeBrons James mun spila í treyjum númer tvö til minningar um Gigi Bryant en lið Giannis Antetokounmpo mun spila í treyju númer 24 til minningar um Kobe Bryant. Þetta verður heldur ekki venjulegur Stjörnuleikur því stigaskorið fer aftur niður í 0-0 fyrir annan og þriðja leikhluta. Fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír mismundandi leikir. Það verður síðan spilað upp í stigatölu í lokaleikhlutanum sem er þá samanlagt skor hjá stigahærra liðinu plús 24 til heiðurs Kobe Bryant. Klukkan er ekki í gangi í fjórða leikhluta en það lið sem nær upp í stigatöluna á undan vinnur. The All-Star rosters as drafted by @KingJames and @Giannis_An34 ... pic.twitter.com/GOyY8dXFOm— Marc Stein (@TheSteinLine) February 7, 2020 Lið LeBrons James í Stjörnuleiknum Val 1 Anthony Davis Val 3 Kawhi Leonard Val 5 Luka Doncic Val 7 James Harden Val 10 Damian Lillard Val 12 Ben Simmons Val 14 Nikola Jokic Val 16 Jayson Tatum Val 18 Chris Paul Val 20 Russell Westbrook Val 22 Domantas SabonisLið Giannis Antetokounmpo í Stjörnuleiknum Val 2 Joel Embiid Val 4 Pascal Siakam Val 6 Kemba Walker Val 8 Trae Young Val 9 Khris Middleton Val 11 Bam Adebayo Val 13 Rudy Gobert Val 15 Jimmy Butler Val 17 Kyle Lowry Val 19 Brandon Ingram Val 21 Donovan Mitchell NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Giannis Antetokounmpo og LeBron James kusu í nótt í liðin sín í Stjörnuleik NBA deildarinnar í körfubolta en þeir fengu flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuliðin í ár og eru fyrirliðar liðanna í ár. LeBron James fékk flest atkvæði og byrjaði því að velja. Hann valdi fyrstan Anthony Davis, liðsfélaga sinn hjá Los Angeles Lakers. Giannis Antetokounmpo valdi Joel Embiid fyrstan í sitt lið en LeBron James tók síðan manninn sem vildi ekki koma til hans í sumar, nefnilega Kawhi Leonard. Leonard fór frekar í Los Angeles Clippers en í Lakers. LeBron James makes his Lakers teammate, Anthony Davis, the first pick in the All-Star draft. https://t.co/nKZoqtw2c5pic.twitter.com/UNApbgPMiE— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 7, 2020 Luka Doncic, James Harden, Damian Lillard og Nikola Jokic eru líka í liði LeBron James sem virðist nú vera nokkuð sterkara á pappírnum. Giannis valdi Pascal Siakam númer tvö og Kemba Walker númer þrjú en tók síðan nýliðann Trae Young í fórðu umferð. Báðir sögðust þeir vera ánægðir með liðin sín en flestir geta verið sammála um það að það verði erfitt fyrir lið Giannis Antetokounmpo að stoppa stjörnuprýtt lið LeBron James í þessum leik. A look at Team LeBron vs. Team Giannis on paper #NBAAllStarpic.twitter.com/pwzMKE28Zu— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Lið LeBrons James mun spila í treyjum númer tvö til minningar um Gigi Bryant en lið Giannis Antetokounmpo mun spila í treyju númer 24 til minningar um Kobe Bryant. Þetta verður heldur ekki venjulegur Stjörnuleikur því stigaskorið fer aftur niður í 0-0 fyrir annan og þriðja leikhluta. Fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír mismundandi leikir. Það verður síðan spilað upp í stigatölu í lokaleikhlutanum sem er þá samanlagt skor hjá stigahærra liðinu plús 24 til heiðurs Kobe Bryant. Klukkan er ekki í gangi í fjórða leikhluta en það lið sem nær upp í stigatöluna á undan vinnur. The All-Star rosters as drafted by @KingJames and @Giannis_An34 ... pic.twitter.com/GOyY8dXFOm— Marc Stein (@TheSteinLine) February 7, 2020 Lið LeBrons James í Stjörnuleiknum Val 1 Anthony Davis Val 3 Kawhi Leonard Val 5 Luka Doncic Val 7 James Harden Val 10 Damian Lillard Val 12 Ben Simmons Val 14 Nikola Jokic Val 16 Jayson Tatum Val 18 Chris Paul Val 20 Russell Westbrook Val 22 Domantas SabonisLið Giannis Antetokounmpo í Stjörnuleiknum Val 2 Joel Embiid Val 4 Pascal Siakam Val 6 Kemba Walker Val 8 Trae Young Val 9 Khris Middleton Val 11 Bam Adebayo Val 13 Rudy Gobert Val 15 Jimmy Butler Val 17 Kyle Lowry Val 19 Brandon Ingram Val 21 Donovan Mitchell
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira