„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona“ Andri Eysteinsson skrifar 1. febrúar 2020 14:23 Vala og Siggi, sigurvegarar Allir Geta Dansað. Vísir/Marinó Flóvent Útvarpskonan Vala Eiríks og dansherra hennar, Sigurður Már Atlason báru sigur úr býtum í annarri þáttaröð skemmtiþáttarins Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga á úrslitakvöldinu en dansaðir voru tveir dansar og fengu þau tíu frá öllum þremur dómurunum fyrir bæði atriðin.Siggi og Vala mættu til þeirra Einars og Svavars í morgunþættinum Bakaríinu á Bylgjunni þar sem þau gerðu upp samvinnuna.„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona, við vorum bara ánægð með að vera komin í úrslitin. Við hefðum labbað sátt frá borði sama hvað. Þetta er ekki það sem við héldum að myndi gerast en við erum mjög glöð að það gerðist,“ sagði Vala um úrslitin en í útsendingunni mátti sjá að úrslitin komu dansparinu mjög á óvart. Umgjörðin í fyrra atriði þeirra Völu og Sigga var glæsileg en þar dönsuðu þau Quickstep með fjölda aukaleikara og leikmuna á gólfinu. „Við ætluðum að byrja með tvo stráka og tvær stelpur með okkur, svo hugsuðum við. Af hverju erum við ekki með hljómsveit líka. Mér fannst það gera atriðið,“ sagði Sigurður Már sem uppljóstraði svo hvernig nemandi Vala sé. „Hún er rosalega opin og líbó. Það er erfitt að vera strangur við hana. Hún hlustar vel og gefst aldrei upp, hún vill aldrei auðvelda hlutina,“ sagði Sigurður Már og sagði Völu ekki taka það í mál að auðvelda atriðið þegar eitthvað gengur ekki vel á æfingum. Keppendur í Allir geta dansað hafa margir hverjir haft orð á því að líðan þeirra hafi stórbatnað við þátttökuna. Vala er sama sinnis. „Ég hef hugsað rosalega vel um mig síðastliðin ár, hreyfingarlega séð, en ég finn gríðarlegan mun. Maður brennir meira og samhliða því drekkur maður meira vatn, borða hollar og sef betur,“ sagði Vala og bætti við að henni hafi aldrei liðið betur í eigin skinni. Mikill tími fór í æfingar en þau Vala og Siggi sögðu að á virkum dögum færu að meðaltali fjórir klukkutímar á dag í æfingar. Þar sem þau séu bæði að vinna á virkum dögum, Vala sem útvarpskona á FM957 og Sigurður sem tölvunarfræðingur, hafi þau ákveðið að taka helgarnar með trompi og hafi æfingarnar þá orðið lengri. Seinna atriði þeirra var Paso Doble við lagið Don‘t let me be misunderstood sem þau dönsuðu einnig í fimmta þætti. Á því augnabliki sem sigurvegararnir voru tilkynntir.Stöð 2 Þrátt fyrir að hafa hlotið fullt hús stiga frá dómurunum, þeim Selmu Björnsdóttur, Kareni Reeve og Jóhanni Gunnari Arnarsyni, var ekkert í hendi þar sem að einkunnir dómara giltu ekki í lokaúrslitum. Þar ræð símakosningin lögum og lofum. Áhorfendur virtust hafa sama dálæti á atriðum Sigurðar og Völu því þau báru sigur úr býtum í símakosningunni og eru því sigurvegarar annarrar þáttaraðar Allir Geta Dansað.Vala hafði orð á því að um væri að ræða fyrsta bikarinn sem hún hafi nokkurn tímann unnið. Í Bakaríinu gekk hún svo langt að segja að hún muni taka bikarinn með sér, hvert sem hún ferð. „Ég ætla að hafa hann með mér allt sem ég fer, í bankann líka,“ sagði Vala Eiríks, sigurvegari Allir Geta Dansað, kampakát og sigurreif á Bylgjunni í morgun. Allir geta dansað Dans Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira
Útvarpskonan Vala Eiríks og dansherra hennar, Sigurður Már Atlason báru sigur úr býtum í annarri þáttaröð skemmtiþáttarins Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga á úrslitakvöldinu en dansaðir voru tveir dansar og fengu þau tíu frá öllum þremur dómurunum fyrir bæði atriðin.Siggi og Vala mættu til þeirra Einars og Svavars í morgunþættinum Bakaríinu á Bylgjunni þar sem þau gerðu upp samvinnuna.„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona, við vorum bara ánægð með að vera komin í úrslitin. Við hefðum labbað sátt frá borði sama hvað. Þetta er ekki það sem við héldum að myndi gerast en við erum mjög glöð að það gerðist,“ sagði Vala um úrslitin en í útsendingunni mátti sjá að úrslitin komu dansparinu mjög á óvart. Umgjörðin í fyrra atriði þeirra Völu og Sigga var glæsileg en þar dönsuðu þau Quickstep með fjölda aukaleikara og leikmuna á gólfinu. „Við ætluðum að byrja með tvo stráka og tvær stelpur með okkur, svo hugsuðum við. Af hverju erum við ekki með hljómsveit líka. Mér fannst það gera atriðið,“ sagði Sigurður Már sem uppljóstraði svo hvernig nemandi Vala sé. „Hún er rosalega opin og líbó. Það er erfitt að vera strangur við hana. Hún hlustar vel og gefst aldrei upp, hún vill aldrei auðvelda hlutina,“ sagði Sigurður Már og sagði Völu ekki taka það í mál að auðvelda atriðið þegar eitthvað gengur ekki vel á æfingum. Keppendur í Allir geta dansað hafa margir hverjir haft orð á því að líðan þeirra hafi stórbatnað við þátttökuna. Vala er sama sinnis. „Ég hef hugsað rosalega vel um mig síðastliðin ár, hreyfingarlega séð, en ég finn gríðarlegan mun. Maður brennir meira og samhliða því drekkur maður meira vatn, borða hollar og sef betur,“ sagði Vala og bætti við að henni hafi aldrei liðið betur í eigin skinni. Mikill tími fór í æfingar en þau Vala og Siggi sögðu að á virkum dögum færu að meðaltali fjórir klukkutímar á dag í æfingar. Þar sem þau séu bæði að vinna á virkum dögum, Vala sem útvarpskona á FM957 og Sigurður sem tölvunarfræðingur, hafi þau ákveðið að taka helgarnar með trompi og hafi æfingarnar þá orðið lengri. Seinna atriði þeirra var Paso Doble við lagið Don‘t let me be misunderstood sem þau dönsuðu einnig í fimmta þætti. Á því augnabliki sem sigurvegararnir voru tilkynntir.Stöð 2 Þrátt fyrir að hafa hlotið fullt hús stiga frá dómurunum, þeim Selmu Björnsdóttur, Kareni Reeve og Jóhanni Gunnari Arnarsyni, var ekkert í hendi þar sem að einkunnir dómara giltu ekki í lokaúrslitum. Þar ræð símakosningin lögum og lofum. Áhorfendur virtust hafa sama dálæti á atriðum Sigurðar og Völu því þau báru sigur úr býtum í símakosningunni og eru því sigurvegarar annarrar þáttaraðar Allir Geta Dansað.Vala hafði orð á því að um væri að ræða fyrsta bikarinn sem hún hafi nokkurn tímann unnið. Í Bakaríinu gekk hún svo langt að segja að hún muni taka bikarinn með sér, hvert sem hún ferð. „Ég ætla að hafa hann með mér allt sem ég fer, í bankann líka,“ sagði Vala Eiríks, sigurvegari Allir Geta Dansað, kampakát og sigurreif á Bylgjunni í morgun.
Allir geta dansað Dans Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira