Breytingin byrjar heima Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2020 08:00 Í fyrravetur sýndi Ríkissjónvarpið þættina hvað höfum við gert. Þeir vöktu verðskuldaða athygli. Í kjölfar þeirra ættum við að spyrja okkur: Hvað getum við gert? Okkur hefur lengi verið tamt að trúa því að á Íslandi væri eitt grænasta hagkerfi heimsins, lítil mengun og mikið frumkvæði í umhverfisvænum lifnaðarháttum. Að við lifðum í mikilli og meiri sátt við náttúruna en flestar aðrar þjóðir. Að til okkar mætti líta sem fyrirmyndar þegar kæmi að loftslagsmálum. En er þá öll sagan sögð? Ræktum við allt það grænmeti, eða framleiðum við öll þau matvæli sem við gætum? Nei langt í frá. Gætum við gert betur í fullnýtingu þeirra orku sem við framleiðum og notum? Já svo sannarlega. Erum við nógu framarlega þegar kemur að umhverfisvænum lausnum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki? Nei sennilega ekki. Græn orka er ekki allt ef hún er ekki notuð til umhverfisvænna verka. Sem einstaklingar er margt sem við getum gert. Við getum minnkað neyslu, endurunnið, endurnýtt. Við getum farið á milli með vistvænni hætti, gengið, hjólað eða notað almenningssamgöngur. Við getum tví- og þrímennt í bíla. Við getum borðað minna kjöt, meira grænmeti, meiri fisk. Við getum horft til þess hvaðan maturinn okkar kemur. Hefur hann ferðast meira en meðal Íslendingur ætti að gera á ári? Er maturinn okkar framleiddur í sátt við náttúruna? Ef okkur langar í bláber á miðjum vetri er þá ekki betra að þau komi frá Spáni en Perú, eða bara frosin íslensk? Ættum við að setja „ferðaskatt“ á matvæli? Kannski ekki, en við mættum alveg setja ferðatakmarkanir á þann mat sem við borðum. Til dæmis með það að markmiði að borða ekki víðförulan mat nema algerlega spari. Grænar lausnir og grænar ívilnanir En hvað með fyrirtæki og opinbera aðila? Ættu ekki fyrirtæki að verðlauna (eða ívilna með einhverjum hætti) þá starfsmenn sem nota umhverfisvæna ferðamáta til að komast í vinnu? Ættu fyrirtæki að kaupa rafmagnshjól fyrir starfsfólk til styttri ferða? Ættu sveitarfélögin að skipuleggja hverfi þannig að auðvelt sé að ganga og hjóla ? Ættu mötuneyti á vinnstöðum að leggja áherslu á nærfæði (e. slow food)? Ættu veitingastaðir að gera svipað? Svörin við þessum og ótal mörgum svipuðum grænum spurningum eru auðvitað, já. Ríki og sveitarfélög ættu svo sannarlega að stuðla að grænum lausnum og grænni nýsköpun. Nýsköpunarstyrkir fyrir grænar lausnir ættu að vera regla þegar kemur að styrkveitingum. Fyrirtæki og stofnanir sem draga úr kolefnislosun, binda meira, flokka meira, endurnýta meira ættu að geta fengið ívilnanir frá gjöldum, umfram lægri kolefnisgjöld. Við viljum kolefnishlutlaust Ísland fyrir árið 2040. Þangað til eru bara 20 ár. Við þurfum öll að byrja strax að draga úr eigin losun, fyrirtæki og stofnanir líka. Sumt er auðvelt, en annað erfiðara. Þar sem ekki eru tök á að draga úr losun eigum við að auka bindingu. En þetta byrjar allt á okkur sjálfum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ólafur Þór Gunnarsson Umhverfismál Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrravetur sýndi Ríkissjónvarpið þættina hvað höfum við gert. Þeir vöktu verðskuldaða athygli. Í kjölfar þeirra ættum við að spyrja okkur: Hvað getum við gert? Okkur hefur lengi verið tamt að trúa því að á Íslandi væri eitt grænasta hagkerfi heimsins, lítil mengun og mikið frumkvæði í umhverfisvænum lifnaðarháttum. Að við lifðum í mikilli og meiri sátt við náttúruna en flestar aðrar þjóðir. Að til okkar mætti líta sem fyrirmyndar þegar kæmi að loftslagsmálum. En er þá öll sagan sögð? Ræktum við allt það grænmeti, eða framleiðum við öll þau matvæli sem við gætum? Nei langt í frá. Gætum við gert betur í fullnýtingu þeirra orku sem við framleiðum og notum? Já svo sannarlega. Erum við nógu framarlega þegar kemur að umhverfisvænum lausnum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki? Nei sennilega ekki. Græn orka er ekki allt ef hún er ekki notuð til umhverfisvænna verka. Sem einstaklingar er margt sem við getum gert. Við getum minnkað neyslu, endurunnið, endurnýtt. Við getum farið á milli með vistvænni hætti, gengið, hjólað eða notað almenningssamgöngur. Við getum tví- og þrímennt í bíla. Við getum borðað minna kjöt, meira grænmeti, meiri fisk. Við getum horft til þess hvaðan maturinn okkar kemur. Hefur hann ferðast meira en meðal Íslendingur ætti að gera á ári? Er maturinn okkar framleiddur í sátt við náttúruna? Ef okkur langar í bláber á miðjum vetri er þá ekki betra að þau komi frá Spáni en Perú, eða bara frosin íslensk? Ættum við að setja „ferðaskatt“ á matvæli? Kannski ekki, en við mættum alveg setja ferðatakmarkanir á þann mat sem við borðum. Til dæmis með það að markmiði að borða ekki víðförulan mat nema algerlega spari. Grænar lausnir og grænar ívilnanir En hvað með fyrirtæki og opinbera aðila? Ættu ekki fyrirtæki að verðlauna (eða ívilna með einhverjum hætti) þá starfsmenn sem nota umhverfisvæna ferðamáta til að komast í vinnu? Ættu fyrirtæki að kaupa rafmagnshjól fyrir starfsfólk til styttri ferða? Ættu sveitarfélögin að skipuleggja hverfi þannig að auðvelt sé að ganga og hjóla ? Ættu mötuneyti á vinnstöðum að leggja áherslu á nærfæði (e. slow food)? Ættu veitingastaðir að gera svipað? Svörin við þessum og ótal mörgum svipuðum grænum spurningum eru auðvitað, já. Ríki og sveitarfélög ættu svo sannarlega að stuðla að grænum lausnum og grænni nýsköpun. Nýsköpunarstyrkir fyrir grænar lausnir ættu að vera regla þegar kemur að styrkveitingum. Fyrirtæki og stofnanir sem draga úr kolefnislosun, binda meira, flokka meira, endurnýta meira ættu að geta fengið ívilnanir frá gjöldum, umfram lægri kolefnisgjöld. Við viljum kolefnishlutlaust Ísland fyrir árið 2040. Þangað til eru bara 20 ár. Við þurfum öll að byrja strax að draga úr eigin losun, fyrirtæki og stofnanir líka. Sumt er auðvelt, en annað erfiðara. Þar sem ekki eru tök á að draga úr losun eigum við að auka bindingu. En þetta byrjar allt á okkur sjálfum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar