Fyrsta tilkynningin frá Iceland Airwaves Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2020 12:00 Alltaf mikið stuð á Airwaves. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur 4. - 7. nóvember næstkomandi og er komin út fyrsta tilkynning frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Iceland Airwaves er árleg uppskeruhátíð íslenskrar tónlistar þar sem rótgrónar íslenskar og erlendar hljómsveitir koma fram ásamt nýjum íslenskum listamönnum og úrvali af ferskustu erlendum böndum heims, frá öllum heimshornum. Alþjóðlegu listamennirnir sem koma fram í ár eru meðal annars hin ástralska Courtney Barnett sem kemur fram tvö kvöld í Fríkirkjunni, ein á sviði. Black Pumas eru eitt heitasta nafnið í dag og hafa selt upp túrinn sinn víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin og hlutu tilnefningu til Grammy verðlauna sem besta nýja hljómsveitin. Breska bandið Metronomy hefur verið vinsælt í rúman áratug og eru þekkt fyrir að vera einir skemmtilegustu flytjendurnir í dag. Íslensku böndin í ár eru meðal annars Eurosonic MME verðlaunahafarnir Daughters of Reykjavik, Benni Hemm Hemm kemur fram í fyrsta sinn í mörg ár og einnig Sin Fang. Júníus Meyvant kemur tvisvar sinnum fram á hátíðinni, annars vegar með hljómsveitinni sinni og hins vegar einn á sviði. Indí rokkið verður fyrirferðamikið hátíðinni í ár en böndin Squid, Dry Cleaning, The Murder Capital, BSÍ og Pale Moon eru öll á hraðri uppleið hér- og erlendis. Framtíðarpoppið mætir líka en K.óla, , Kiryama Family, Tami T, gugusar, Dorian Electra og Lynks Afrikka koma fram. Elton John sjálfur segir að Lynks Afrikka sé eitt besta bandið ársins 2020, Tami T hefur lengi unnið og túrað með Fever Ray og gugusar er ein yngsta og efnilegasta raftónlistarkona Íslands. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem kynntir voru inn á hátíðina í dag: ADHD // Andavald // Andy Svarthol // Benni Hemm Hemm // Black Pumas (US) // BSÍ // Chlobocop (UK) // Courtney Barnett (solo) (AU) // Daughters of Reykjavík // dj. flugvél og geimskip // Dorian Electra (US) // Dry Cleaning (UK) // Erika de Casier (DK) // GRÓA // gugusar // Halldór Eldjárn // Júníus Meyvant // Kiriyama Family // K.óla // Krummi // Lynks Afrikka (UK) // Metronomy (UK) // MSEA // Myrkvi // omotrack // Oyama // Pale Moon // Sólveig Matthildur // S.hel // Sin Fang // Sinmara // Squid (UK) // Tami T (DE) // The Murder Capital (IE) Airwaves Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur 4. - 7. nóvember næstkomandi og er komin út fyrsta tilkynning frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Iceland Airwaves er árleg uppskeruhátíð íslenskrar tónlistar þar sem rótgrónar íslenskar og erlendar hljómsveitir koma fram ásamt nýjum íslenskum listamönnum og úrvali af ferskustu erlendum böndum heims, frá öllum heimshornum. Alþjóðlegu listamennirnir sem koma fram í ár eru meðal annars hin ástralska Courtney Barnett sem kemur fram tvö kvöld í Fríkirkjunni, ein á sviði. Black Pumas eru eitt heitasta nafnið í dag og hafa selt upp túrinn sinn víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin og hlutu tilnefningu til Grammy verðlauna sem besta nýja hljómsveitin. Breska bandið Metronomy hefur verið vinsælt í rúman áratug og eru þekkt fyrir að vera einir skemmtilegustu flytjendurnir í dag. Íslensku böndin í ár eru meðal annars Eurosonic MME verðlaunahafarnir Daughters of Reykjavik, Benni Hemm Hemm kemur fram í fyrsta sinn í mörg ár og einnig Sin Fang. Júníus Meyvant kemur tvisvar sinnum fram á hátíðinni, annars vegar með hljómsveitinni sinni og hins vegar einn á sviði. Indí rokkið verður fyrirferðamikið hátíðinni í ár en böndin Squid, Dry Cleaning, The Murder Capital, BSÍ og Pale Moon eru öll á hraðri uppleið hér- og erlendis. Framtíðarpoppið mætir líka en K.óla, , Kiryama Family, Tami T, gugusar, Dorian Electra og Lynks Afrikka koma fram. Elton John sjálfur segir að Lynks Afrikka sé eitt besta bandið ársins 2020, Tami T hefur lengi unnið og túrað með Fever Ray og gugusar er ein yngsta og efnilegasta raftónlistarkona Íslands. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem kynntir voru inn á hátíðina í dag: ADHD // Andavald // Andy Svarthol // Benni Hemm Hemm // Black Pumas (US) // BSÍ // Chlobocop (UK) // Courtney Barnett (solo) (AU) // Daughters of Reykjavík // dj. flugvél og geimskip // Dorian Electra (US) // Dry Cleaning (UK) // Erika de Casier (DK) // GRÓA // gugusar // Halldór Eldjárn // Júníus Meyvant // Kiriyama Family // K.óla // Krummi // Lynks Afrikka (UK) // Metronomy (UK) // MSEA // Myrkvi // omotrack // Oyama // Pale Moon // Sólveig Matthildur // S.hel // Sin Fang // Sinmara // Squid (UK) // Tami T (DE) // The Murder Capital (IE)
Airwaves Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp