Ákæra Kínverja vegna meiriháttar gagnastulds frá Equifax Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 16:24 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um ákærurnar á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf út ákærur á hendur fjórum liðsmönnum kínverska hersins vegna innbrots í tölvukerfi lánshæfisfyrirtækisins Equifax árið 2017. Persónuupplýsingum um nærri því helming bandarísku þjóðarinnar var stolið í innbrotinu. Þjófarnir komust meðal annars yfir kennitölu og fæðingardegi um 145 milljóna Bandaríkjamanna í innbrotinu auk viðskiptaleyndarmála Equifax. Fyrirtækið féllst á að greiða Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) 700 milljónir dollara, jafnvirði um 89 milljarða íslenskra króna, til að bæta viðskiptavinum þess tjónið í fyrra. Ákæran sem var gefin út í dag er í níu liðum og snýr að stuldi á persónuupplýsingum og viðskiptaleyndarmálum. William Barr, dómsmálaráðherrann, sagði innbrotið „vísvítandi og víðtæka innrás í persónuupplýsingar bandarísku þjóðarinnar“, að því er segir í frétt Washington Post. Í ákærunni kemur fram að kínversku tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í tölvukerfi Equifax sem fyrirtækið hafði ekki látið laga þrátt fyrir því hafi verið gert viðvart um gallann. Komust hakkararnir þannig yfir gríðarlegt magn persónuupplýsinga. Kínverjarnir eru sagðir hafa reynt að fela slóð sína með því að beina netumferð í gegnum 34 netþjóna í tuttugu löndum. Þeir hafi jafnframt notað dulkóðaðar samskiptarásir og eytt skrám til að má út spor sín. Litlar líkur er á því að fjórmenningarnir komi nokkurn tímann fyrir bandarískan dómstól. Ferðist þeir einhvern tímann til Bandaríkjanna gætu þeir þó átt á hættu að vera handteknir. Grunnt hefur verið á því góða á milli bandarískra og kínverskra stjórnvalda undanfarin misseri. Þau hafa staðið í viðskiptastríði og skellt innflutningstollum á vörur hvorra annarra. Barr varaði jafnframt við því í síðustu viku ríki heims við því að taka við 5G-tækni frá Kína því þá ættu þau á hættu að „leggja efnahagsleg örlög sín í hendur Kína“. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Persónuupplýsingum um tæplega helming Bandaríkjamanna var stolið í tölvuinnbroti hjá lánshæfisfyrirtækinu. 26. september 2017 13:54 Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum Bandarískra ráðgjafafyrirtækið Equifax beið í sex vikur með að tilkynna að nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleiri upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins komust í hendur hakkara. 8. september 2017 08:15 Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 7. september 2017 22:55 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf út ákærur á hendur fjórum liðsmönnum kínverska hersins vegna innbrots í tölvukerfi lánshæfisfyrirtækisins Equifax árið 2017. Persónuupplýsingum um nærri því helming bandarísku þjóðarinnar var stolið í innbrotinu. Þjófarnir komust meðal annars yfir kennitölu og fæðingardegi um 145 milljóna Bandaríkjamanna í innbrotinu auk viðskiptaleyndarmála Equifax. Fyrirtækið féllst á að greiða Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) 700 milljónir dollara, jafnvirði um 89 milljarða íslenskra króna, til að bæta viðskiptavinum þess tjónið í fyrra. Ákæran sem var gefin út í dag er í níu liðum og snýr að stuldi á persónuupplýsingum og viðskiptaleyndarmálum. William Barr, dómsmálaráðherrann, sagði innbrotið „vísvítandi og víðtæka innrás í persónuupplýsingar bandarísku þjóðarinnar“, að því er segir í frétt Washington Post. Í ákærunni kemur fram að kínversku tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í tölvukerfi Equifax sem fyrirtækið hafði ekki látið laga þrátt fyrir því hafi verið gert viðvart um gallann. Komust hakkararnir þannig yfir gríðarlegt magn persónuupplýsinga. Kínverjarnir eru sagðir hafa reynt að fela slóð sína með því að beina netumferð í gegnum 34 netþjóna í tuttugu löndum. Þeir hafi jafnframt notað dulkóðaðar samskiptarásir og eytt skrám til að má út spor sín. Litlar líkur er á því að fjórmenningarnir komi nokkurn tímann fyrir bandarískan dómstól. Ferðist þeir einhvern tímann til Bandaríkjanna gætu þeir þó átt á hættu að vera handteknir. Grunnt hefur verið á því góða á milli bandarískra og kínverskra stjórnvalda undanfarin misseri. Þau hafa staðið í viðskiptastríði og skellt innflutningstollum á vörur hvorra annarra. Barr varaði jafnframt við því í síðustu viku ríki heims við því að taka við 5G-tækni frá Kína því þá ættu þau á hættu að „leggja efnahagsleg örlög sín í hendur Kína“.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Persónuupplýsingum um tæplega helming Bandaríkjamanna var stolið í tölvuinnbroti hjá lánshæfisfyrirtækinu. 26. september 2017 13:54 Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum Bandarískra ráðgjafafyrirtækið Equifax beið í sex vikur með að tilkynna að nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleiri upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins komust í hendur hakkara. 8. september 2017 08:15 Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 7. september 2017 22:55 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Persónuupplýsingum um tæplega helming Bandaríkjamanna var stolið í tölvuinnbroti hjá lánshæfisfyrirtækinu. 26. september 2017 13:54
Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum Bandarískra ráðgjafafyrirtækið Equifax beið í sex vikur með að tilkynna að nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleiri upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins komust í hendur hakkara. 8. september 2017 08:15
Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 7. september 2017 22:55