Skólahald í norðanverðum Grafarvogi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2020 12:30 Í norðanverðum Grafarvogi er verið að gera miklar breytingar á skólahaldi. Þessar breytingar voru keyrðar í gegn síðasta haust þvert á vilja íbúa. Breytingar sem miða að því að spara í borgarkerfinu. Reykjavíkurborg er að loka grunnskóla og sameina þrjá aðra. Heilt hverfi verður því af þeirri þjónustu sem það hafði og ekkert annað úrræði kemur í staðin innan hverfis. Allt átti þetta að vera gert í miklu og góðu samráði og að auka gæði náms, gera skólana betri og sterkari, auka átti umferðaröryggi gangandi og hjólandi og bæta þjónustu Strætó ásamt því að nýsköpunarskóli fyrir unglingastig á að taka til starfa. Fá loforð hafa verið efnd Foreldrar hafa engar upplýsingar fengið varðandi nýsköpunarskóla, ekki hefur verið boðað til upplýsingafundar frá því að þessi ákvörðun var tekin í október 2019, þrátt fyrir að foreldrar hafi ítrekað verið að kalla eftir því. Engin póstur hefur borist foreldrum varðandi skólahald komandi vetrar, hvenær er skólasetning nýsköpunarskólans ? Foreldrar geta ekki leitað upplýsinga á netinu því heimasíða skólans er í vinnslu og þar inni er því ekkert efni. Foreldrar sem eiga börn á leið í nýsköpunarskóla vita því ekki hvenær skólastarfið hefst eða neitt um það hvernig því verður háttað. Foreldrar barna sem sækja hina tvo nýju skóla eru í svipuðu svartholi, heimasíðurskólanna eru ekki tilbúnar og því ekki auðvelt að afla sér upplýsinga um komandi vetur. Ekkert hefur verið gert til þess að bæta þjónustu Strætó fyrir skólabyrjun og engar úrbætur hafa verið gerðar til þess að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. þrátt fyrir loforð um það. Fjöldi barna er að byrja í skóla í næstu viku og vitað er að þau þurfa að þvera hættulegar götur án þess að gerðar hafa verið nauðsynlegar úrbætur. Þetta er ekki boðlegt og gera þarf ráðstafanir strax sem auka öryggi þessara barna og láta foreldra vita af þeim. Allt traust farið Þegar jafn illa er staðið að sparnaðaraðgerðum er bitna á börnum þá er allt traust foreldra farið áður en skólastarfið hefst sem er grátlegt. Sjálfstæðismenn lögðu til vegna COVID að fresta þessum aðgerðum. Því það er öllum ljóst hversu mikilvægt það er að hefja skólahaldið í sátt þegar gerðar eru stórar og óvinsælar breytingar. Hefja skildi breytt skólahald þegar búið er að undirbúa skólastarfið nægilega vel. Auðvita eru foreldrar ekki sáttir þegar hlutunum er hagað svona og ekki staðið við gefin loforð, hjartað í hverju hverfi er skólinn, líka í Grafarvogi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Lokun Kelduskóla, Korpu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í norðanverðum Grafarvogi er verið að gera miklar breytingar á skólahaldi. Þessar breytingar voru keyrðar í gegn síðasta haust þvert á vilja íbúa. Breytingar sem miða að því að spara í borgarkerfinu. Reykjavíkurborg er að loka grunnskóla og sameina þrjá aðra. Heilt hverfi verður því af þeirri þjónustu sem það hafði og ekkert annað úrræði kemur í staðin innan hverfis. Allt átti þetta að vera gert í miklu og góðu samráði og að auka gæði náms, gera skólana betri og sterkari, auka átti umferðaröryggi gangandi og hjólandi og bæta þjónustu Strætó ásamt því að nýsköpunarskóli fyrir unglingastig á að taka til starfa. Fá loforð hafa verið efnd Foreldrar hafa engar upplýsingar fengið varðandi nýsköpunarskóla, ekki hefur verið boðað til upplýsingafundar frá því að þessi ákvörðun var tekin í október 2019, þrátt fyrir að foreldrar hafi ítrekað verið að kalla eftir því. Engin póstur hefur borist foreldrum varðandi skólahald komandi vetrar, hvenær er skólasetning nýsköpunarskólans ? Foreldrar geta ekki leitað upplýsinga á netinu því heimasíða skólans er í vinnslu og þar inni er því ekkert efni. Foreldrar sem eiga börn á leið í nýsköpunarskóla vita því ekki hvenær skólastarfið hefst eða neitt um það hvernig því verður háttað. Foreldrar barna sem sækja hina tvo nýju skóla eru í svipuðu svartholi, heimasíðurskólanna eru ekki tilbúnar og því ekki auðvelt að afla sér upplýsinga um komandi vetur. Ekkert hefur verið gert til þess að bæta þjónustu Strætó fyrir skólabyrjun og engar úrbætur hafa verið gerðar til þess að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. þrátt fyrir loforð um það. Fjöldi barna er að byrja í skóla í næstu viku og vitað er að þau þurfa að þvera hættulegar götur án þess að gerðar hafa verið nauðsynlegar úrbætur. Þetta er ekki boðlegt og gera þarf ráðstafanir strax sem auka öryggi þessara barna og láta foreldra vita af þeim. Allt traust farið Þegar jafn illa er staðið að sparnaðaraðgerðum er bitna á börnum þá er allt traust foreldra farið áður en skólastarfið hefst sem er grátlegt. Sjálfstæðismenn lögðu til vegna COVID að fresta þessum aðgerðum. Því það er öllum ljóst hversu mikilvægt það er að hefja skólahaldið í sátt þegar gerðar eru stórar og óvinsælar breytingar. Hefja skildi breytt skólahald þegar búið er að undirbúa skólastarfið nægilega vel. Auðvita eru foreldrar ekki sáttir þegar hlutunum er hagað svona og ekki staðið við gefin loforð, hjartað í hverju hverfi er skólinn, líka í Grafarvogi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun