Ákall til stjórnvalda vegna fjárveitinga til Háskólans á Akureyri Sólveig María Árnadóttir skrifar 28. febrúar 2020 17:00 Það er staðreynd að Háskólinn á Akureyri gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki á landsvísu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil. Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér ákveðna sérstöðu hvað varðar sveigjanlegt námsfyrirkomulag, en það hefur orðið til þess að einstaklingar, hvar á landinu sem er, geta sótt sér menntun. Ritrýndar rannsóknarniðurstöður hafa sýnt fram á að nemendur sem geta stundað nám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til að starfa þar fimm árum eftir útskrift. Það er því ljóst að ábyrgð Háskólans á Akureyri er mikil þegar kemur að því að tryggja einstaklingum, utan höfuðborgarsvæðisins aðgengi að háskólanámi. Það námsfyrirkomulag sem Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér sérstöðu í, er því gríðarlega mikilvægt fyrir minni byggðarfélög og eflingu þeirra. Innritunartölur háskólanna sýna það glögglega að aðsókn við Háskólann á Akureyri hefur aukist gríðarlega mikið á milli ára. Þrátt fyrir það, hafa fjárveitingar ekki vaxið í samræmi við nemendavöxt. Vegna þess hefur Háskólinn á Akureyri þurft að grípa til aðgangstakmarkana í auknum mæli. Í Grænbók um fjárveitingar til háskóla kemur fram að frá árinu 2013 til 2017 hafi nemendum fækkað í háskólakerfinu í heild sinni. Staðreyndin er hins vegar sú að veruleg fjölgun hefur orðið við Háskólann á Akureyri á þessum tíma. Þetta gerist þrátt fyrir að háskólinn hafi gripið til verulegra hertra aðgangstakmarkana með því að leggja af innritun tiltekinna námsbrauta, tekið upp samkeppnispróf ásamt því að setja beinar fjöldatakmarkanir á námsbrautir og velja inn nemendur. Í þeim tilfellum þar sem nemendur hafa verið valdir inn hefur stúdentspróf verið nauðsynlegt skilyrði en í sumum tilfellum var það ekki nægilegt, heldur voru aðrar valdbeytur notaðar til að forgangsraða umsækjendum með stúdentspróf. Með því að stúdentspróf sé nauðsyn, er ekki unnt að taka inn nemendur sem hafa lokið námi á einhverskonar háskólabrú og má því gera ráð fyrir að nemendahópurinn verði einsleitari fyrir vikið. Myndin hér að neðan sýnir þróun nemendafjölda við Háskólann á Akureyri frá árinu 2006 til ársins 2019. Þróun nemendafjölda við HA er því með allt öðrum hætti en þróun nemendafjölda í háskólakerfinu í heild sinni. Þessi aukning hefði orðið mun meiri ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða sem HA hefur notað síðastliðin þrjú ár og er nú ljóst að aðgangstakmarkanir verði enn meiri og harðari fyrir haustið 2020. Vert er að taka fram að árið 2019 bárust háskólanum 2.036 umsóknir en einungis voru 1.485 umsóknir samþykktar. Samþykktarhlutfallið hefur farið úr 92% niður í 73% frá árinu 2013 og er HA því með næst lægsta samþykktarhlutfall af íslenskum háskólum samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í Grænbókinni. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við aukinni aðsókn að Háskólanum á Akureyri með fjölgun nemendaígilda og hefur háskólinn því þurft að beita áðurnefndum aðgangstakmörkunum, til þess eins að tryggja gæði náms og kennslu. Það eina jákvæða við þær aðgerðir sem HA hefur gripið til, er það að verið að er tryggja gæði háskólanámsins. Þróunin gengur hins vegar algerlega gegn upprunalegu hugmyndunum um stofnun Háskólans á Akureyri þar sem markmiðið var að auka aðgengi að háskólanámi, sérstaklega fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um 65% nemenda við HA koma frá svæðum utan höfuðborgarinnar og stunda sitt nám frá sinni heimabyggð. Auknar aðgangstakmarkanir við HA eru þvert gegn markmiðum um aukið aðgengi að háskólanámi, sem hefur beinar afleiðingar fyrir þróun íbúðabyggða í landinu öllu. Telja stjórnvöld virkilega eðlilegt að aðgengi að háskólanámi eigi að vera erfiðara fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins? Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur raunverulegar áhyggjur af því hve illa stjórnvöld hafa brugðist við síðustu ár. Samfélagsleg ábyrgð Háskólans á Akureyri er ekki viðurkennd og er það áhyggjuefni. Umfjöllun um auknar aðgangstakmarkanir við háskólann hafa verið áberandi síðustu ár og þær umfjallanir og aðgerðir sem grípa hefur þurft til vegna aðgerðarleysis stjórnvalda, eru síður en svo einfaldar, aðgerðirnar eru sárar og erfiðar, sérstaklega þegar stjórnvöld kalla eftir fjölgun hjúkrunarfræðinga og þegar sérstakt átak er sett á oddinn varðandi aukningu kennaranema og efling kennaranáms. Miðað við það fjármagn sem veitt er til Háskólans á Akureyri vegna fjölda nemendaígilda er ljóst að grípa þar til mestu aðgangstakmarkanna í sögu háskólans haustið 2020, til þess eins að halda háskólanum á floti og til þess fyrst og fremst, að tryggja gæði náms og kennslu. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og viðurkenna þá samfélagslegu ábyrgð sem Háskólinn á Akureyri raunverulega gegnir með aukinni fjárveitingu og tryggja þannig aðgengi einstaklinga á landsbyggðinni að háskólanámi, með eflingu byggða í huga. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.Höfundur er formaður SHA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að Háskólinn á Akureyri gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki á landsvísu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil. Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér ákveðna sérstöðu hvað varðar sveigjanlegt námsfyrirkomulag, en það hefur orðið til þess að einstaklingar, hvar á landinu sem er, geta sótt sér menntun. Ritrýndar rannsóknarniðurstöður hafa sýnt fram á að nemendur sem geta stundað nám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til að starfa þar fimm árum eftir útskrift. Það er því ljóst að ábyrgð Háskólans á Akureyri er mikil þegar kemur að því að tryggja einstaklingum, utan höfuðborgarsvæðisins aðgengi að háskólanámi. Það námsfyrirkomulag sem Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér sérstöðu í, er því gríðarlega mikilvægt fyrir minni byggðarfélög og eflingu þeirra. Innritunartölur háskólanna sýna það glögglega að aðsókn við Háskólann á Akureyri hefur aukist gríðarlega mikið á milli ára. Þrátt fyrir það, hafa fjárveitingar ekki vaxið í samræmi við nemendavöxt. Vegna þess hefur Háskólinn á Akureyri þurft að grípa til aðgangstakmarkana í auknum mæli. Í Grænbók um fjárveitingar til háskóla kemur fram að frá árinu 2013 til 2017 hafi nemendum fækkað í háskólakerfinu í heild sinni. Staðreyndin er hins vegar sú að veruleg fjölgun hefur orðið við Háskólann á Akureyri á þessum tíma. Þetta gerist þrátt fyrir að háskólinn hafi gripið til verulegra hertra aðgangstakmarkana með því að leggja af innritun tiltekinna námsbrauta, tekið upp samkeppnispróf ásamt því að setja beinar fjöldatakmarkanir á námsbrautir og velja inn nemendur. Í þeim tilfellum þar sem nemendur hafa verið valdir inn hefur stúdentspróf verið nauðsynlegt skilyrði en í sumum tilfellum var það ekki nægilegt, heldur voru aðrar valdbeytur notaðar til að forgangsraða umsækjendum með stúdentspróf. Með því að stúdentspróf sé nauðsyn, er ekki unnt að taka inn nemendur sem hafa lokið námi á einhverskonar háskólabrú og má því gera ráð fyrir að nemendahópurinn verði einsleitari fyrir vikið. Myndin hér að neðan sýnir þróun nemendafjölda við Háskólann á Akureyri frá árinu 2006 til ársins 2019. Þróun nemendafjölda við HA er því með allt öðrum hætti en þróun nemendafjölda í háskólakerfinu í heild sinni. Þessi aukning hefði orðið mun meiri ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða sem HA hefur notað síðastliðin þrjú ár og er nú ljóst að aðgangstakmarkanir verði enn meiri og harðari fyrir haustið 2020. Vert er að taka fram að árið 2019 bárust háskólanum 2.036 umsóknir en einungis voru 1.485 umsóknir samþykktar. Samþykktarhlutfallið hefur farið úr 92% niður í 73% frá árinu 2013 og er HA því með næst lægsta samþykktarhlutfall af íslenskum háskólum samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í Grænbókinni. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við aukinni aðsókn að Háskólanum á Akureyri með fjölgun nemendaígilda og hefur háskólinn því þurft að beita áðurnefndum aðgangstakmörkunum, til þess eins að tryggja gæði náms og kennslu. Það eina jákvæða við þær aðgerðir sem HA hefur gripið til, er það að verið að er tryggja gæði háskólanámsins. Þróunin gengur hins vegar algerlega gegn upprunalegu hugmyndunum um stofnun Háskólans á Akureyri þar sem markmiðið var að auka aðgengi að háskólanámi, sérstaklega fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um 65% nemenda við HA koma frá svæðum utan höfuðborgarinnar og stunda sitt nám frá sinni heimabyggð. Auknar aðgangstakmarkanir við HA eru þvert gegn markmiðum um aukið aðgengi að háskólanámi, sem hefur beinar afleiðingar fyrir þróun íbúðabyggða í landinu öllu. Telja stjórnvöld virkilega eðlilegt að aðgengi að háskólanámi eigi að vera erfiðara fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins? Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur raunverulegar áhyggjur af því hve illa stjórnvöld hafa brugðist við síðustu ár. Samfélagsleg ábyrgð Háskólans á Akureyri er ekki viðurkennd og er það áhyggjuefni. Umfjöllun um auknar aðgangstakmarkanir við háskólann hafa verið áberandi síðustu ár og þær umfjallanir og aðgerðir sem grípa hefur þurft til vegna aðgerðarleysis stjórnvalda, eru síður en svo einfaldar, aðgerðirnar eru sárar og erfiðar, sérstaklega þegar stjórnvöld kalla eftir fjölgun hjúkrunarfræðinga og þegar sérstakt átak er sett á oddinn varðandi aukningu kennaranema og efling kennaranáms. Miðað við það fjármagn sem veitt er til Háskólans á Akureyri vegna fjölda nemendaígilda er ljóst að grípa þar til mestu aðgangstakmarkanna í sögu háskólans haustið 2020, til þess eins að halda háskólanum á floti og til þess fyrst og fremst, að tryggja gæði náms og kennslu. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og viðurkenna þá samfélagslegu ábyrgð sem Háskólinn á Akureyri raunverulega gegnir með aukinni fjárveitingu og tryggja þannig aðgengi einstaklinga á landsbyggðinni að háskólanámi, með eflingu byggða í huga. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.Höfundur er formaður SHA
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun