„Evrópskt vandamál en ekki ítalskt vandamál“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 20:00 Maurizio Sarri á blaðamannafundinum í gær. Getty/Daniele Badolato Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Juventus, segir að stuðningsmenn liðsins séu í fullum rétti að mæta á leikinn á móti Lyon í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Kórónuveiran er farin að breiðast út á Ítalíu og af þeim sökum fá engir áhorfendur að fylgjast með þegar Juventus mætir Internazionale í ítölsku deildinni um helgina. Leikur Lyon og Juventus er fyrri leikur liðanna en sá síðari fer síðan fram á Ítalíu. Kórónuveiran er farin að hafa áhrif á íþróttaviðburði og ekki lengur bara í Kína þar sem veiran uppgötvaðist fyrst. Maurizio Sarri said Juventus supporters "have every right" to attend the #championsleague tie in Lyon amid concerns over the coronavirus outbreak. More: https://t.co/FkZpt0QThOpic.twitter.com/3ro1kroNzL— BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2020 Maurizio Sarri segir að þetta sé „evrópskt vandamál en ekki ítalskt vandamál“ þegar hann var spurður út í ótta manna um smit þegar stuðningsmenn ítalska félagsins mæta til Frakklands. „Auðvitað þurfum við að taka á þessu vandamáli og yfirvöld þurfa byrja á því að stöðva útbreiðsluna,“ sagði Maurizio Sarri. „Á Ítalíu hafa verið gerð 3500 próf og úr þeim hafa fundist ákveðin fjöldi jákvæðra sýna. Það hafa verið gerð 300 próf í Frakklandi en líklega hefðu fundist jafnmörg jákvæð sýni þar ef prófin hefðu verið jafnmörg,“ sagði Sarri. Hann vill ekki að ábyrgðin á hugsanlegri útbreiðslu sé á herðum stuðningsfólks Juventus sem mætir til Lyon í kvöld. „Stuðningsmenn okkar eru í fullum rétti þegar þeir mæta á leikinn,“ sagði Sarri. Leikur Lyon og Juventus hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og eftir leikina verða þeir gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á sömu stöð. Leikur Real Madrid og Manchester City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Juventus, segir að stuðningsmenn liðsins séu í fullum rétti að mæta á leikinn á móti Lyon í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Kórónuveiran er farin að breiðast út á Ítalíu og af þeim sökum fá engir áhorfendur að fylgjast með þegar Juventus mætir Internazionale í ítölsku deildinni um helgina. Leikur Lyon og Juventus er fyrri leikur liðanna en sá síðari fer síðan fram á Ítalíu. Kórónuveiran er farin að hafa áhrif á íþróttaviðburði og ekki lengur bara í Kína þar sem veiran uppgötvaðist fyrst. Maurizio Sarri said Juventus supporters "have every right" to attend the #championsleague tie in Lyon amid concerns over the coronavirus outbreak. More: https://t.co/FkZpt0QThOpic.twitter.com/3ro1kroNzL— BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2020 Maurizio Sarri segir að þetta sé „evrópskt vandamál en ekki ítalskt vandamál“ þegar hann var spurður út í ótta manna um smit þegar stuðningsmenn ítalska félagsins mæta til Frakklands. „Auðvitað þurfum við að taka á þessu vandamáli og yfirvöld þurfa byrja á því að stöðva útbreiðsluna,“ sagði Maurizio Sarri. „Á Ítalíu hafa verið gerð 3500 próf og úr þeim hafa fundist ákveðin fjöldi jákvæðra sýna. Það hafa verið gerð 300 próf í Frakklandi en líklega hefðu fundist jafnmörg jákvæð sýni þar ef prófin hefðu verið jafnmörg,“ sagði Sarri. Hann vill ekki að ábyrgðin á hugsanlegri útbreiðslu sé á herðum stuðningsfólks Juventus sem mætir til Lyon í kvöld. „Stuðningsmenn okkar eru í fullum rétti þegar þeir mæta á leikinn,“ sagði Sarri. Leikur Lyon og Juventus hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og eftir leikina verða þeir gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á sömu stöð. Leikur Real Madrid og Manchester City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira