Garðabær gegn sóun Guðfinnur Sigurvinsson og Jóna Sæmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 08:00 Ný stefna okkar í umhverfismálum „Garðabær gegn sóun” er nú í innleiðingu hjá forstöðumönnum en stefnan tekur til innkaupa og úrgangsmála og nær til alls reksturs á vegum bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ setti þetta sem eitt helsta stefnumál sitt í umhverfismálum í síðustu sveitarstjórnarkosningum og við hófum undirbúning strax á nýju kjörtímabili. Við ræddum fyrst við fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn og fengum þau í samstarf en allir flokkar í bæjarstjórn Garðabæjar standa að málinu. Það er okkar trú að þverpólitísk samstarf um grænu málin sé lykillinn að góðum árangri og ekki spillir fyrir að nýja stefnan rímar vel við markmið umhverfisstefnu Garðabæjar. Það var ekki auðhlaupaverk fyrir sveitarfélag að móta nýja stefnu í umhverfismálum sem byggist á sérþekkingu því sem dæmi ná Grænu skrefin, hvatakerfi í grænum rekstri á vegum Umhverfisstofnunar, eingöngu til ríkisreksturs. Okkar leið var að semja við umhverfisráðgjöf ReSource International ehf. um að taka út allan rekstur Garðabæjar m.t.t. umhverfismála og byggja stefnuna á þeirri úttekt. Ánægjulegt var að sjá í úttektinni hversu margar stofnanir í Garðabæ standa sig vel nú þegar í umhverfismálunum en um leið sjáum við að svigrúmið til að gera enn betur er til staðar. Forstöðumenn stofnana á vegum Garðabæjar skipa á næstu vikum græn teymi í hverri stofnun sem hafa það hlutverk að fylgja eftir stefnu þessari. Tveir skulu að lágmarki skipa hvert grænt teymi og vinna í samráði við yfirmenn og aðra sem málið varðar innan stofnunarinnar. Þátttöku er krafist af öllum stofnunum Garðabæjar við innleiðingu þessarar stefnu en þær stofnanir sem þegar fylgja umhverfisstefnu, til dæmis grænfánastefnunni, geta haldið áfram að fylgja þeirri stefnu, ef hún uppfyllir að lágmarki markmiðin sem „Garðabær gegn sóun” setur fram. Græn teymi hverrar stofnunar eru hvött til samráðs sín á milli og skiptast á upplýsingum um það sem vel hefur til tekist, svo sem greina frá skapandi lausnum og ræða það sem betur mætti fara. Meginmarkmið stefnunnar „Garðabær gegn sóun” eru að auka flokkun sorps, samræma hana og draga úr sorpmagni. Miklu skiptir að draga úr plastmengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess. Innleiða græna innkaupastefnu, fræða og virkja starfsfólk. Þetta verður m.a. gert með því að innleiða umhverfisskilmála í samningum við birgja og verktaka, kaupa vörur frá staðbundinni framleiðslu, kaupa umhverfisvottaðar vörur, kaupa vörur unnar úr endurunnum efnum og í litlum umbúðum. Kaupa annað en einnota plast, ef hægt er (t.d. pappaglös í stað plastglasa) og vörur sem eru ekki í plastumbúðum. Kaupa vörur sem auðvelt er að endurnota eða endurnýta og auka bæði endurnotkun og umhverfisfræðslu. Við þökkum starfsfólki Garðabæjar fyrir frábæra vinnu við verkefnið og verðum vör við aukinn áhuga bæjarbúa eftir að stefnan var kynnt með auglýsingu. Við sjáum strax að grænn rekstur er betri rekstur. Góð nýting aðfanga og skynsamleg innkaup munu til skemmri og lengri tíma hafa jákvæð áhrif á bæði umhverfið og bæjarsjóð. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Guðfinnur Sigurvinsson Jóna Sæmundsdóttir Umhverfismál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ný stefna okkar í umhverfismálum „Garðabær gegn sóun” er nú í innleiðingu hjá forstöðumönnum en stefnan tekur til innkaupa og úrgangsmála og nær til alls reksturs á vegum bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ setti þetta sem eitt helsta stefnumál sitt í umhverfismálum í síðustu sveitarstjórnarkosningum og við hófum undirbúning strax á nýju kjörtímabili. Við ræddum fyrst við fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn og fengum þau í samstarf en allir flokkar í bæjarstjórn Garðabæjar standa að málinu. Það er okkar trú að þverpólitísk samstarf um grænu málin sé lykillinn að góðum árangri og ekki spillir fyrir að nýja stefnan rímar vel við markmið umhverfisstefnu Garðabæjar. Það var ekki auðhlaupaverk fyrir sveitarfélag að móta nýja stefnu í umhverfismálum sem byggist á sérþekkingu því sem dæmi ná Grænu skrefin, hvatakerfi í grænum rekstri á vegum Umhverfisstofnunar, eingöngu til ríkisreksturs. Okkar leið var að semja við umhverfisráðgjöf ReSource International ehf. um að taka út allan rekstur Garðabæjar m.t.t. umhverfismála og byggja stefnuna á þeirri úttekt. Ánægjulegt var að sjá í úttektinni hversu margar stofnanir í Garðabæ standa sig vel nú þegar í umhverfismálunum en um leið sjáum við að svigrúmið til að gera enn betur er til staðar. Forstöðumenn stofnana á vegum Garðabæjar skipa á næstu vikum græn teymi í hverri stofnun sem hafa það hlutverk að fylgja eftir stefnu þessari. Tveir skulu að lágmarki skipa hvert grænt teymi og vinna í samráði við yfirmenn og aðra sem málið varðar innan stofnunarinnar. Þátttöku er krafist af öllum stofnunum Garðabæjar við innleiðingu þessarar stefnu en þær stofnanir sem þegar fylgja umhverfisstefnu, til dæmis grænfánastefnunni, geta haldið áfram að fylgja þeirri stefnu, ef hún uppfyllir að lágmarki markmiðin sem „Garðabær gegn sóun” setur fram. Græn teymi hverrar stofnunar eru hvött til samráðs sín á milli og skiptast á upplýsingum um það sem vel hefur til tekist, svo sem greina frá skapandi lausnum og ræða það sem betur mætti fara. Meginmarkmið stefnunnar „Garðabær gegn sóun” eru að auka flokkun sorps, samræma hana og draga úr sorpmagni. Miklu skiptir að draga úr plastmengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess. Innleiða græna innkaupastefnu, fræða og virkja starfsfólk. Þetta verður m.a. gert með því að innleiða umhverfisskilmála í samningum við birgja og verktaka, kaupa vörur frá staðbundinni framleiðslu, kaupa umhverfisvottaðar vörur, kaupa vörur unnar úr endurunnum efnum og í litlum umbúðum. Kaupa annað en einnota plast, ef hægt er (t.d. pappaglös í stað plastglasa) og vörur sem eru ekki í plastumbúðum. Kaupa vörur sem auðvelt er að endurnota eða endurnýta og auka bæði endurnotkun og umhverfisfræðslu. Við þökkum starfsfólki Garðabæjar fyrir frábæra vinnu við verkefnið og verðum vör við aukinn áhuga bæjarbúa eftir að stefnan var kynnt með auglýsingu. Við sjáum strax að grænn rekstur er betri rekstur. Góð nýting aðfanga og skynsamleg innkaup munu til skemmri og lengri tíma hafa jákvæð áhrif á bæði umhverfið og bæjarsjóð. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Garðabæjar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun