Sundlaugar eru oft á tíðum vinsælir ferðamannastaðir um heim allan.
Hönnun þeirra er stundum algjörlega lygileg og flykkjast mörg þúsund manns ofan í þær í hverri viku.
Á YouTube-síðunni Be Amazed er búið að taka saman fjölmörg mögnuð dæmi um einstakar sundlaugar sem finna má víðsvegar í heiminum.
Í samantektinni má meðal annars finna Bláa Lónið sem er gríðarlega vinsæll ferðamannastaður hér á landi.
Hér að neðan má sjá yfirferð YouTube-síðunnar.