Rússar sækja hart að Daða Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 08:37 Sveitin Little Big er þekkt fyrir mikið stuð og áhugaverða dansa - sem segja má að séu bæði aðalsmerki Daða Freys. C1 Rússland Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða Frey og Gagnamagninu harða samkeppni. Ríkisútvarp Rússlands greindi frá því í gær að hljómsveitin Little Big verði fulltrúi þjóðarinnar í Rotterdam og er það ekki um neinn aukvisa að ræða. Sveitin nýtur gríðarlegra vinsælda, ekki aðeins innan heimalandsins heldur um gjörvalla Evrópu. Þrátt fyrir að lagið sem sveitin hyggst flytja hafi ekki verið kynnt til sögunnar ruku Rússar upp í veðbönkum eftir að ljóst var að Little Big yrðu fulltrúar Rússa. Sem stendur er Rússland talið næst líklegast til að vinna Eurovision, á eftir Daða en á undan hinu margumtalaða litháenska framlagi.Ef þau lya Prusikin, Sonja Tajurskaja, Anton Lissoff og Sergei Makaroff verða söm við sig þá má búast við að lag þeirra Little Big verði líflegt og dansvænt - sem segja má að séu jafnframt einkennandi fyrir framlög Íslands og Litháens í ár. Myndbönd Little Big vekja þannig jafnan mikla athygli, flest með tugi milljóna áhorfa á Youtube t.a.m. Þeirra vinsælasta lag er smellurinn Skibidi sem horft hefur verið á meira en 360 milljón sinnum. Þar er í aðalhlutverki einkennilegur dans, rétt eins og í flestum öðrum myndböndum sveitarinnar. Sem fyrr segir þurfti ekki annað en að nefna Little Big til þess að Rússar væru taldir líklegir til stórræða. Þar að auki hefur Rússland notið fádæma velgengni í Eurovision undanfarin ár. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnin síðast árið 2008 hafa Rússar lent fjórum sinnum í 2. sæti, fjórum sinnum í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti frá aldamótum. Frá því að fyrri undanúrslitakvöldin voru kynnt til sögunnar hafa Rússar aðeins einu sinni setið eftir, árið 2018 þegar Júlíu Samojlóvu mistókst að fleyta sér í úrslitakvöldið. Það ætti því kannski ekki að koma á óvart þó svo að veðbankar spái Rússlandi góðu gengi í Eurovision, sama hver fulltrúi þess er. Rússar stíga á svið á fyrra undankvöldinu í ár, ásamt Litháum, en Daði Freyr og Gagnamagnið keppa á því síðara. Hér að neðan má sjá myndbandið við fyrrnefnt Skibidi með sveitinni Little Big. Eurovision Rússland Tengdar fréttir Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11 Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða Frey og Gagnamagninu harða samkeppni. Ríkisútvarp Rússlands greindi frá því í gær að hljómsveitin Little Big verði fulltrúi þjóðarinnar í Rotterdam og er það ekki um neinn aukvisa að ræða. Sveitin nýtur gríðarlegra vinsælda, ekki aðeins innan heimalandsins heldur um gjörvalla Evrópu. Þrátt fyrir að lagið sem sveitin hyggst flytja hafi ekki verið kynnt til sögunnar ruku Rússar upp í veðbönkum eftir að ljóst var að Little Big yrðu fulltrúar Rússa. Sem stendur er Rússland talið næst líklegast til að vinna Eurovision, á eftir Daða en á undan hinu margumtalaða litháenska framlagi.Ef þau lya Prusikin, Sonja Tajurskaja, Anton Lissoff og Sergei Makaroff verða söm við sig þá má búast við að lag þeirra Little Big verði líflegt og dansvænt - sem segja má að séu jafnframt einkennandi fyrir framlög Íslands og Litháens í ár. Myndbönd Little Big vekja þannig jafnan mikla athygli, flest með tugi milljóna áhorfa á Youtube t.a.m. Þeirra vinsælasta lag er smellurinn Skibidi sem horft hefur verið á meira en 360 milljón sinnum. Þar er í aðalhlutverki einkennilegur dans, rétt eins og í flestum öðrum myndböndum sveitarinnar. Sem fyrr segir þurfti ekki annað en að nefna Little Big til þess að Rússar væru taldir líklegir til stórræða. Þar að auki hefur Rússland notið fádæma velgengni í Eurovision undanfarin ár. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnin síðast árið 2008 hafa Rússar lent fjórum sinnum í 2. sæti, fjórum sinnum í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti frá aldamótum. Frá því að fyrri undanúrslitakvöldin voru kynnt til sögunnar hafa Rússar aðeins einu sinni setið eftir, árið 2018 þegar Júlíu Samojlóvu mistókst að fleyta sér í úrslitakvöldið. Það ætti því kannski ekki að koma á óvart þó svo að veðbankar spái Rússlandi góðu gengi í Eurovision, sama hver fulltrúi þess er. Rússar stíga á svið á fyrra undankvöldinu í ár, ásamt Litháum, en Daði Freyr og Gagnamagnið keppa á því síðara. Hér að neðan má sjá myndbandið við fyrrnefnt Skibidi með sveitinni Little Big.
Eurovision Rússland Tengdar fréttir Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11 Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11
Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54