Westbrook sá til þess að Houston vann Boston í háspennu leik | Lakers töpuðu stórt | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 11:00 Westbrook skoraði 41 stig í nótt í naumum sigri Houston. Vísir/Getty Russell Westbrook átti frábæran leik er Houston Rockets vann Boston Celtics með einu stigi í framlengdum leik í nótt, lokatölur 111-110. Þá töpuðu Los Angeles Lakers óvænt fyrir Memphis Grizzlies þar sem ungstirnið Jay Morant fór á kostum sem höfðu ekki unnið í fimm leikjum í röð. Önnur úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Houston heimsótti Boston í TD Garden í nótt. Liðin voru fyrir leik með nokkuð svipaða tölfræði, Boston hafði unnið 41 og tapað 17 á meðan Houston hafði unnið 38 og tapað 20. Það fór svo að liðin þurftu framlengingu til að skera úr um hvort myndi landa sigri í nótt. Heimamenn í Celtics byrjuðu leikinn betur og voru níu stigum eftir 1. leikhluta og 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 56-45. Voru þeir leiddir áfram af Jason Taytum sem hefur átt mjög gott tímabil. Alls skoraði hann 32 stig í leiknum ásamt því að taka 13 fráköst. Í liði Houston eru hins vegar þeir Russell Westbrook og James Harden. Þeir settu í 5. gír í síðari hálfleik og tókst að jafna metin þökk sé ótrúlegum þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig. Fór Houston með forystu inn í síðasta fjórðung leiksins en þar komu heimamenn til baka og náðu að kreista út framlengingu þökk sé flautukörfu Jaylen Brown. Fór það svo að Houston vann framlenginguna 7-6 og leikinn þar með 111-110 en síðustu tvo stig liðsins komu frá Harden af vítalínunni. Westbrook endaði leikinn með 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Harden setti 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Russ goes OFF for 41 PTS @russwest44 scores 20+ PTS for the 30th consecutive game, leading the @HoustonRockets to their 6th win in a row! pic.twitter.com/g9lO0KjhKZ— NBA (@NBA) March 1, 2020 Lebron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu nokkuð óvænt gegn Memphis Grizzlies í nótt en síðarnefnda liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Lakers náðu í raun aldrei nenum takti í leiknum og voru komnir 15 stigum undir í 2. leikhluta. Fór það svo að Memphis vann leikinn örugglega 105-88. Jonas Valančiūnas átti frábæran leik fyrir Memphis en hann skoraði 22 stig og tók 22 fráköst. Þá skoraði Ja Morant 27 stig og gaf 14 stoðsendingar. Í liði Lakers var LeBron atkvæðamestur með 19 stig, 10 stoðsendingar og átta fráköst. Þar á eftir kom Davis með 15 stig og níu fráköst. 27 PTS, 14 AST for Ja @JaMorant goes 10-16 from the field and ties a career-high in assists as the @memgrizz defeat LAL! #GrindCitypic.twitter.com/f9JuIHmRVu— NBA (@NBA) March 1, 2020 Önnur úrslit Miami Heat 116-113 Brooklyn Nets Cleveland Cavaliers 104-113 Indiana Pacers San Antonio Spurs 114-113 Orlando Magic Phoenix Suns 99-115 Golden State Warriors Atlanta Hawks 129-117 Portland Trail Blazers The updated NBA standings through the end of February! pic.twitter.com/FtlvCej6nw— NBA (@NBA) March 1, 2020 NBA Tengdar fréttir Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. 29. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira
Russell Westbrook átti frábæran leik er Houston Rockets vann Boston Celtics með einu stigi í framlengdum leik í nótt, lokatölur 111-110. Þá töpuðu Los Angeles Lakers óvænt fyrir Memphis Grizzlies þar sem ungstirnið Jay Morant fór á kostum sem höfðu ekki unnið í fimm leikjum í röð. Önnur úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Houston heimsótti Boston í TD Garden í nótt. Liðin voru fyrir leik með nokkuð svipaða tölfræði, Boston hafði unnið 41 og tapað 17 á meðan Houston hafði unnið 38 og tapað 20. Það fór svo að liðin þurftu framlengingu til að skera úr um hvort myndi landa sigri í nótt. Heimamenn í Celtics byrjuðu leikinn betur og voru níu stigum eftir 1. leikhluta og 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 56-45. Voru þeir leiddir áfram af Jason Taytum sem hefur átt mjög gott tímabil. Alls skoraði hann 32 stig í leiknum ásamt því að taka 13 fráköst. Í liði Houston eru hins vegar þeir Russell Westbrook og James Harden. Þeir settu í 5. gír í síðari hálfleik og tókst að jafna metin þökk sé ótrúlegum þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig. Fór Houston með forystu inn í síðasta fjórðung leiksins en þar komu heimamenn til baka og náðu að kreista út framlengingu þökk sé flautukörfu Jaylen Brown. Fór það svo að Houston vann framlenginguna 7-6 og leikinn þar með 111-110 en síðustu tvo stig liðsins komu frá Harden af vítalínunni. Westbrook endaði leikinn með 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Harden setti 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Russ goes OFF for 41 PTS @russwest44 scores 20+ PTS for the 30th consecutive game, leading the @HoustonRockets to their 6th win in a row! pic.twitter.com/g9lO0KjhKZ— NBA (@NBA) March 1, 2020 Lebron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu nokkuð óvænt gegn Memphis Grizzlies í nótt en síðarnefnda liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Lakers náðu í raun aldrei nenum takti í leiknum og voru komnir 15 stigum undir í 2. leikhluta. Fór það svo að Memphis vann leikinn örugglega 105-88. Jonas Valančiūnas átti frábæran leik fyrir Memphis en hann skoraði 22 stig og tók 22 fráköst. Þá skoraði Ja Morant 27 stig og gaf 14 stoðsendingar. Í liði Lakers var LeBron atkvæðamestur með 19 stig, 10 stoðsendingar og átta fráköst. Þar á eftir kom Davis með 15 stig og níu fráköst. 27 PTS, 14 AST for Ja @JaMorant goes 10-16 from the field and ties a career-high in assists as the @memgrizz defeat LAL! #GrindCitypic.twitter.com/f9JuIHmRVu— NBA (@NBA) March 1, 2020 Önnur úrslit Miami Heat 116-113 Brooklyn Nets Cleveland Cavaliers 104-113 Indiana Pacers San Antonio Spurs 114-113 Orlando Magic Phoenix Suns 99-115 Golden State Warriors Atlanta Hawks 129-117 Portland Trail Blazers The updated NBA standings through the end of February! pic.twitter.com/FtlvCej6nw— NBA (@NBA) March 1, 2020
NBA Tengdar fréttir Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. 29. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira
Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. 29. febrúar 2020 23:00