Banega við Conte: „Sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 23:00 Conte fékk gult eftir viðskipti sín við Banega. Vísir/AP Leikur Sevilla og Inter Milan í úrslitum Evrópudeildarinnar var stórskemmtilegur frá upphafi til enda. Fimm mörk og mikill hasar. Líkt og í undanförnum úrslitaleikjum sem Sevilla hefur komist í þá bar liðið sigur úr býtum, lokatölur 3-2. Antonio Conte – þjálfari Inter Milan – fékk gut spjald í leiknum en það verður að viðurkennast að kringumstæðurnar voru frekar skondnar. Allavega fyrir þau okkar sem erum enn með hár á höfðinu. Samkvæmt frétt Daily Mail á argentíski snillingurinn Éver Banega að hafa reynt að toga í hár Conte og sagt „sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru hár.“ „Sjáumst eftir leikinn,“ ku Conte hafa svarað um hæl og fékk gult spjald frá dómara leiksins í kjölfarið. Þegar Conte var enn að spila var hann orðinn nær sköllóttur og því ekkert launungamál að hann hefur farið í hárígræðslu eða einfaldlega skellt á sig hárkollu. Banega virðist hafa snert veikan punkt hjá Conte þarna sem vildi endilega ræða við hann eftir leik. Banega hefur ekki leiðst að landa sigri eftir að hafa strítt Conte á meðan leik stóð.Vísir/Getty Ekki hefur skap Conte batnað er Romelu Lukaku stakk hægri fætinum út og sá til þess að hjólhestaspyrna Diego Carlos endaði í netinu og tryggði Sevilla þar með sigurinn. Téður Carlos hafði ekki átt góðan leik og í raun átt stóran þátt í báðum mörkum Inter. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Lukaku skoraði úr. Fékk hann dæmd á sig víti í 8-liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitum keppninnar. Það hlýtur einfaldlega að vera met. Þá fékk hann dæmda á sig aukaspyrnuna sem leiddi til síðara marks Inter. Sá hlær best sem síðast hlær en Carlos endaði sem hetjan í liði Sevilla. Hann og Banega eiga allavega góðar sögur eftir kvöldið. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Sjá meira
Leikur Sevilla og Inter Milan í úrslitum Evrópudeildarinnar var stórskemmtilegur frá upphafi til enda. Fimm mörk og mikill hasar. Líkt og í undanförnum úrslitaleikjum sem Sevilla hefur komist í þá bar liðið sigur úr býtum, lokatölur 3-2. Antonio Conte – þjálfari Inter Milan – fékk gut spjald í leiknum en það verður að viðurkennast að kringumstæðurnar voru frekar skondnar. Allavega fyrir þau okkar sem erum enn með hár á höfðinu. Samkvæmt frétt Daily Mail á argentíski snillingurinn Éver Banega að hafa reynt að toga í hár Conte og sagt „sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru hár.“ „Sjáumst eftir leikinn,“ ku Conte hafa svarað um hæl og fékk gult spjald frá dómara leiksins í kjölfarið. Þegar Conte var enn að spila var hann orðinn nær sköllóttur og því ekkert launungamál að hann hefur farið í hárígræðslu eða einfaldlega skellt á sig hárkollu. Banega virðist hafa snert veikan punkt hjá Conte þarna sem vildi endilega ræða við hann eftir leik. Banega hefur ekki leiðst að landa sigri eftir að hafa strítt Conte á meðan leik stóð.Vísir/Getty Ekki hefur skap Conte batnað er Romelu Lukaku stakk hægri fætinum út og sá til þess að hjólhestaspyrna Diego Carlos endaði í netinu og tryggði Sevilla þar með sigurinn. Téður Carlos hafði ekki átt góðan leik og í raun átt stóran þátt í báðum mörkum Inter. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Lukaku skoraði úr. Fékk hann dæmd á sig víti í 8-liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitum keppninnar. Það hlýtur einfaldlega að vera met. Þá fékk hann dæmda á sig aukaspyrnuna sem leiddi til síðara marks Inter. Sá hlær best sem síðast hlær en Carlos endaði sem hetjan í liði Sevilla. Hann og Banega eiga allavega góðar sögur eftir kvöldið.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Sjá meira
Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55