Merkilegt að þurfa að „ýta við fólki reglulega“ Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2020 10:01 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir enn svigrúm til bætinga hjá staðarhöldurum hvað varðar sóttvarnaráðstafanir. Margir hafi lagað starfsemi sína að tveggja metra reglunni svokölluðu en eftir helgina eru fjögur mál til rannsóknar hjá lögreglu vegna brota á reglum um lokun samkomustaða. „Menn eru betur að fylgjast með þessu en merkilegt að þurfa alltaf að vera að ýta við fólki reglulega […] Maður hefði haldið að hagsmunirnir væru það miklir að við fengjum fleiri með okkur í lið að passa þetta,“ sagði Rögnvaldur í Bítinu í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar hvort sömu staðirnir séu síendurtekið að brjóta gegn tilmælum yfirvalda en reglurnar eigi við um alla staði og svæði þeirra. Til að mynda hafi lögregla þurft að biðja fólk á útisvæðum að virða tveggja metra regluna um helgina. „Veiran er á djamminu og hún er alls staðar. Við erum að sjá núna hvað þetta hefur víðtæk áhrif, þessi rosalegu domino-áhrif. Við erum búin að sjá það frá því að þetta byrjaði og núna eru stórir skólar í bið því það er svo mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví. Það er ekkert útaf mörgum tilfellum, það er bara eitt tilfelli mögulega sem getur haft þessi gríðarlegu áhrif.“ Eftirlitið kostar mannskap Lögreglan leit við á um það bil fimmtíu samkomustöðum um helgina og var ástandið gott á þeim flestum að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Í gærkvöldi voru sex staðir heimsóttir og var ástandið mjög gott á fimm þeirra. Rögnvaldur segir eftirlitið hafa áhrif á aðra starfsemi lögreglu, enda þurfi að nýta mannskapinn í heimsóknir svo reglunum sé framfylgt. „Það er alltaf þannig þegar þú ert með lítinn mannskap og þarft að smyrja honum víða, þá getur orðið þunnt annarsstaðar á móti.“ Hann segir hjálpa að lögregla hafi nú heimildir til þess að sekta staði ef aðstæðum er ábótavant. Ábyrgðin sé sett á staðarhaldara að tryggja að fólk geti viðhaldið tveggja metra fjarlægð og segir Rögnvaldur að fyrir suma þurfi fjárhagslegir hagsmunir að vera í húfi svo reglum sé fylgt. Þannig hafi mögulegar sektir áhrif. Hann segir rekstraraðila þurfa að huga að því að hafa sóttvarnir í lagi og helst vera reiðubúna með ákveðið fyrirkomulag ef smit komi upp á vinnustað. Reynslan sýni að eitt smit getur sett margt úr skorðum. „Við sjáum eins og gerist með skólann núna, við höfum þurft að setja marga í sóttkví því fólk var ekki komið 100 prósent í gírinn. Það var ekki búið að virkja hólfaskiptingar og svoleiðis, sem hefði fækkað þeim sem duttu út. Þetta er eitthvað sem öll fyrirtæki og allir þurfa að vera að velta fyrir sér.“ Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Bítið Veitingastaðir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir enn svigrúm til bætinga hjá staðarhöldurum hvað varðar sóttvarnaráðstafanir. Margir hafi lagað starfsemi sína að tveggja metra reglunni svokölluðu en eftir helgina eru fjögur mál til rannsóknar hjá lögreglu vegna brota á reglum um lokun samkomustaða. „Menn eru betur að fylgjast með þessu en merkilegt að þurfa alltaf að vera að ýta við fólki reglulega […] Maður hefði haldið að hagsmunirnir væru það miklir að við fengjum fleiri með okkur í lið að passa þetta,“ sagði Rögnvaldur í Bítinu í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar hvort sömu staðirnir séu síendurtekið að brjóta gegn tilmælum yfirvalda en reglurnar eigi við um alla staði og svæði þeirra. Til að mynda hafi lögregla þurft að biðja fólk á útisvæðum að virða tveggja metra regluna um helgina. „Veiran er á djamminu og hún er alls staðar. Við erum að sjá núna hvað þetta hefur víðtæk áhrif, þessi rosalegu domino-áhrif. Við erum búin að sjá það frá því að þetta byrjaði og núna eru stórir skólar í bið því það er svo mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví. Það er ekkert útaf mörgum tilfellum, það er bara eitt tilfelli mögulega sem getur haft þessi gríðarlegu áhrif.“ Eftirlitið kostar mannskap Lögreglan leit við á um það bil fimmtíu samkomustöðum um helgina og var ástandið gott á þeim flestum að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Í gærkvöldi voru sex staðir heimsóttir og var ástandið mjög gott á fimm þeirra. Rögnvaldur segir eftirlitið hafa áhrif á aðra starfsemi lögreglu, enda þurfi að nýta mannskapinn í heimsóknir svo reglunum sé framfylgt. „Það er alltaf þannig þegar þú ert með lítinn mannskap og þarft að smyrja honum víða, þá getur orðið þunnt annarsstaðar á móti.“ Hann segir hjálpa að lögregla hafi nú heimildir til þess að sekta staði ef aðstæðum er ábótavant. Ábyrgðin sé sett á staðarhaldara að tryggja að fólk geti viðhaldið tveggja metra fjarlægð og segir Rögnvaldur að fyrir suma þurfi fjárhagslegir hagsmunir að vera í húfi svo reglum sé fylgt. Þannig hafi mögulegar sektir áhrif. Hann segir rekstraraðila þurfa að huga að því að hafa sóttvarnir í lagi og helst vera reiðubúna með ákveðið fyrirkomulag ef smit komi upp á vinnustað. Reynslan sýni að eitt smit getur sett margt úr skorðum. „Við sjáum eins og gerist með skólann núna, við höfum þurft að setja marga í sóttkví því fólk var ekki komið 100 prósent í gírinn. Það var ekki búið að virkja hólfaskiptingar og svoleiðis, sem hefði fækkað þeim sem duttu út. Þetta er eitthvað sem öll fyrirtæki og allir þurfa að vera að velta fyrir sér.“
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Bítið Veitingastaðir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira