Íþróttafélög krefjast breytinga á gölluðu kerfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2020 13:00 Aaron Rodgers (t.v.) er búinn að fá nóg af lögregluofbeldinu og kerfisbundna kynþáttaníðinu í Bandaríkjunum. Stacy Revere/Getty Images Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis í Bandararíkjunum hafa kallað eftir því að hlutirnir þar í landi breytist eftir að lögreglan skaut mann er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Þar á meðal eru NFL-liðið Green Bay Packers og Milwaukee Bucks sem er nú í miðri úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í Kenosha vegna morðsins en það er úthverfi í Milwaukee. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, og eitt þekktasta nafnl NFL-deildarinanr hefur einfaldlega fengið nóg. Hann segir að lögin í Bandaríkjunum séu fordómafull gagnvart fólki sem tilheyrir minnihlutahópum. „Það er galli í heildarkerfinu og þangað til vandamálið verður lagað verður þetta alltof algeng sjón í landinu. Fyrir öll okkar sem erum ekki lögreglumenn þá veltum við fyrir okkur hvort það hafi þurft að nota banvænt afl [skotvopn]. Lögin í þessu landi eru úrelt og fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Ég held að fólk í valdastöðum þurfi að horfa vel og vandlega á sum þessara kerfa sem eru við lýði,“ sagði Rodgers. „Þó við skiljum að það verði gerð rannsókn á þessu skelfilega atviki, þá erum við mjög áhyggjufull yfir því sem er einfaldlega dæmi um hverju við stöndum frammi fyrir hér í landi: lögregluofbeldi, kerfisbundinn rasismi og óréttlæti gagnvart svörtu fólki,“ segir í yfirlýsingu frá Green Bay. Mike Budenholzer, þjálfari NBA-liðsins Milwaukee Bucks, ræddi skotárásina á blaðamannafundi fyrir fjórða leik Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. „Aftur er ungur svartur maður skotinn af lögreglunni. Við þurfum breytingar, við þurfum að vera betri.“ „Við stöndum með öllu svörtu fólki og viljum að kerfinu verði breytt vegna George Floyd, Breonna Taylor, Sylville Smth, Ernest Lacy, Dontre Hamilton, Tony Robinson, Joel Acevedo og allra hinna óteljandi fórnarlambanna,“ sagði í yfirlýsingu Bucks um málið. Í kjölfar morðsins á George Floyd hafa margir íþróttamenn sem og íþróttafélög í Bandaríkjunum látið í sér heyra og gert þær kröfur að ríkisstjórnin þar í landi breyti því sem virðist meingallað kerfi. Það hefur ekki enn gerst en hver veit nema hlutirnir fari allavega að mjakast í rétta átt undir lok árs. Körfubolti NBA NFL Dauði George Floyd Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis í Bandararíkjunum hafa kallað eftir því að hlutirnir þar í landi breytist eftir að lögreglan skaut mann er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Þar á meðal eru NFL-liðið Green Bay Packers og Milwaukee Bucks sem er nú í miðri úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í Kenosha vegna morðsins en það er úthverfi í Milwaukee. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, og eitt þekktasta nafnl NFL-deildarinanr hefur einfaldlega fengið nóg. Hann segir að lögin í Bandaríkjunum séu fordómafull gagnvart fólki sem tilheyrir minnihlutahópum. „Það er galli í heildarkerfinu og þangað til vandamálið verður lagað verður þetta alltof algeng sjón í landinu. Fyrir öll okkar sem erum ekki lögreglumenn þá veltum við fyrir okkur hvort það hafi þurft að nota banvænt afl [skotvopn]. Lögin í þessu landi eru úrelt og fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Ég held að fólk í valdastöðum þurfi að horfa vel og vandlega á sum þessara kerfa sem eru við lýði,“ sagði Rodgers. „Þó við skiljum að það verði gerð rannsókn á þessu skelfilega atviki, þá erum við mjög áhyggjufull yfir því sem er einfaldlega dæmi um hverju við stöndum frammi fyrir hér í landi: lögregluofbeldi, kerfisbundinn rasismi og óréttlæti gagnvart svörtu fólki,“ segir í yfirlýsingu frá Green Bay. Mike Budenholzer, þjálfari NBA-liðsins Milwaukee Bucks, ræddi skotárásina á blaðamannafundi fyrir fjórða leik Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. „Aftur er ungur svartur maður skotinn af lögreglunni. Við þurfum breytingar, við þurfum að vera betri.“ „Við stöndum með öllu svörtu fólki og viljum að kerfinu verði breytt vegna George Floyd, Breonna Taylor, Sylville Smth, Ernest Lacy, Dontre Hamilton, Tony Robinson, Joel Acevedo og allra hinna óteljandi fórnarlambanna,“ sagði í yfirlýsingu Bucks um málið. Í kjölfar morðsins á George Floyd hafa margir íþróttamenn sem og íþróttafélög í Bandaríkjunum látið í sér heyra og gert þær kröfur að ríkisstjórnin þar í landi breyti því sem virðist meingallað kerfi. Það hefur ekki enn gerst en hver veit nema hlutirnir fari allavega að mjakast í rétta átt undir lok árs.
Körfubolti NBA NFL Dauði George Floyd Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti