María Birta hefur þurft að fara á spítala eftir leiksýningar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. september 2020 10:29 María Birta er búsett í Las Vegas en hefur undanfarnar vikur verið hér á landi. Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur búið undanfarin ár í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni. Sem stendur er hún búsett í Las Vegas og tekur þátt í sýningu þar í borg tíu sinnum í viku. María Birta var á sínum tíma verslunareigandi í Reykjavík og gekk reksturinn vel og þegar best var velti búðin tíu milljónum á mánuði. Hún átti tískufataverslunina Maníu. María er er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta meðal annars um nýjasta verkefnið og líkamlegu átökin eru ekkert grín. Hlutverkið stækkaði og stækkaði „Mér er sagt að ég sé nunna í þessu showi, svo fannst þeim allt í einu frábær hugmynd að allir myndu berja nunnuna og ég hef ekki tölu á því hvað ég hef verið kýld oft í andlitið og svo er brotin flaska á hausnum á mér í sýningunni og hlutverkið mitt stækkar alltaf og núna er ég í 70 mínútur af 100 mínútum á sviðinu,“ segir María. „Ég hef alveg þrisvar sinnum þurft að fara á spítala og farið í röntgenmyndatökur eftir sýningarnar og alls konar. Það er til dæmis brotinn stóll á bakinu á mér í hverri sýningu og af því að hver einasti stóll kostar talsverðan pening þá er hann límdur saman og það fer eftir því hversu mikið lím er notað hversu harður hann verður og líka hver er að brjóta hann á mér. Ég hef nokkrum sinnum farið úr lið á hendinni og verið með svarta marbletti á mjöðminni og fleira. Ég veit að þetta hljómar furðulega, en þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni.” Sýningin er nú í tímabundnu hléi vegna heimsfaraldursins, sem var vægast sagt sérstakur fyrir Maríu Birtu og Ella Egilsson, eiginmann hennar. „Ég og Elli tókum bara strax þá ákvörðun að við myndum ekki hitta neinn, þannig að frá 16. mars og alveg þangað til við komum til Íslands í ágúst hittum við eina stelpu. Annars vorum við bara saman í einangrun í 5 mánuði. Við fórum ekki út úr húsi í tvö mánuði, ekki einu sinni í labbitúr. Svo fórum við í fyrsta göngutúrinn í maí og Elli tekur krúttlega selfie af okkur og ég sé myndina og ég hugsaði: „hver er þetta?” af því að ég var búin að fitna svo mikið. Ég hef aldrei í mínu lífi fitnað en þarna var ég búin að fitna um 11 kíló á tveimur mánuðum af því að ég hreyfði mig ekki neitt. Ég var bara orðin eins og helíum blaðra.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta líka um menninguna í leiklistinni bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og hvað hefur breyst eftir metoo byltinguna. Metoo breytti miklu „Það hafa alveg verið moment á Íslandi þar sem mér leið ekki vel á setti. Fyrir mig breyttist andrúmsloftið mikið hérna heima í leiklistinni eftir metoo byltinguna og mér fannst gott að senda inn mína sögu og klára mitt mál. Ég lék nýlega í nektarsenu úti og þá fann maður vel breytinguna. Það var svo vel passað upp á að allt væri í lagi og að mér liði vel að það var næstum því hlægilegt. Það hefði aldrei verið svona áður en metoo átti sér stað. En það er rétt að taka það fram að þessi sena var klippt út og fór ekki neitt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta um adrenalínfíknina, löngunina til að vera alltaf að læra eitthvað nýtt, ferilinn í leiklistinni og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur búið undanfarin ár í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni. Sem stendur er hún búsett í Las Vegas og tekur þátt í sýningu þar í borg tíu sinnum í viku. María Birta var á sínum tíma verslunareigandi í Reykjavík og gekk reksturinn vel og þegar best var velti búðin tíu milljónum á mánuði. Hún átti tískufataverslunina Maníu. María er er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta meðal annars um nýjasta verkefnið og líkamlegu átökin eru ekkert grín. Hlutverkið stækkaði og stækkaði „Mér er sagt að ég sé nunna í þessu showi, svo fannst þeim allt í einu frábær hugmynd að allir myndu berja nunnuna og ég hef ekki tölu á því hvað ég hef verið kýld oft í andlitið og svo er brotin flaska á hausnum á mér í sýningunni og hlutverkið mitt stækkar alltaf og núna er ég í 70 mínútur af 100 mínútum á sviðinu,“ segir María. „Ég hef alveg þrisvar sinnum þurft að fara á spítala og farið í röntgenmyndatökur eftir sýningarnar og alls konar. Það er til dæmis brotinn stóll á bakinu á mér í hverri sýningu og af því að hver einasti stóll kostar talsverðan pening þá er hann límdur saman og það fer eftir því hversu mikið lím er notað hversu harður hann verður og líka hver er að brjóta hann á mér. Ég hef nokkrum sinnum farið úr lið á hendinni og verið með svarta marbletti á mjöðminni og fleira. Ég veit að þetta hljómar furðulega, en þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni.” Sýningin er nú í tímabundnu hléi vegna heimsfaraldursins, sem var vægast sagt sérstakur fyrir Maríu Birtu og Ella Egilsson, eiginmann hennar. „Ég og Elli tókum bara strax þá ákvörðun að við myndum ekki hitta neinn, þannig að frá 16. mars og alveg þangað til við komum til Íslands í ágúst hittum við eina stelpu. Annars vorum við bara saman í einangrun í 5 mánuði. Við fórum ekki út úr húsi í tvö mánuði, ekki einu sinni í labbitúr. Svo fórum við í fyrsta göngutúrinn í maí og Elli tekur krúttlega selfie af okkur og ég sé myndina og ég hugsaði: „hver er þetta?” af því að ég var búin að fitna svo mikið. Ég hef aldrei í mínu lífi fitnað en þarna var ég búin að fitna um 11 kíló á tveimur mánuðum af því að ég hreyfði mig ekki neitt. Ég var bara orðin eins og helíum blaðra.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta líka um menninguna í leiklistinni bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og hvað hefur breyst eftir metoo byltinguna. Metoo breytti miklu „Það hafa alveg verið moment á Íslandi þar sem mér leið ekki vel á setti. Fyrir mig breyttist andrúmsloftið mikið hérna heima í leiklistinni eftir metoo byltinguna og mér fannst gott að senda inn mína sögu og klára mitt mál. Ég lék nýlega í nektarsenu úti og þá fann maður vel breytinguna. Það var svo vel passað upp á að allt væri í lagi og að mér liði vel að það var næstum því hlægilegt. Það hefði aldrei verið svona áður en metoo átti sér stað. En það er rétt að taka það fram að þessi sena var klippt út og fór ekki neitt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta um adrenalínfíknina, löngunina til að vera alltaf að læra eitthvað nýtt, ferilinn í leiklistinni og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp