Setti óstaðfest heimsmet í sandspyrnu Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2020 16:49 Kristján vígalegur á sínum magnaða bíl. Þessi mynd er tekin árið 2016 en þá er bíllinn, sem kallaður er Legó vegna áhrifa sona Kristjáns, nýsmíðaður. Mammadreki Photography - Motorsport and Music Það var ekki lítið upptakið sem Kristján Hafliðason náði á bíl sinn, sem kallaður er Legóbíllinn, um síðustu helgi. Hann sló heimsmet og fór hundrað metrana á 2,88 sekúndum. Í Sandspyrnu sem haldið var í Kapelluhrauni í Hafnarfirði þar sem Kvartmíluklúbburinn hefur aðstöðu. „Já, en þetta er ekki staðfest. Þetta er ekki bakkað upp,“ segir Kristján og blaðamaður Vísis lætur eins og hann skilji hvað ökuþórinn er að tala um. „Það þarf aðkeyra einu prósenti frá. En það er rétt. Ég fór eina ferð niður fyrir svokallað heimsmet. Og náði 196 km hraða.“ Kristján náði 196 km/klst hraða innan hundrað metranna. Ótrúlegur kraftur í þessu tæki.Mammadreki Photography - Motorsport and Music Kristján er bifvélavirki, starfar í Straumsvík en alin upp við bílasportið. Faðir hans er Hafliði Guðjónsson, sem hefur keppt í bílaíþróttum í þrjátíu ár. Þeir feðgar eru saman í þessu. Á þeirra heimili er talaðu um bíla, ekki bolta. „Ég þarf að gera betur. Eftir hálfan mánuð, á Akureyri. Þá ætlum við að gera þetta aftur. Bakka þetta upp og fá þetta skráð,“ segir Kristján. Um er að ræða flokk í sandspyrnunni sem kallast Front Engine Dragster sem eru þá farartæki hvar vélin er fyrir framan ökumanninn. Bíllinn sem Kristján keyrir er svakalegt tæki, en þeir feðgar smíðuðu hann frá grunni árið 2015. Synir Kristjáns fengu að hafa sitt um það að segja hvernig tryllitæki föður þeirra lítur út. Kristján segir að hann hafi ekki fengið nafn formlega en hann sé stundum kallaður Legóbíllinn. Þegar hann var smíðaður voru tveir ungir synir hans viðloðandi og fengu að hafa sitt að segja um útlit hans; ofurhetjur skreyta hann svo sem Hulk. Miðinn sem segir til um þennan ótrúlega tíma, sem er heimsmet, óstaðfest, en það verður slegið eftir hálfan mánuð. Á Akureyri. „Já, þeir réðu þessu. 2015 lögðum við gamla bílnum og síðan hef ég keppt á þessum. Með ágætum árangri,“ segir Kristján. Og það má með sanni segja. Hann var Íslandsmeistari í sandspyrnu 2016 og 2017. Og um tíma átti hann Íslandsmetið sem var 3,12 sek. Gömul kempa, Valur Víðisson, hafði það af honum og á nú standandi Íslandsmet sem er 3,06 sek. Kristján lofar því að það fjúki eftir hálfan mánuð. Fyrir norðan þegar keppt verður þar. Bílar Íþróttir Hafnarfjörður Akstursíþróttir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Það var ekki lítið upptakið sem Kristján Hafliðason náði á bíl sinn, sem kallaður er Legóbíllinn, um síðustu helgi. Hann sló heimsmet og fór hundrað metrana á 2,88 sekúndum. Í Sandspyrnu sem haldið var í Kapelluhrauni í Hafnarfirði þar sem Kvartmíluklúbburinn hefur aðstöðu. „Já, en þetta er ekki staðfest. Þetta er ekki bakkað upp,“ segir Kristján og blaðamaður Vísis lætur eins og hann skilji hvað ökuþórinn er að tala um. „Það þarf aðkeyra einu prósenti frá. En það er rétt. Ég fór eina ferð niður fyrir svokallað heimsmet. Og náði 196 km hraða.“ Kristján náði 196 km/klst hraða innan hundrað metranna. Ótrúlegur kraftur í þessu tæki.Mammadreki Photography - Motorsport and Music Kristján er bifvélavirki, starfar í Straumsvík en alin upp við bílasportið. Faðir hans er Hafliði Guðjónsson, sem hefur keppt í bílaíþróttum í þrjátíu ár. Þeir feðgar eru saman í þessu. Á þeirra heimili er talaðu um bíla, ekki bolta. „Ég þarf að gera betur. Eftir hálfan mánuð, á Akureyri. Þá ætlum við að gera þetta aftur. Bakka þetta upp og fá þetta skráð,“ segir Kristján. Um er að ræða flokk í sandspyrnunni sem kallast Front Engine Dragster sem eru þá farartæki hvar vélin er fyrir framan ökumanninn. Bíllinn sem Kristján keyrir er svakalegt tæki, en þeir feðgar smíðuðu hann frá grunni árið 2015. Synir Kristjáns fengu að hafa sitt um það að segja hvernig tryllitæki föður þeirra lítur út. Kristján segir að hann hafi ekki fengið nafn formlega en hann sé stundum kallaður Legóbíllinn. Þegar hann var smíðaður voru tveir ungir synir hans viðloðandi og fengu að hafa sitt að segja um útlit hans; ofurhetjur skreyta hann svo sem Hulk. Miðinn sem segir til um þennan ótrúlega tíma, sem er heimsmet, óstaðfest, en það verður slegið eftir hálfan mánuð. Á Akureyri. „Já, þeir réðu þessu. 2015 lögðum við gamla bílnum og síðan hef ég keppt á þessum. Með ágætum árangri,“ segir Kristján. Og það má með sanni segja. Hann var Íslandsmeistari í sandspyrnu 2016 og 2017. Og um tíma átti hann Íslandsmetið sem var 3,12 sek. Gömul kempa, Valur Víðisson, hafði það af honum og á nú standandi Íslandsmet sem er 3,06 sek. Kristján lofar því að það fjúki eftir hálfan mánuð. Fyrir norðan þegar keppt verður þar.
Bílar Íþróttir Hafnarfjörður Akstursíþróttir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira