Vona að þetta verði fjarstæðukenndur dagur Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2020 17:00 Erik Hamrén fór yfir málin á hlaupabrautinni í Laugardal í dag. mynd/stöð 2 „Þetta gæti auðvitað orðið erfiður dagur fyrir okkur en ég er ekki hræddur,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, fyrir leik Íslands við England í Þjóðadeildinni á morgun. Leikurinn hefst kl. 16 á Laugardalsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ísland kom heiminum öllum á óvart með 2-1 sigri á Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi fyrir fjórum árum, en í ljósi þess að nú vantar marga lykilmenn í íslenska liðið, og enska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn Gareth Southgate eftir EM, kæmi sigur Íslands á morgun þá enn meira á óvart? „Þetta var mjög óvæntur sigur og ég veit ekki hvort hann gæti orðið óvæntari að þessu sinni. En auðvitað kæmi það á óvart líka á morgun. Ef maður skoðar úrslitin síðustu ár hjá Englandi, og liðið, þá ætti En að vinna ef maður er raunsær. Það væri raunsætt að telja að við töpum. En þetta er ástæðan fyrir því hvað fótboltinn er vinsæll. Stundum geta minni lið komið á óvart, eins og Ísland gerði 2016, og fleiri lið hafa gert. Ég vona að þetta verði „óraunverulegur“ dagur, svo að við getum notið hans saman,“ sagði Hamrén á hlaupabrautinni við Laugardalsvöll í dag. Lært margt af tapinu stóra gegn Sviss Ísland er í svipaðri stöðu nú og þegar Hamrén var nýtekinn við liðinu fyrir tveimur árum, á leið í leiki við bestu lið Evrópu í Þjóðadeildinni og án lykilleikmanna. Gylfi, Aron, Jóhann Berg, Ragnar, Alfreð og Rúnar Már eru ekki með. Ragnar og Rúnar eru meiddir, félag Arons í Katar gaf honum ekki leyfi til að spila, og þeir Gylfi, Jóhann og Alfreð gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Ljóst er að Ísland má mjög illa við svo miklum skakkaföllum, gegn Englandi á morgun og Belgíu ytra á þriðjudag. Íslenski hópurinn kom saman á mánudag og hóf æfingar fyrir leikina við England og Belgíu.VÍSIR/VILHELM „Ég er ekki hræddur. Ég ber auðvitað virðingu fyrir þessum andstæðingum, tveimur af bestu liðum heims. Við vitum að þetta verður virkilega erfitt. Ef að við verðum óheppnir, eða þeir eiga mjög góðan dag, þá geta komið nokkur mörk. En þannig er fótboltinn, og nóg að benda á 8-2 sigur Bayern München á Barcelona. Þetta gæti auðvitað orðið erfiður dagur fyrir okkur en ég er ekki hræddur. Ég held að við höfum lært margt af leiknum við Sviss [6-0 tap í fyrsta leik Hamrén, í september 2018], og við sýndum það í öðrum leikjum í Þjóðadeildinni það haust og í undankeppni EM, þegar okkur vantaði líka menn en náðum góðri frammistöðu. Ef það tekst á morgun getum við náð góðum úrslitum,“ sagði Hamrén. Byrjunarliðið breyst í vikunni Svíinn gaf ekkert uppi um byrjunarlið sitt á morgun en viðurkenndi að hafa að einhverju leyti skipt um skoðun á því hverjir yrðu þar, eftir æfingar vikunnar. „Við höfum verið saman núna í fimm daga og það hefur eitthvað smávægilegt angrað einhverja en allir eru klárir í slaginn í dag. Ég var auðvitað með ákveðið byrjunarlið í huga áður en menn mættu, en ég hef gert einhverjar breytingar út frá því sem ég hef séð enda eru sumir leikmenn mjög jafnir. Í sumum stöðum hef ég valið þann leikmann sem hefur verið bestur á æfingunum í vikunni,“ sagði Hamrén sem lítur ekki á leikinn sem tækifæri til að leyfa óreyndari leikmönnum að sýna sig og sanna. Mikilvægustu leikirnir í október og nóvember „Þetta er mótsleikur og á þessu stigi er næsti leikur alltaf sá mikilvægasti. Við reynum að ná eins góðum úrslitum og mögulegt er. En auðvitað verður þetta líka gott tækifæri og undirbúningur fyrir umspilið í október. Við verðum að vera hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem við höfum til taks hérna og við reynum að gera eins vel og við getum á morgun,“ sagði Hamrén. Klippa: Viðtal við Hamrén fyrir Englandsleikinn Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Kári miðlar til þeirra yngri: Gjöri svo vel að hafa trú á því sem hefur virkað Kári Árnason segir að yngri leikmenn íslenska landsliðsins „verði að gjöra svo vel að hafa trú“ á þeim gildum sem skiluðu liðinu í fremstu röð. 4. september 2020 14:30 Eini enski landsliðsmaðurinn til að skora hjá Íslandi í Laugardalnum spilaði ekki fleiri landsleiki Paul Goddard skoraði mark enska landsliðsins þegar það spilaði síðast á Laugardalsvelli í leik sem KSÍ fékk enska landsliðið til að skrá sem A-landsleik. 4. september 2020 14:00 Hikar ekki við að nota Greenwood og Foden á morgun Gareth Southgate gæti notað hina ungu og efnilegu Mason Greenwood og Phil Foden gegn Íslandi á morgun. 4. september 2020 13:30 Segir að enska landsliðið hafi lært af tapinu fyrir Íslandi Þjálfari enska landsliðsins segist hafa nýtt tapið fyrir Íslandi á EM 2016 til að læra af því. 4. september 2020 12:36 Hamrén er ekki hræddur við að fá skell á móti Englandi Íslenska landsliðið verður án sterkra leikmanna á móti nánast fullmönnuðu ensku landsliði í Laugardalnum á morgun en landsliðsþjálfarinn óttast ekki að fá skell. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
„Þetta gæti auðvitað orðið erfiður dagur fyrir okkur en ég er ekki hræddur,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, fyrir leik Íslands við England í Þjóðadeildinni á morgun. Leikurinn hefst kl. 16 á Laugardalsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ísland kom heiminum öllum á óvart með 2-1 sigri á Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi fyrir fjórum árum, en í ljósi þess að nú vantar marga lykilmenn í íslenska liðið, og enska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn Gareth Southgate eftir EM, kæmi sigur Íslands á morgun þá enn meira á óvart? „Þetta var mjög óvæntur sigur og ég veit ekki hvort hann gæti orðið óvæntari að þessu sinni. En auðvitað kæmi það á óvart líka á morgun. Ef maður skoðar úrslitin síðustu ár hjá Englandi, og liðið, þá ætti En að vinna ef maður er raunsær. Það væri raunsætt að telja að við töpum. En þetta er ástæðan fyrir því hvað fótboltinn er vinsæll. Stundum geta minni lið komið á óvart, eins og Ísland gerði 2016, og fleiri lið hafa gert. Ég vona að þetta verði „óraunverulegur“ dagur, svo að við getum notið hans saman,“ sagði Hamrén á hlaupabrautinni við Laugardalsvöll í dag. Lært margt af tapinu stóra gegn Sviss Ísland er í svipaðri stöðu nú og þegar Hamrén var nýtekinn við liðinu fyrir tveimur árum, á leið í leiki við bestu lið Evrópu í Þjóðadeildinni og án lykilleikmanna. Gylfi, Aron, Jóhann Berg, Ragnar, Alfreð og Rúnar Már eru ekki með. Ragnar og Rúnar eru meiddir, félag Arons í Katar gaf honum ekki leyfi til að spila, og þeir Gylfi, Jóhann og Alfreð gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Ljóst er að Ísland má mjög illa við svo miklum skakkaföllum, gegn Englandi á morgun og Belgíu ytra á þriðjudag. Íslenski hópurinn kom saman á mánudag og hóf æfingar fyrir leikina við England og Belgíu.VÍSIR/VILHELM „Ég er ekki hræddur. Ég ber auðvitað virðingu fyrir þessum andstæðingum, tveimur af bestu liðum heims. Við vitum að þetta verður virkilega erfitt. Ef að við verðum óheppnir, eða þeir eiga mjög góðan dag, þá geta komið nokkur mörk. En þannig er fótboltinn, og nóg að benda á 8-2 sigur Bayern München á Barcelona. Þetta gæti auðvitað orðið erfiður dagur fyrir okkur en ég er ekki hræddur. Ég held að við höfum lært margt af leiknum við Sviss [6-0 tap í fyrsta leik Hamrén, í september 2018], og við sýndum það í öðrum leikjum í Þjóðadeildinni það haust og í undankeppni EM, þegar okkur vantaði líka menn en náðum góðri frammistöðu. Ef það tekst á morgun getum við náð góðum úrslitum,“ sagði Hamrén. Byrjunarliðið breyst í vikunni Svíinn gaf ekkert uppi um byrjunarlið sitt á morgun en viðurkenndi að hafa að einhverju leyti skipt um skoðun á því hverjir yrðu þar, eftir æfingar vikunnar. „Við höfum verið saman núna í fimm daga og það hefur eitthvað smávægilegt angrað einhverja en allir eru klárir í slaginn í dag. Ég var auðvitað með ákveðið byrjunarlið í huga áður en menn mættu, en ég hef gert einhverjar breytingar út frá því sem ég hef séð enda eru sumir leikmenn mjög jafnir. Í sumum stöðum hef ég valið þann leikmann sem hefur verið bestur á æfingunum í vikunni,“ sagði Hamrén sem lítur ekki á leikinn sem tækifæri til að leyfa óreyndari leikmönnum að sýna sig og sanna. Mikilvægustu leikirnir í október og nóvember „Þetta er mótsleikur og á þessu stigi er næsti leikur alltaf sá mikilvægasti. Við reynum að ná eins góðum úrslitum og mögulegt er. En auðvitað verður þetta líka gott tækifæri og undirbúningur fyrir umspilið í október. Við verðum að vera hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem við höfum til taks hérna og við reynum að gera eins vel og við getum á morgun,“ sagði Hamrén. Klippa: Viðtal við Hamrén fyrir Englandsleikinn
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Kári miðlar til þeirra yngri: Gjöri svo vel að hafa trú á því sem hefur virkað Kári Árnason segir að yngri leikmenn íslenska landsliðsins „verði að gjöra svo vel að hafa trú“ á þeim gildum sem skiluðu liðinu í fremstu röð. 4. september 2020 14:30 Eini enski landsliðsmaðurinn til að skora hjá Íslandi í Laugardalnum spilaði ekki fleiri landsleiki Paul Goddard skoraði mark enska landsliðsins þegar það spilaði síðast á Laugardalsvelli í leik sem KSÍ fékk enska landsliðið til að skrá sem A-landsleik. 4. september 2020 14:00 Hikar ekki við að nota Greenwood og Foden á morgun Gareth Southgate gæti notað hina ungu og efnilegu Mason Greenwood og Phil Foden gegn Íslandi á morgun. 4. september 2020 13:30 Segir að enska landsliðið hafi lært af tapinu fyrir Íslandi Þjálfari enska landsliðsins segist hafa nýtt tapið fyrir Íslandi á EM 2016 til að læra af því. 4. september 2020 12:36 Hamrén er ekki hræddur við að fá skell á móti Englandi Íslenska landsliðið verður án sterkra leikmanna á móti nánast fullmönnuðu ensku landsliði í Laugardalnum á morgun en landsliðsþjálfarinn óttast ekki að fá skell. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Kári miðlar til þeirra yngri: Gjöri svo vel að hafa trú á því sem hefur virkað Kári Árnason segir að yngri leikmenn íslenska landsliðsins „verði að gjöra svo vel að hafa trú“ á þeim gildum sem skiluðu liðinu í fremstu röð. 4. september 2020 14:30
Eini enski landsliðsmaðurinn til að skora hjá Íslandi í Laugardalnum spilaði ekki fleiri landsleiki Paul Goddard skoraði mark enska landsliðsins þegar það spilaði síðast á Laugardalsvelli í leik sem KSÍ fékk enska landsliðið til að skrá sem A-landsleik. 4. september 2020 14:00
Hikar ekki við að nota Greenwood og Foden á morgun Gareth Southgate gæti notað hina ungu og efnilegu Mason Greenwood og Phil Foden gegn Íslandi á morgun. 4. september 2020 13:30
Segir að enska landsliðið hafi lært af tapinu fyrir Íslandi Þjálfari enska landsliðsins segist hafa nýtt tapið fyrir Íslandi á EM 2016 til að læra af því. 4. september 2020 12:36
Hamrén er ekki hræddur við að fá skell á móti Englandi Íslenska landsliðið verður án sterkra leikmanna á móti nánast fullmönnuðu ensku landsliði í Laugardalnum á morgun en landsliðsþjálfarinn óttast ekki að fá skell. 4. september 2020 11:05
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn